Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1937, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1937, Blaðsíða 6
350 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Nonni í Japan. H uin heimsfrægri landi vor, síra Jón Sveinsson, er nú á ferðala;?i nm Japan og önnur Austurlönd. Hefir þessi æsku- draumur hans, sem liann hefir sagt frá á svo látlausan hátt í einu rita sinna, þannig orðið að veruleika nú þegar „Nonni“ er í þann mund að komast á níunda tug æfi sinnar. í víðlesnu blaði í Tokio, „The Japan Advertiser“ (21. mars s.l,), birtist eftirfarandi grein í tilefni af koniu síra Jóns til Japaii; „Islenskur rithöfundur á ferðalagi um Japan“. „Jules Verne fór um heiminn á 80 dögum, en það tók mig 80 ár“. Þannig fórust jesuitanum, síra Jóni Sveinssyni, orð, er hann steig á japanska grund. íslendingurinn, síra Jón Sveins- son, er af Evrópumönnum talinn vera H. C. Andersen vorra daga, en New York búar heiðra hann sem arftaka Mark Twain. Rit hans hafa verið þýdd á 30 tungumál og hafa fádæma vinsældum að fagna í meira en heilan mannsald- ur. Þau hafa inni að halda ýmsa æfintýralega atburði úr lífi hans. Hinn kunnasti þeirra er frásögn- in um þá Manna, er þeir voru ein- ir síns liðs á smákænu úti á rúm- sjó, nær dauða en lífi. Þetta skeði árið 1868. Frásögn þessi kom út á þýsku, og var síðar þýdd á fjölda- mörg tungumál. Af tólf ritum hans hafa verið seld meira en 6.000.000 eintaka. Af seinustu bók hans, sem var fengin í hendur hins þýska útgefanda hennar, skömmu áður en „Nonni“ lagði upp í hið mikla ferðalag, seldust 5000 eintök á einum tveim dög- um. Síra Jón Sveinsson hefir fengið tilboð, svo hundruðum skiftir, að ferðast um hin ýmsu lönd til þess að segja frá hinni viðburðaríku æfi sinni. Þannig hefir hann flutt yfir 4400 fyrir- lestra í Evrópu einni saman. Nú, þegar ferð til Austurlanda var efst í huga hans, lá beinast við, að afla ferðafjár á þennan hát Jón Sveinsson. Hann lagði því í fyrstu leið sína til Englands og því næst um borð í Berengaria til Bandaríkjanna. Þar dvaldi hann um fjögurra mánaða skeið, flutti fyrirlestra og ferðaðist. Næst var ferðinni heitið til Canada, en þar eru skyldmenni hans búsett. Þaðan helt „Nonni“ til San Francisco, og dvaldi þar í röska tvo mánuði. Loks fór hann með eimskipinu Chicibu Maro sem leið liggur til Japan. Hin langa æfi síra Jóns Sveins- sonar, hefir verið hvort tveggja í senn æfintýraleg og dáðrík. 12 ára að aldri yfirgaf hann æskustöðv- ar sínar á íslandi. Helt hann þá til Frakklands, að boði auðugs að- alsmanns, sem hafði heitið því að setja hann til menta á sinn kostn- að. Síðan stundaði hann nám við jesuitaskóla og gekk að því loknu inn í þá reglu. Að lokinni vígslu var hann sendur til Danmerkur og næstu 25 árin fekst hann við trú- boðsstörf í Sviss, Austurríki, Ung- verjalandi, Tjekkóslóvakíu, Hol- landi, Belgíu, Þýskalandi og mörg- um öðrum löndum Evrópu. — „Nonni“ var orðinn 56 ára að aldri er hann tók að rita bækur Sínar, en afköstin voru óvenjulega mikil. Starfskraftar hans hafa haldist ó- skertir alt fram á þennan dag, en nú er hann senn orðinn 80 ára að aldri. Má það furðulegt teljast að maður kominn á þennan aldur skuli treysta sjer til að taka á sig það erfiði, sem slíkt langferðalag hlýtur að hafa í för með sjer. Síra Jón hefir aðsetur í Joshi-háskól- anum meðan hann dvelur hjer í Tokio. Hann starfar nú að undir- búningi fyrirlestra, sem hann hefir í hyggju að flytja við ýmsa jap- anska háskóla. Það mun vera í ráði að gefa rit síra Jóns út á japanska tungu. Munu margir mikilsmetnir japanskir höfundar sjá um þýðingu þeirra. lilutverk vísindarma næstu hundrað ár. Prófessor Thyndale Franck við háskólann í Pennsyl- vaníu hefir sett upp skrá yfir þau verkefni, sem vísindin eiga fyrir höndum að leysa úr á næstu 100 árum. Hjer er listi yfir helstu verkefnin: Lengja líf mannsins, þannig að meðalaldur hans verði 100 ár. Fljót og alger lækning á krabba meini, kynsjúkdómum og gigt- veiki. Farartæki, sem með fullu ör- yggi geta farið kringum hnött- inn á 24 klukku tímum. Framleiðsla á útvarps sendi- og móttökutækjum, sem ekki eru stærri en vasaúr. Ábyggilegt og stöðugt samband við tunglið. Framleiðsla á tilbúnu en full- komnu sólarljósi. Að láta kvenlega fegurð hald- ast til hárrar elli. Að finna nautnalyf, sem gerir menn hamingjusama, án þess að þeir bíði tjón af á líkama eða sál.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.