Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1937, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1937, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 267 Sigurður Þórarinsson: Jep; liefi nú að nokkru lýst lifn- aðarháttum Lappa, <>*r er jiá að greina frá jieim sjálfum nokkru nánar. Lapparnir eru mjög láoir vexti. Meðalhæð karlmanna er aðeins 150 cm. Þeir eru allbreiðir nm brjóst ojí' lierðar, en mjófættir, klofstuttir <><r krin<rilklofa. Þeir eru dökkhærðir <><r strýhærðir, venjulega skefrfrlausir, smáey<rir, en sjaldan skáey«rir. Karlmenn fran<ra svo klæddir, að venjule<ra bera j>eir kufl yst- an klæða, er vetrarkuflinn úr skinni, en sumarkufl iir bláu vað- máli, víður mjög o" nær á mitt lær. Þeir <ryrða si<r breiðu leð- urbelti o<r hangir við það typil- knífur, oft haglega gerður. Bræk- urnar eru nærskornar og gyrtar í skóna, en þeir eru úr leðri og ná á miðjan legg; vefja }>eir legg ina böndum, oft skrautlegum og haglega brugðnum. Sokka nota þeir aldrei, en- hafa ætíð hey í skónum. A liöfði bera ]>eir topp- húfur, venjulega bláar, og er rauður dúskur í; má af húfulag- inu sjá, úr hvaða hjeraði þeir eru. Búningur kvenna er svipaður og karla, þó er kuflinn síðari og }>ær bera oft silfurhringi og keðj- ur um háls og anna. Mörgum koma Lappapiltar ærið skringilega fyrir sjónir við fyrstu sýn. Á búningurinn drjúgan þátt í því. T- barm sinn ofan beltis troða þeir venjulega öllum mögu- legum hlutum, þurkuðu kjöti, brauði, tóbaki o. fl., svo að þeir líta út sem brjóstamiklar konur; beltið gvrða þeir svo fast, að neðri hluti hins grófgerða kufls stendur út sem piL. og uærskorn- ar brækurnar leiða vel í ljós hve hjólfættir þeir eru. En við nán- ari kynningu skilst manni fljótt, í hve nánu samræmi við umhverf- ið búningur Lappanna er. Það getur vart samrænni sjón en að sjá Lappann, lítinn og ,,kræklótt- an“, í litsterkum, bláum og rauð- um klæðum, skjótast innan um dökkgrænt kræklótt birkikjarr- FRA LÖPPUM Hjer birtist síðari kaí'linn af hinni fróðlegu og skemtilegu grein Sigurðar Þórarinssonar, um Lappa, líf þeirra og lifnaðarhætti. ið á eftir krækilhyrndri hreina- hjörð. Það er „mótív“, sem van Gogh hefði getað grátið af gleði yfir. ?* | apparnir eru ljettlyndir og v I , láta oftast hverjum degi ^nægja sína þjánhigu; kemur ]>að þeim stundum í koll. Þeir eru næmir og glöggir á inargt, en þykja heldur lausir í rásinni. 'Margir Lappar eru stoltir og líta heldur niður á hina ljóslituðu J granna sína. Þetta er og vel skilj- anlegt. Að vissu leyti er Lappinn kominn lengra á þróunarstiginu en grannar hans. Hann getur lif- að góðu lífi, þar sein grannar hans myndu brátt horfalla. Jeg skil og dæmalaust vel, að Lapp- arnir líta niður á og jafnvel aumkva skemtiferðafólkið, þetta fólk, sem bograr upp um heiðar og fjöll og klífur hæstu tinda, að því er að minsta kosti Löppun- uin finst, í hreinustu erindisleysu, <>g er svo oftast ramvilt og hjálp- arvana, ef hríðarbvlur skellur á. Ratvísi Lappanna er fáum get’in. Listrænir eru Lappar vel í meðallagi. Marga hluti, svo sem hnífasköft og skeiðar, gera þeir af miklum hagleik. Á ferðamanna hótelinu í Abisko sá jeg mörg mál verk eftir Lappa einn, er Turi heitir. Selur hann þau ferðamönn- um, er kaupa þau sem Lapplands- minjar. Ýms hinna eldri málverka hans voru furðu lagleg í öllum sínum frumstæða einfaldleik; en fyrir nokkrum árum fann Turi upp á því að bæta málaratækn- ina. Honum þótti seint ganga að teikna hvern hrein og Lappa á myndir sínar og gerði sjer því stimpla og stimplar nú bæði hreina og Lappa og trje á mynd- irnar, og er ekki spar á. En síst skilur Turi, að ferðamenn kaupa nú myndir hans síður en áður. Einkennilegyr er söngur Lapp anna, hin svokallaða jojkn- ing. Jojkningin er um taktskip- uu og hrynjandi mjög frumstæð og ólík evrópeiskri músik. Lögin eru oftast þannig til komin, að ef „andinn kemur vfir“ Lappann, vrkir' hann ekki kvæði í venju- legri merkingu, heldur aðeins eina eða í hæsta lagi tvær ljóðlínur og senrur lag við um leið. Er ljóð- línan endurtekin aftur og aftur, en fylt upp í milli ineð meining- arlausum atkvæðum, svo sem vala vala vala. Oft eru lögin ákaflega málandi. Maður sjer alveg fyrir sjer tígulegt flug söngsvananna, hógvært tif fjallrjúpunnar, hið Ijetta brokk hreinsins eða hlunks- legan gang ökuhestsins. Það er vart til sá hlutur, dauður eða lif- andi, sem Lappinn eigi reynir að lýsa með jojkningu. Algengt er, að þá er barn fæðist og er nafn gefið, fær það sitt eigið.lag, sem er ofið um nafn þess. Lapparnir eru nú flestir kristn- ir og hafa týnt sinni gömlu trú. Vita menn lítt um hana. Þó er kunnugt, að þeir tilbáðu ýms nátt úruöfl, guð sólu, vinda, eldinga

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.