Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1937, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1937, Side 2
266 ur og moldrok erfiðleikanna. Þær eru bjartsvnar — hinar bölsýn- ar. Þetta eitt getur verið ærið et'ni til að rífast um, ærið efni til að slást um. ef svo ber undir. * jer er í minn miðaldra kona, sem sat uppi á borði, bætti karlmannsbux'ur og söngl- aði ástaróð. er endaði með þess- ari staðbundnu Sigluf jarðar- rómantik: Trygðabáran brotnar við sker í brimlöðri kærleikans. Stallsystur hennar fóru óðara að fárast vfir því. bve hún svngi uú af innibirgðri tilfinningu yf- ir buxnagörmunum þeim örnu. Konan vildi eðlilega ekki viður- kenna. að hún syngi ástaróð til buxnanna — og spunnust út af þessu snarpar, heimspekilegar deilur um gildi hinnar fölskva- lausu áOar. Fjórar ungar áttu við eina roskna og reynda, og heyrði jeg konuna síðast stað- hæfa, að hámark ástarinnar væri meiningarlaust skvaldur í nösun- wn á þeim, sem gætu hnoðað saman laglegri vísu. Eftir stutta málhvíld bætti hún við: „Jeg elska nákvæmlega jafnlítið, eða mikið buxurnar þær örnu og manninn, sem gengur í þeim. Þetta eru hvorttveggja jafn auð- virðilegir, bölvaðir ræflar!‘‘ Fngu stúlkurnar ætluðu að ær- ast úr hlátri og sögðu. að Finna væri vitlaus . . . Ef til vill hefir þetta líka endað með ósköpum. * Ibragga einum var mjer og samferðafólki mínu boðið að bíða eftir kaffi, og þáðum við það með þökkum. Það var dálítið baðstofulegt við stofuna, sem við sátum ý Borð stóð á miðju gólfi og kofort eða kistill framan við livert rúm.. Á hirslum þessum -átu gestir og heimafólk. Þegar kaffið var borið inn, var kofort- unum ýtt að borðinu — og svo hófst kaffidrykkjan. Það var besta kaffi — reglulega gott kaffi til drvkkjar . . . Það var einhver gletnisleg íbvgni í svip sumra við þetta kaffiborð. sem stafaði greinilega af því, að hjer höfðu sumir sjest áður og drukkið fyr saman kaffi. LESBÓK MORGUNBLAÖSINS Þegar ferðafjelagi minu hafði lokið úr sínum bolla, brá hann honum á loft, veifaði honum þrjá liringi í loftinu og setti hann síð- an á hvolf á uudirskálaröndina Nú sá jeg hvert stefndi — það átti áð spá í bollana okkar, lesa þar dulrúnir örlaga og forlaga og dengja þessu yfir okkur vita óundirbúna! Spákonan var gestgjafi okkar — konan, sem hafði hitað þetta afburða góða kaffi. * Hún leit í bollana, livern af öðr- um, velti vöngum, brosti og leit í þá aftur. Eftir djúpa og kitl- andi þögn beindi hún orðum sín- um að mjer og sagði: ,.Það er vont að lesa í bollann yðar — en þjer skrifið á inikinn pappír. Það eru miklir skógar, þar sem þjer eruð fæddur — e*i jeg minnist þess ekki að hafa komið þar! Næstur í röðinni var fjelagi minn, og um hann sagði hún, að hann væri að læra annaðhvort trjesmíði eða húsamálningu. Mað- urinn var tregur til að fallast á það — en bollinn sagði nú þetta og við það varð konan að halda sjer! Loks varð það að samkomu- lagi, að fjelagi minn skyldi verða skurðlæknir. Hann les læknis- fræði. Við þökkuðum kaffið, holl- spárnar og skemtunina og geng- um út — lit úr þessari stofu og staðnæmdumst framan við liálf- opna liurð á litlu braggaherbergi. Inni braim draugalegt rafljós og út úr þessu herbergi andaði át móti okkur einhverju helgisiða-1 lofti. Og við nánari eftirgrenslan l leyndi það sjer ekki. að lijer bjó" trúað kvenfólk. Á veggjum uppi hjengu strengjahljóðfæri og á hurðinni stóð: Drottinn blessi heimilið. Hjer bjuggu einhverjar Z'ons- safnaðar-fíladelfíurherkonur konur, sem svngja guði sínum lof og dýrð og spila undir á gítar. En í eldhúsinu, framan við þetta helgisiðaheimili dönsuðu síldarstúlkur og sjómenn við lukt- arljós og hárgreiðumúsik og söng undirölduna eftir rakarann.. Kave- lerarnir koma oft á kvöldin — í kvennabraggana! Og það er ekki æfinlega síldarstúlkunum sjálfum að kenna þó háreisti sje á heim- ilum þeirra — það er „ástin ströng“. S. B. Skáldið K. N. Júlíus. Harpan þín með slaka strengi stendur. — Fleiri harma þi<>, Bragavin og gleðigjafa; glóa blóm um farinn stig. Gleymskan djúp, sem gleypir flest*. gengur skáldin slík á svig. Hláturmild í höndum þínum harpan var og tónaþýð. Hvesti þó í strengjum stundum, steyptist haglið yfir lýð. Rembing bæði ’ og ríkilæti ristir þú, í ljóðum, níð. Heimsku gastu hlegið dauða. Hún er lífseig, því er ver; afturgengin, fvlgja flestra, flækist enn um bygðir hjer. Haltrar samt, því henni revndust hert í kyngi, spjót frá þjer. Ilins skal minnast; meta kunuir manndóm, hvar sem ljós hans skín; fölskvaleysi og fegurð sálar fengu hjá þjer launin sín. Heyrist gegnum hlátrabylgjur hjartað bak við kvæðin þín. Richard Beck. — Þetta er einkennilegt. Jeg hefi óljósan grun um, að jeg hafi gleymt einhverju.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.