Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1937, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1937, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 271 Ulfheiðarsteinn. Aöðrum stigapallinum í húsi Landsbókasafnsins, þar sem gengifi er upp i Þjóðminjasafnið, stendur legsteinn einn fyrir miðj- um vegg, og er höggvin konu- mvnd í steininn. Steinn þessi er frá Hofi í Vopna firði, og er hinn svonefndi Ulf- lieiðarsteinn. Artal er á steini þessum, svo að fróðir menn liafa getað kom- ist að, á hvers ieiði steinninn var ætlaður. Þar stendur; „Anno 1569 laug- ardaginn í hvítasunnuviku kal 1- aði Guð til sín í sitt ríki heiðar- iega kvinnu . . . ide Þorsteinsdótt- ur, sje hennar sál náðugur“. For- nafnið vantar að mestu, því steinninn hefir brotnað í meðferð- inni. En þó nafnið sje þetta ófull- komið, er sem sagt fullvíst, að konan, sem átt er við, lijet LTlf- heiður. Ulfheiður er þarna inynduð, í aðskorinni trej'ju, með lítinn pífu- kraga um hálsinn, í víðu og skó- síðu pilsi. Hún er með lítinn svæf- il undir höfðinu, og heldur hönd- unum sanxan yfir brjósti. Yfir höfði hennar eru tVeir myndreitir, í öðrum eru mjuxdir, er tákna lífið og dauðann, haus- kiipa og stundaglas, en á hinum er engilmynd, alt höggið í stein- inn. En á milli reita þessara stendur á latínu: „I dag mjer, á morgun þjer“. En liver er hún þá þessi kona, sem þarna stendur í steini, sem einskonar varðmaður fyrir dyrum Þjóðminjasafnsins ? Þjóðsagan um hana er á þessa leið: Á öndverðri 16. öld gekk hall- æt'i mikið yfir Austurland, svo við felli lá í Vopnafirði. Tóku menn þá það ráð, að senda ein- hleypt fólk til silungsveiða inn á heiðar, og varð það að bjarg- ast á því, eða deyja ella. I óbygð- um milli Vopnafjarðar og Þistil- fjarðar er dalur einn, og í hon- um vatn allstórt. Var þangað sendur flokkur manna, til þess að bjarga iífi sínu. Vissu menn eigi hvernig' flokki þessum reiddi af, fyr en komið var fram á vet- ur. Kom þá stúlka ein, setn Álf- lteiður hjet, segir sagan (en ætt- fræðingar telja rjettar Ulfheið- ur) í ófærð og illviðrum ofan í Selárdai, sem er nvrsti dalurinn í Vopnafjarðarbvgð, og var hún þá ein eftir lifandi af hópnum. Dalurinn, setn fólkið átti að bjargast í. var síðar nefndur Heljardalur. En stúlkan lifði af hörmungar og harðrjetti og varð hin merkasta kona. Þannig segir þjóðsagan frá. Og hún lifði á vörum manna þar eystra í sambandi við Ulfheiðar- stein, sem öldutn saman var í tún inu á Hofi í Vopnafirði, og hefit sennilega aldrei komist á leiði Ulfheiðar. En sonur hennar Eirík- ur Árnason fluttist til Þýskalands, og er líklegt, að hann hafi látið gera steiiiinn, enda er steinninr af þýskum uppruna. Hænau: Eitt gott ráð skal jeg gefa þjer, ungi litli. Unginn: Nú, hvað er ]xað? Hænan: Eitt egg á dag héldur slátraranum burtu. Kennarinn: Hvers vegna svar- ar þix ekki? Nemandinn: Jeg svaraði, jeg hristi höfuðið. Kennarinii: Þú getur vax*la bú- ist við því. að jeg heyri hringla í kvörnunum í þjer alla leið hing að. Tveir umrenningar sátu saman í hlíðinni fyrir ofan Bergen, þar sem útsýni var yfir alla borgina og höfnina. Þeir voru að gæða sjer á 50 aura skamti af brenslu- spritti. Báðir voru hýrir. Mitt í heimspekilegum hugleiðingum um lífið og tilgang' þess segir annar: — Ilevrðu, jeg er að hugsa um að kaupa Jxetta alt saman. skip- in þarna á höfninni og húsin í borginni. — Það getur þú ekki, svaraði fjelagi hans þurlega. — Nú, vegna hvers ekki! — Jeg vil ekki selja! Nokkru síðar hittust sömu um- renningarnir á þjóðveginum lang't frá mannabygðum. Dagur var að kvöldi kominn og þeir voru farn- ir að svipast eftir úthýsi eða öðru skjóli, þar sem ]>eir gætu sofið um nóttina. Þá segir annar þeirra: — Aldrei legst jeg svo til svefns, að jeg gæti þess ekki að setja peningapvngjuna mína und- ir höfðalagið. — Ekki er því svo fai’ið með mig, segir þá hinn, því jeg á svo bágt með að sofa með hátt und- ir höfðinu. — Sástu ekki hvar jeg setti pípuna mína? — Nei, góði minn. — Aldrei veit kvenfólk neitt!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.