Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1937, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1937, Side 6
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Vitni Krists og trúarinnar. IíörH' ern tnihueigð, ojr eldra fólk er trúlmeifrt. Un<r.liu«rar ’ og yngri meini eru oft í uppreisnar- liug til trúmálamia. Þeir tala um þau eins og ástamál. Efasemdir, kæruleysi og jafnvel afneitun, er á yfirborðinu. Það mætti veita þeim til vorkunnar, því það er oft ruslulejrt í lieimi trúmálamiia — ekki trúariuuar. En það er ekki óaðgengilegra fyrir )>á lield- ur en börnin og eldra fólkið. Það, að ungir menn oft eru audvígir trú, sannar ekkert ann- að en það, að þeir eru hvorki ó- mentaðir eða mentaðir, hvorki börn eða fullorðnir. Ekkert lieilt, hálfir menn og hálfir í mörgu, hikandi en þó framgjarnir, á milli vita og á gelgjuskeiði, — laiulkönnuðir á miðri leið. * 1. Það voru menn Krists og trúarinnar, sem lyftú heiminum upp úr villimensku mannátsius. 2. Það voru meun Krists og trúarinnar, sem kendu mönnum að meta barnslífið mikils, en bera ekki út börn sín. • 3. Það voru menn Krists og trúarinnar, sem Ivftu koniunni úr niðurlægingu og svívirðu upp í tignarsæti frelsis og hreinleika. 4. Það voru menn Krists og trúarinnar, sem fyrstir og best börðust fvrir líknarstarfsemi á meðal þjóðanna. 5. Það voru menn Krists og trúarinnar, sein rjeðp ndðurlagi þrælahalds og Jirælasölu. — Menn eins og Abraham Lincoln, William Wiiberforee og aðrir slíkir. 6. Það hafa verið vitni Krists, trúaðir menn og trúaðar konur, sem hesf iiafa gengið fram í ýms- um líknarstörfum, og trygt sjúk- um og aðþrengdum hjúkrun og bærileg kjör. — Kjör hinna bág- stöddustu, geðbiluðu og brjáluðu manna voru ógurleg, uns Guð bljes ungri stúlku, Dórótheu Dix. Jiað í brjóst að hefja baráttu fyrir bættum kjörum þeirra. Hún var kornung og heilsutæp stúlka, er hún hóf það starf sitt og ferðað- ist jafnvej land úr landi, og sótti mál sitt ákal't bæði við stjórnir og háttsetta menn í þjóðfjelög- uiium, að fá ríki og borgir til Jæss að koma upp viðunandi heilsu- hælum fyrir þessa aumingja. Og mikið varð Jiessari ungu trúar- lietju ágengt. 7. Það voru meiui Krists og trúarinnar, sem fvrst og best risu upp gegn erkióvini siðgæðis og menningar — áfengisbölinu. Þarf ekki annað en vísa til siðastarfs góðtemplara. sem sýna í hvaða anda-var farið af stað. 8. Það voru menn Krists og trúarinnar, sem börðust fyrir því að fá betri fangelsi og manmið- legri meðferð á föngum, en áður hafði tíðkast, og má þar nefna menn eins og John Howard. 9. Það voru menn Krists og trúarinnar, sem börðust fyrir því, að verksmiðju-drengir og stúlkur feugju bætt kjör og sæmilega meðferð. — Menn eins og Shaftes- bury lávarður. 10. Það voru menn Krists og trúarinnar, sem fórnuðu lífi sínu fvrir ])á, er lengi höfðu setið í hinu svartasta myrkri heiðindóms og hræðilegrar van])ekkingar, og mætti þar nefna marga, en fram- arlega í röðinni yrði Davíð Liv- ingstone. 11. Það hafa verið menn Krists og trúarinnar. sem best hafa bor- ið klæði sín á sverðseggjar stríð- andi lýða, þótt ekki sje friðarmál- unum enn betur borgið; og það munu verða menn Krists, sem í fyl.ling tíinans kveða niður stríð- in. en engir pólitískir öfgaflokk- ar. 12. Margir frægustu menn heimsins, listmálarar, skáld, mynd höggvarar, rithöfundar og aðrir snillingar liafa verið menn Krists og trúarinnar. Frægasti núlifandi listamaður íslands. Einar Jónsson, er trúmaður. Þjóðskáld vort Is- lendinga, Matthías Jochumsson, var hinn háflevgi og glæsilegi trú- inaður, og guðelskandi sál. Skáld- spekingur vor, Einar Benedikts- son, opinberar víða í sínum ódauð legu listaverkum aðdáunarverða trú. Og vinsælasta alþýðuskáld vort, sem nú er uppi, Davíð Stef- ánsson, gæti ekki hafa ort sálm, eins og sálminn: ,,Eg kveiki á kertum míuum“, án þess að vera aðdáandi Krists og trúarinnar. Það var elskan til Krists, sem gerði Ilallgrím Pjetursson að hinu ódauðlega trúarskáldi þjóð- arinnar. — Þannig mætti lengi telja npp snillinga, sem best hafa siegið hörpu listarinnar iniiblásii- ir af anda trúarinnar. * Guðmundur Finnbogason lands bókavörður hefir eftir Aldous Huxley ])essi orð: „Ef vjer les- um æfisögur þriggja mestu suill- inganna, seni England hefir alið — Isaac Newton, Faraday og James Clerk Maxwell — þá kom- umst vjer að raun um, að þeir voru allir gæddir djúpu trúar- lífi“. — Yms stórskáld þeirra mætti og nefna, svo sem Robert Browning, Alfred Teimyson og fleiri. • * Listamaðurinn mikli, Goetlie. segir: „Maðurinn er „productive“ — frjór og skapandi í hugsun, aðeins eins lengi og hann er trú- hneigður. Drepið trúhneigðina, og listin er dauð. — Skyldi það ekki vera sama orkan —- eldur trúar- innar, sem örfar alt framtak manna og athafnalíf? Eu þegar framtaka manna er orðið lamað, hugir þeirra vænglausir, eldur áhugans kulnaður og vonalönd- in sokkin í sæ, þá er ekki um annað að gera en standa kyr, glápa iit í hið óráðna, ráðalaus, kjarklaus og með „kalið blóð“, og gera kröfur. Ileimta alt af öðrum. En þann skollaleik læra menn fljótt hver af öðrum, og svo koma árekstrarnir, ströndin og skipbrotin. Ef sá kraftur, sem í mönnum býr og ljós trúarinnar best glæð- ir, eyðist mest í fálm og til þess að kinda undir hinum lægri hvöt- uin manneðlisins, þá fer mikið gott til spillis, og mættu menn þá gjarna gráta týnda paradís. Pjetur Sigurðsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.