Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1937, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1937, Qupperneq 6
238 LESBÓK MORQ UNBLAÐSINS líf í tuskuruar, svo að leit var hafiu, sem oft bar ávöxt. Stundum kom }>að fyrir, að jej? af heudingu hitti góða karla og kouur, sem kuixnu utan að vísur og löng kvæði, sem aunars voru tvnd. I’á var mjer skemt, að koma þeim á pappírinn og forða þeim frá glötun. * Veturinn 1930—1931 ætlaði jeg að dvelja um tíma í Reykjavík, til að suuðra upp það sem fyndist á Landsbókasafninu af brjefum og kvæðum. Til þess kom þó ekki, }iví kona nrín, frú Kristín, og son- ur miim, Baldur, tóku af mjer ómakið hvað brjefin snerti. En iivað kvæðasöfnunina snerti, kom mjer skyndilega góð og óvænt hjálp, þar sem var herra Cyril •Jacksou, enskur fræðimaður, sem varð kennari við Mentaskólann á Akureyri þá um haustið. Hann liafði valið sjer það hlutverk, að safna öllum kvæðum föður míns, þeim sem ekki stóðu í kvæðabók- unum. Tók hann nú við þar sem jeg var konrínn með safn mitt, og hjelt svo áfram sinna ferða. Hann safnaði fyrst öllum þeim kvæðum, sem fundust í blöðum og tíma- ritum á bókasafninu á Akureyri, og vjelritaði alt jafnóðum. Síðan fór hann suður til Revkjavíkur og safnaði þar því, sem hann fann á Landsbókasafninu. Þegar Jackson hafði lokið starfi sínu, fór hann til Englaiuls og samdi ritgerð um safn sitt, og kveðskap Matthíasar yfirleitt, og varð hann fyrir það sæmdur meist- aranafnbót við háskólann í Leeds. Þegar lijer var komið, fekk jeg eim í lið með mjer ágætan aðstoð- armann, ]>ar sem var þingeyska skáldið Konráð kennari Vilhjálms- son. Jeg sendi liann tvívegis til Reykjavíkur bæði til að afskrifa brjef , eign prívat manna þar og til að leita enn betur að kvæðum og brjefum á Landsbókasafninu. Honum tókst að finna enn allmik- ið af kvæðum og bætti hann þeim öllum inn í Jacksons safnið. Þar ineð hygg jeg að leitað hafi verið eins vandlega og liægt var og varla von á að meira finnist. * Jeg liafði farið vandlega yfir alt safn Jacksons og leiðrjett ýms- ar villur í því. Síðan fór Konráð einnig yfir það með mestu gagn- rýni og báðir fórum við í sam- einingu yfir alla Ostlundsútgáf- una og leiðrjettum þær mörgu prentvillur, sem þar var að finna. Með Jacksons — Konráðs safni í viðbót við Östlundsútgáfuna, var nú fengið efnið í heildarútgáfu Matthíasarljóða, og var um tíina .í ráði að Menningarsjóður kostaði og sæi um útgáfuna. Ur þessu varð þó ekki, svo að útlit var fyrir að löng yrði bið á framkvæmdum, nema ])á lielst þannig, að einungis yrði gefið út nýtt úrval allra kvæðanna, og gat jeg fyrir mitt leyti aldrei sætt mig við það. En þá kom Magnús. bróðir minn til sögunnar, og tók að sjer það mikla þrekvirki, að gefa út öll ljóðin í heild, og kosta útgáf- una sjálfur. Hann og Þorsteinn Gíslason röðuðu nú öllum kvæð- unum niður, á nýjan hátt, eftir sínu höfði, og bættu inn í söfnin, bæði Grettisljóðum og nokkrum þýddum ljóðaflokkum, eins og getið er um í formála bókarinnar. Við lestur ljóðmælanna hefi jeg aftur og aftur glaðst yfir, að hafa nú loks milli handanna öll ljóð föður míns, öll í einni bók og ekki stærri eða þyngri en svo, að auðgert er, að halda á henni í annari liendi meðan maður les hana í rúmi sínu (og skemtibæk- ur lesa flestir helst, eða eingöngu, á kvöldiu, þegar þeir eru hátt- aðir). Ennfremur hefi jeg dáðst að og glaðst yfir hinni smekklegu og að- gengilegu efnisskiftiugu og efnis- yfirlitunmn báðum, sem gera öll- lun auðvelt að leita og finna fljótt það, sem hugann girnir að lesa. Letrið er skýrt og fallegt og ekki of smátt, svo að þreyti aug- un, og þó þríraðað sje kvæðuin á sumum síðunum, fer injög vel á því fyrirkomulagi. En því miður hefi jeg, mjer til angurs, rekist á allmargar prent- villur, einkum í seinni hluta bók- arinnar; en, sem betur fer, eru þær þó flestar svo lítilvægar að fáir munu taka eftir þeim eða hneykslast á þeim og engar geta kallast stórvægilegar. Jeg veit það af margfaldri reynslu sjálfur, hve erfitt er að forðast villur, þó próf- arkalestur sje vandaður vel, en verst, er, að inargar -vilhir slæð- ast einmitt inn við vjelsetninguna, þegar prentararnir eru að leið- rjetta eftir próförkinni. Jeg sleppi því að fara að tína upp nokkrar af prentvillunuin. Þær verða að draugast, hver á sínum stað, og verður ekki að því gert hjeðan af, fyr en máske í nýrri útgáfu síðar meir. En það er ein annars konar villa í bók- iuni, sem jeg verð að minuast á, og þótti mjer hún slysaleg en ]>ó spaugileg. Ilún er á bls. 671. Þar er vísukorn, sem faðir nrínn hefir aldrei ort, heldur vinur hans Ilannes Hafstein. Og vísan er svona: „Jeg tala’ ei lijer um trú á andanu, þó tífalt betri þekking sje; en þetta gutl um guð og fjandaun, er gamalt meinlaust sláturfje". Þessa vísu hafa þeir Þorsteinn og Magnús tekið í ógáti upp úr Brjefum föður nríns (bls. 380) og lialdið hana vera, eins og flestar vísur þar, eftir hann sjálfan, en þar er hún tilfærð úr brjefi, þá nýlega meðteknu frá Hannesi Haf- stein. Jeg heyrði föður minn oft, í glöðum lióp vina sinna, liafa þessa vísu vfir og lienda gaman að henni, því hún lýsti svo vel lieiðn- um hugsynarhætti Hafnarstúdenta og Brandesarsinna á þeim árum (kringum 1887). Og faðir minn var nógu frjálslyndur, og, a. m. k. annað veifið nógu heiðinn til að taka í strenginn með Hannesi, og skopast að gönríuj guðfræðinni og liennar „gutli um guð og f jandann". Þess vegna held jeg, að liann, í trínuin himni nú, taki sjer ekkert nærri, þó svo liafi atvikast, að honum sje nú kendur þessi krói Hannesar. Jeg veit að ]>eir muiii jafna það alt með sjer hinum megin. Jeg lýk svo þessari greinargerð með ítrekaðri þökk til Magnúsar bróður fyrir fallegu nýju útgáf- una af Ijóðum föður okkar. Jeg hefi ekki til ]>essa sjeð FRAMII. Á BLS. 240.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.