Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1937, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1937, Qupperneq 4
268 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS o. s. frv. Björninn var heilagt dýr ineð Löppum, eins og öllum hjarð þjóðum í barrskógabelti norður- hvelsins. Þeir hafa og lánað ýms- ar guðahugmyndir frá germönum, t. d. trúna á örlagauorn-irnar, sem var mjög rík með Löppum. Trúin á töfra og særingu og seiðkarla liefir lifað nær því fram á vora daga. Töfratrumbur hurfu t. d. ekki meðal sænskra Lappa fyr en um miðja 19. öld. Lappar eru enn mjög hjátrúarfullir og fullir af drauga, og andasögum. Margir eru ramskygnir. og algengt er, að sænskt bændafólk leiti til lapp- neskra spákerlinga um ýmiskonar vitneskju. Skólaskylda er nú almenn í hinu sænska Lapplandi og munu flestir Lappanna læsir og pár- andi. Barnakenslunni er nú þanu- ig hagað. að Lappakrökkunum er safnað saman í stóra skólagamma, sjerstaklega bygða í þeim til- gangi. Fá börnin að lifa þar sínu Lappalífi, en er veitt bæði munn- leg og verkleg fræðsla af útlærð- um kenslukonum. oftast lappnesk um. Fer kenslan ýmist fram á finsku, lappnesku eða sænsku, eft- ir því í hvaða hjeraði það er. Með þessu fyrirkomulagi er reynt að fyrirbvggja, að Lapparnir kvnn- ist um of hinu makráðara lífi niðri í bygðunum og fýsi þangað að lærdómi lokhum, því reynslan hefir sýnt það í Lapplandi eins 02 víða annarsstaðar, að vestræn menning og hennar fvlgifiskar er. að minsta kosti í núverandi formi. bölvun frumstæðari þjóðum. Alt- af fjölgar þó þeim Löppnm, er taka upp hvítra manna háttu, og fvr eða síðar hljóta þeir að hverfa sem sjerstæð þjóð og sogast inn í hringiðu hinnar vestrænu vjela- menningar. Slík eru örlög allra frumstæðra þjóða. Fvrstu kynni mín af Löppum voru sumarið 1932. Þá ferð aðist jeg gangandi um Jamtaland. Jlerjadali og Efri-Dali ásamt fje- laga mínum og skólabróður Jóni Magnússyni norrænunema. Á lieið um Yestur-Jamtalands búa all- margir Lappar. Þó heimsóttum við enga þeirra á ferðum okkar, en stórar hreinalijarðir sáum við og höfðum tal af Löppum, sem gættu þeirra. Fýsti mig þá þegar að kyunast fólki þessu nánar við tækifæri. Og tækifærið kom strax sumarið eftir, er jeg dvaldi í Norður-Lapplandi. Meðal annars dvaldi jeg tvo mánuði ásamt Svía einum við jöklarannsóknir í dal þeim, er Kársavagge heitir (vagge = dalur) og liggur í norðvestasta hjeraði Svíþjóðar, skamt frá íandamæruin Noregs, nokknð norð an við 68. breiddargráðu. Við fje- lagar bjuggum í Lappagamma, er lá nærri jöklinum, og sáum eigi annað fólk en Lappa. Fljótt sýndi það sig. að þótt fjelagi minn hefði dvalið fleiri ár í Lapplandi og kyi st Löppum. ]iá átti jeg að ýmsu leyti hægra með að tala við þá og skilja hugsanagang þeirra en hann. Þetta var líka ofur eðlilegt. þar sem hann var alinn upp í kaupstað í Suður-Svíþjóð, en jeg var fyrverandi kúahirðir og rollu smali ofan úr íslenskri sveit. Samtölin byrjuðu oftast á sama hátt. Fvrst slengdi maður út úr s.jer einhverjum af þeim lapp- nesku eða finsku glósum, sem maður kunni, t. d. hvyvð peive, sem þýðir góðan daginn, eða mað ur ók sjer og sagði perkeha tjoika = helvítis mývargurinn. Hlógu þá Lapparnir að hinu bjag aða máli. Og svo hjelt maður á- fram: ,,Það voru ljót spor, sem jeg sá niður á leirunum í dag. Úlfurinn hefir þó líklega ekki ver ið á ferðinni hjá ykkur ?“ „Ji'i. jú, það var nú heldur, perkeha seipek, helvítis úlfurinn, hann hafði svo sem verið á ferðinni, drepið tvo alfallegustu kálfana í nótt. perkeha seipek. Altaf voru það fallegustu kálfarnir. Það var ekki erfitt fyrir frónskan sveita- dreng að skilja hugsanaganginn. Og væri svo langt komið samtal- inu, leið ekki á löngu þangað til maður fjekk að heyra einhverja spennandi sögu um úlfa og jarfa- veiðar. •Jeg heyrði líka haft eftir Lappa það mesta hól, sem jeg hefi nokk urntíma heyrt um mig, nfl. að jeg væri „nástan lika glok som en lapp“. IKársavagge kyntist jeg Lappa einum, er Páve heitir. Hann kom til okkar einu sinni í viku með matvæli og aðrar nauðsynj- ar neðan úr bygð, og gisti ]>;'; venjulega í gammanum hjá okk- ur. Páve var lágvaxinn, en þrek- legur Lappi, rúmlega tvítugur að aldri. Sterkur var hanu vel, því þótt við hlæðum á hann yfir fimmtíu |)unda bagga og vegur- inn væri um þrjátíu kílómetrar og mest upp í móti, þá var svar Páve ætíð hið sama, er við spurð- um haun, hvort ekki hefði verið þungt: „Nej. ne.j, inte dungt“, 'Vkki þungt. — Lappar bera ^jsænskt t og |> fram sem d og b. l,(0g altaf kom Páve á tilsettum jtíma. hvernig sem veður var. Það ívar líka tekið vel á móti honum. t Við stóðum úti fvrir gammadyr- um, þegar hann kom kjagandi upp brekkuua, og hrópuðum á móti liouum: hyyve peive, sataua perkele og annað fallegt og ljótt. sem við kunnum. en inni í gamm- anum beið hans íútsterkt kaffi með salti í. Fámæltur var Páve að eðlisfari og var ræða hans til að bvrja með aðeins já já og nei nei, en þegar hann var búinn að drekka nokkra bolla af kaffinu og bú- inn að kveikja í pípu sinni og hagræða sjer á fletinu, fór venju lega að liðkast um málbeinið á honuin og mátti ])á fiska margt upp úr honum. Páve var einstakur að mörgu leyti. T. d. bragðaði bami ekki vín. Aðeins einu sinni hafði hann drukkið, og þá fengið nóg af því. Hann hafði skroppið með málinlestinni til Narvik í Noregi til ]>ess að selja Lappahnífa. sem hann hafði smíðað, því hann var hagur vel. í Narvik fyltu nokkr- ir gárungar hann. I lestinni á heimleiðinni kom á Páve berserks gangur, og tók hann þá upp hníf og hugðist keyra hann í einhvern nærstaddan. Var hnífurinn þá hrifsaður af honum, en þegar var annar á lofti, því nóg hafði hann af hnífunum. Seinast var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.