Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1937, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 365 í ST. PAULL suí. leið, í allri þessari mergð af fólki. Ef fil vill er búið að reka öll slík ólánsmenni í háttinn og kveða þaa í svefn! Þarna er vínkjallari! Það þarf reyndar enga glögg- skygni til að koma auga á vín- kjallara, því hjer eru margir slík- ir kjallarar í hverri götu á þess- um slóðum. í þessari borg eru sextán þúsund vínveitingastaðir — og einhversstaðar verða vond- ir að vera. En það er samt sem áður eitthvað skrítið við þenna kjallara. Hann er svo til graf- inn niður í gangstjettina, húsið er gamalt og gatan þröng. Þessi ytri fátækt gefur okkur nokkra átyllu til að halda, að þetta muni vera rónabúla, og það er jafnan bæði fróðlegt og eitthvað æfin- týralegt við það að skygnast inn á slíka staði. Yið ráðumst til inngöngu — og þó með hálfum hug. Við göng- um niður margar tröppur og verð um að beygja okkur í herðum og hnjáliðum til að reka okkur ekki uppundir. Þegar við ljúkum upp ytri hurðinni bylur við ej’rum okkar þvílíkur söngur, óp og glymjandi harmonikumúsik, að margur mundi láta sjer nægja þau kynni af þeim stað! En út yfir tekur þó, þegar A’ið komum í dyrnar á sjálfum veitingasalnum og sjáum inn í móbrúna hring- iðu af dansandi, drekkandi, hlæj- aiuli og gleðirjóðu fólki, er bend- ir á okkur og kallar í takt: Hut auf! Hut auf! Hut auf! Fyrst, þegar okkvir hefir skil- ist, að við eigum að taka ofan höfuðfötin, er okkur leyfð inn- ganga í þetta gleðimusteri undir gangstjettinni og rýmt til fyrir okkur, svo við getum fengið sæti á kút og drukkið bjór á tunnu- botni eins og þeir, sem hjer eru fyrir. Og þetta er ekki rónabúla eins og við hjeldum, heldur stú- denta- og listamannakrá, fornfræg og velmetin. Hjer hefir þjóðsöng- ur Islendinga oft verið sunginn. Eigandi þessa kjallara er göm- ul og pattaraleg kerling, sem flest ir Hamborgarbúar þekkja eða kannast við. Frægð sína hefir hún áunnið sjer fyrir að heilsa hverj- um gesti, sem til hennar hefir komið, með handabandi og bjóða þá velkomna. Eftir hverja kynn- ingarferð hefir hún þann sið, að syngja nokkur gleðilög til upp- örfunar — en svo kynlega vill til, að kerlingin er laglaus. Þetta hvorutveggja hefir mælst svo vel fyrir, að nú er hún bæði fræg, efnrð, vinmörg og dáð kona. I annari þröngri götu sjáum við hanga upplýstan hálfmána vfir kjallaradyrum. Þetta er skjaldarmerki Tyrkja. Niðiú í þessum kjallara harmar gamall, lítill, mógrár, sperrbrýndur Tyrkjaketlingur litla aðsókn og býður okkur rjúkandi hundslifur fyrir hálfvii’ði — því annars verði hann að fleygja henni! Steikt hundslifur er þjóðarrjett- ur Tyrkja — og þessvegna vill ,,hundtvrkinn“ okkar góði ekki þurfa að fleygja svo ágætum mat. Andspænis Tyrkjamm. í sömu götu, er Kínverjakrá. Þar eru gluggarúðurnar allar útflúraðar með einhverju ki'assi, sem Kín- verjar einir botna í. Það eru víst bókstafir. A gangstjettinni framan við þessa krá hittum við fyrir nokkra prúðbxina Kínverja, sem leggja sig í framkróka til að koma okk- ur í skilning um það, að hjer inni sje ekkert kvenfólk og ekk- ert um að vera. Við skiljum það — og þökkum kynbræðrum okk- ar xxr austrinu fyrir upplýsing- arnar. * Eftir mikinn þvæling og nxarga viðkomustaði. borðdans og bjórþamb og marghátta kynningxx af hinni frábæru hugkvæmni Hamborgarbúans til að skernta sjer og öðrum, sveigjum við aftur inn á Reeperbahn og virðum hugfangnir fyrir okkur ijósauglýsingarnar, sem gnæfa við dökkbláan, alstirndan himin- inn og gera alla þessa götu að einu tindrandi listaverki eins langt og augað eygir til beggja enda. Þessi fegursta gata hins heimsfræga mannfagnaðarhverfis, St. Pauli, hefir hlotið það hlut- skifti að brúa djúpið milli hinna fornu Hansastaða: Altona og Hamborgar. Og yfir þessum sam- runa systraborganna við Elbu ffliin Reeperbahn vaka um aldir alda....... Fj’rir tíu pfenninga skjótum við sundur rósastilk í gripahillu riflaeigandans í skotþrautabúrinu þarna og vinnum rósina til fuRr- ar eignar. Svo stigum við upp í sporvagú og ökum xxt vir St. PauR með rauða rós í hnappagatinu. Heila nótt af æfi okkar höf- um við reikað fram og aftur um stóra borg og ekki rekist á neitt, sem okkur er ömun í að muna. Lengi Rfi St. PauR! Góðaxx daginn! Sonur Mussolinis, Bruuo, sem undanfarið lxefir verið í flugRði Itala á Mallorca og tekið þátt í loftárásum á Valencia og Barce- lona.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.