Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1937, Blaðsíða 5
LESBÚK MORGUNBLAÐSINS 205 Leið Napoleons vfir Alpana. Strax og hann kom heim fór hann að pakka niður. Hann var að dunda við það í hálfgerðu rænulevsi framundir kvöld. Þeg- ar leið að matartíma var hann loksins búinn. Hann tók sitt koff- ortið í hvora hendi og labbaði niður að prammanum. Hann ætl- aði að róa niður að stöðvarþorp- inu og fara með lestinni til Osló En hvað var nú þetta? — Það kom einhver róandi yfir ána — skyldi þá Kattaflatarpilturinn vera að koma ? Hann beit voða- lega á jaxlinn, og það fór glímu- skjálfti um hann allan. — En rjett á eftir sá hann að það var stúlka, sem sat í bátnum — hvert þó í logandi, var það ekki Berit? Hún hoppaði í land, rauð í fram an eins og nýsoðinn karfi eftir áreynsluna. — „Nú, þii ert þá til- búinn, það var svei mjer gott“, sagði hiin. „Það er langbest að við förum í hvelli, ef einhver skyldi komast að því að jeg er strokin. Kari gamla, andskotans kerlingin, er altaf á gægjum!“ „En, Berit —?“ „Já, sko, skilurðu, þau lokuðu mig inni uppi á háalofti í gær- kvöldi. En svoleiðis gamaldags bændarómantík læt jeg nú ekki bjóða mjer. .Jeg braut eina rúð- una og potaði mjer út. En kjól- inn minn eyðilagði jeg á þak- rennunni, og jeg náði engu af dót- inu mínu með mjer — nú, frænka lánar mjer einhverjar tuskur að fara í. — Hvaða skelfing ertu eitthvað hinsegin!“ „Brjefið, Berit mín, því skrif- aðirðu mjer svona brjef?“ „Ha — a —“, sagði hún grall- aralaus. „Skrifuðu þau þjer nú brjef líka — ])að hefir verið skoll- ans ekki sen kerlingarboran hún Kari, sem hefir fundið upp á því! Ó, ef jeg næ einhverntíma al- mennilega í hana, þá skal jeg hengja hana upp á augnalokun- um og neyða hana til að drepa titlinga. Það ætti að hengja plak- at á rassinn á henni með háspenna lífshætta í rauðu letri!“ Þegar hjer var komið, vai'ð henni litið á Behrens. Fallegi ljós- hærði pilturinn hennar — hann var svo yndislega asnalegur í framan, að hún mátti til að kyssa hann. — Allir kannast af orðspori við Alpa-skarðið Stóra Sankti Bern- hards, þar sem munkarnir hafa sæluhús fyrir vegfarendur, og hiip ir vitru hundar hafa öldum sam- an starfað að því að bjarga mönn- um í illviðrum háfjallanna frá því að verða úti. Vegurinn um skarð þetta ligg- ur milli Wallis-hjeraðs í Sviss og Norður-Italíu. Þar eru gil djúp og hengiflug, og miki! snjóflóða- hætta. Því hefir skarðið oft ver- ið kallað ,,Djöflaskarð“ — eða Heljarskarð myndum við Islend- ingar frekar kalla það, eins og Heljardalinn hjá okkur, og Helj- ardalsheiði, sem mun bera nafn sitt af þeim mannsköðum, sem þar hafa orðið í illviðrum. Gistihúsið, þar sem Napoleon snæddi morgunverð. Vegurinn í Heljarskarð Sviss- megin liggur frá Martigny í Rhone-dalnum. Hann er ekki sjer- !ega brattur fyrst í stað. Fram með hoTium eru gróðursett kirsu- berjatrje. Hann liggur um hvert sveitaþorpið af öðru, en það síð- asta í dalnum heitir Sankti Pjet- urs Borg. Það er 1680 metra yfir sjávarmál. Margir ferðamenn, sem ætla sjer að leggja á skarðið, fara aldrei lengra en upp í Sankti Pjet- urs Borg. Þegar þeir heju’a, að spölinn sem eftir er þurfi þeir að klífa upp 850 metra hæð, þá láta þeir hugfallast, og fara heldur inn í veitingastofu Pére Jean, sem á „Hótelið, þar sem Napoleon át morgunverð“. Nafnið á veitinga- húsinu er nokkuð langt. En það er góð auglýsing fyrir staðinn. Og það er fvrir mestu. Vertinn Pére •Tean er líka aðlaðandi, því hann kailn frá mörgu að segja. Fór Hannibal yfir skarðið? A unga aldri var Pére Jean póstur milli Martigny og munk- anna í skarðinu. Hann þekkir Skrafhreifinn gest gjafi segir frá. ✓ skarðið því allra manna best og sögu þess alla. Hann er óbágur á að leysa frá skjóðunni við gesti sína, það er að segja, ef þeir hafa nægilega góða lyst á víninu hans. Hann segir m. a. svo frá: - Nafnið á skarðinu á rót sína að rekja til þess, að aðalsmaður einn bygði þar Agústínusar-klaustur árið 962. En þá hafði þarna frá ómunatíð verið fjölfarinn fjall- vegur. Pére Jean er í engum efa um, að Hannibal hafi farið þetta skarð í 2. Púnverska stríð- inu með lið sitt, fílana og alt sitt hernaðarhafurtask. Þessu til sönn- unar sýnir hann gamlan pening frá Carthago, er hann eitt sinn fann uppi í skarðinu, og styður það óueitanlega álit hans. En ann- ars þræta sagnfræðingar um það, hvort Hannibal hafi farið þessa leið eða ekki. Sumir segja, að hann hafi farið um Litla Sankti Bernharðsskarð, sem er fjallvegur milli Frakklands og Ítalíu. Ferðalag Napoleons. En þegar Pére Jean hefir lok- ið við söguna um Hannibal, byrj- ar hann á Napoleon, sem stjórn- aði her sínum yfir skarðið dagana 15.—21. maí árið 1800. Herinn var 3000 manns með fjölda hesta og fallbyssua. Þessi ferð er talin vera eitt hið mesta þrekvirki, sem nokkur hers höfðingi hefir unnið. Og þetta skilja menn enn betur af frásögn- um Pére Jean, er lýsir því m. a., hve mikil snjóflóðahættan einmitt er á þessum tíma árs. En fönn var mikil á skarðinu, er Napoleon fór þar um. Enda var hann hætt kom- inn. Daginn sem Napoleon fór sjálf- Framh. á bls. 208.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.