Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1937, Blaðsíða 2
322 LÉSBOK M0R6UNBLAÐSÍNS kell á haim ofan og rekur spor- ana við eyra Guunari og ristir mikla ristu, og blæðir þegar mjög. ,,Allir megið þjer sjá", segir Gunnar, „að þú heí'ir blóðgað mig, og er slíkt ósæmilega farið: liefir þú stefnt nijer fyrst, en nú treður þú mig undir fótum og ríð- ur á mig". Skammkell mælti: „Vel er við orðit, búandi, en hvergi vart þú óreiðuligri á þing- inu, þá er þii tókt sjálfdæmit ok þú helt á atgeirinum". Gunnar mælti: ,,Þá er við finnumst næst, skalt þú sjá atgeirinn". Síðan skilja þeir að því. Ef athuguð eru í þýðingunum orð Skanimkels, sem jeg hefi til- fært eins og þau eru í frumrit- inu, sjest, að orðin „en hvergi vart þú óreiðuligri" eru vanalega þýdd: þú varst líka reiður . . . Þetta er furðu máttlaust á þessum stað. Aðrir þýða það: þú varst fult eins reiður . . ., sem er ögn betra, en dugir þó ekki. Sjálfsagt var Gunnar enn reiðari á akrin- um en á ])inginu. Þýðendur hafa ekki gætt þess, að reiðuligr þýðir ekki sama og reiðr, heldur ,,með reiðisvip". Sú þýðing á hjer ágæt- lega við. Skammkell segir: Þú varðst vel við — og er það vit- anlega "háð — en satt að segja varstu fult eins ægilegur á þing- inu . . . Xánari skýring þessara orða kemur síðar, þegar Skamm- kell er austur í Dal að segja frá þessum atburði ¦ ..Þat myndi mælt, ef ótiginn maðr væri, at grátit hefði". Nú skilst hve nöpur og eitruð orð Skammkels voru. Hann smánar Gunnar, spottar hann fyr- ir það, að hann hafi ekki orðið karlmannlega við sporahögginu og bendir á, að annað hafi verið, þegar Gunnar var á alþingi og rjeð eftir vild sinni málum þeirra, ógnandi og með atgeirinn í hendi. Svar Gunnars er það, sem hlýtur að vera: „Þá er við finnumst næst, skalt þú sjá atgeirinn". Framhald sögunnar verður, sem vænta mátti: Á heimleiðinni f alla þeir Otkell og Skammkell fyrir atgeirnum. Þetta atvik, sem nú var minst á, sýnir gjörla hina ríku skaps- muni í sogunum, það er eins og jarðeldur ólgi þar undir niðri. Prásögnin verður full þróttar og þenslu, atburðirnir reka hver ann- an með ómótstæðilegu afli, orðiu bíta eins og egghvast stál. Jeg hefi hjer að framan getið um andstæðuna: stillingu, hóf sögu- ritarans. Þegar þessar andstæður renna saman, nær hami hæst. An hinna ríku skapsmuna yrði frá- sögnin köld, haua mundi skorta líf og þrótt og hraða, án stilling- arinnar yrði hún stíllaus, mundi skorta jafnvægi og yfirsýn. 1 samstarfi þessara afla má sjá af- stöðu náttúru og menningar í fornritunum, en aðeins eina hlið- ina, og það er ekki ómerkt efni að athuga, hvernig þeirri afstöðu er háttað á öðruni sviðum. Við lítum nú aftur á ýmislegt, sem fyr var rætt um, en horfum á það af öðrum sjónarhól. I fornsögunuui getur að líta heim, sem stingur mjög í stúf við það, sem nefnist hinar kristnu miðaldir. Mesta menningarafl þeirra, kirkjan, stóð á allan hátt fjarri náttúruiini, það er nóg að nefna hluti eins og klaustralíf, meinlætalifnað, latínu, sálna- hyggjn, hneigð til að hafa allan hugann við annað líf . . . Menn- ing sú, sem birtist oss í fornsögun- um, er alt öðruvísi, miklu sam- grónari náttúrunni. Mál þeirra er móðurmálið, sem þó ber ekki að- eins merki náttúruimar, heldur líka menningar. Það var skrifað á því fleira en *ögur, og það haí'ði öldum saman verið í skóla drótt- kvæðaskáldanna. Það var þjálfað til að lýsa sælu og sorg lífsins, eymd o«í dýrð mannsins. Stíll og smekkur er í samræmi við nátt- úruna og ber þó glögg merki menningar. Það má kalla, að sögu- efnin geti verið hver sem vera skal, og frásögnin er margvísleg eftir efni. En sögumaðurinn finn- ur jafnan hvað við á, frásógnin verður aldrei stíllaus. Oswald Spengler ræðir á einum stað um mismun á stíl ýmissa þjóða; hjá sumum þjóðum er hann sprott- inu af töluðu máli, samtali, ver- aldlegri menningu — það eru þjóðir eins og Grikkir eða Frakk- ar —, hjá öðrum er hann skap- aður af klerkum ogr lærðum monnum — það eru þjóðir eins og Þjóðverjar. íslendingar í forn- öld fylla án efa fyrra flokkinn. Ilinn merkilegi samruni höfð- ingjaveldis og lýðræðishugsunar- háttar, sem einkennir þjóðveldið forna — þar sem höfðinginn er leiðtogi þjóðarinnar, en engin ó- brúandi gjá er á milli — þessi samruni er grundvöllur hins „aristó-demókratiska" smekks sagnanna. sem heimtar í senn hið eðlilega og stílhreina. Höfðingja- setrið, með stórmeuskutilfinn- ingu þeirri og skynsemisdýrkun, sem þar ríkti —- alþingi með ið- andi manngrúanum og stóratburð um þeim, sem þar ráku hver ann- an, — og einveran langa vetrar- nóttina í dreifbýlinu, alt þetta hefir mótað þessa gloggu, en líka djúpsæju menn, sem hafa skapað sögurnar. I hlutleysi og raunsæi sagnanna er hinn kaldi, algáði hugur Norðurlandabúans á æðra þroskastigi; þar er haldið í skefj- um útþránni, löngu,ninni eftir æv- intýrum, draumórunum um hið fjarlæga — sem líka er norrænt einkenni. Ævintýrasögurnar voru bæði á undan og eftir „fornsög- unum", þær eru til á ölluan tím- uni; „fornsögurnar" eru tíma- bundnar eins og öll andans af- rek. I þeim er agi, sjálfsafneit- un: þær hafna fróandi svefngrasi tálvonanna. Oft segja þær frá því, að vainmlaus maður verður fyrir« ranglæti, ofsóknum, er sviftur líf- inii — af því að þetta á sjer oft stað. Það má kalla lífsskoðun sögu- mannsins bölsýni, og samt — þeg- ar þvf er haldið fram, er aðeins litið á aðra hliðina, en sögumað- nrinn sá þær báðar. Og þó að sögurnar segi mest frá deilum og vígaferlum, er ekki hægt að lesa þær án þess að veita því athygli, hve glöggan skilning þeir hafa á hófinu: ekkert um of. „Alt kann sá, er hófið kann", stendur í Gísla sögu, ævaforn og þó sífelt ný reynsla. Þegar þeir segja harm- sógur —¦ og það eru margar þess- ara sagna — þá speglast í sög- unni mild, mannúðleg viska. „Margan þat sækir, er minst of varir; engi ræðr sættum sjálfr", — og það sem sækir annan mann í dag, getur sótt þig á morgun.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.