Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1937, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS 367 Sálarlíf dýranna. Húsdýrin hafa verið förunaut- ar og fjelagar mannsins frá ómunatíð, tekið þátt í lífs- baráttu hans og liðið með honum súrt og sætt, Hve mikið maður- inn á húsdýrunum að þakka í frelsisbaráttu sinni undan oki náttúrunnar, er ekki auðvelt að gera sjer grein fyrir í fljótu bragði. Má næsturn segja, að fyrst þegar maðurinn hafði gert sig að herra dýranna, gat hann gert sig að herra jarðarinnar. Það er langt síðan að menn fóru að reyna að gera sjer grein fyrir, hvernig sálarlífi dýranna væri farið. Gríski heimspekingur- inn Aristoteles (384—322 f. Kr.) kom fram með kenningu, sem varð undirstaða allra nútíma rannsókna á sálarlífi dýra, og er hún rjett, það sem hún nær. Mönnum og dýrum eru ýmsir eig- inleikar sameiginlegir, en auk þess er maðurinn gæddur hæfi- leikum, sem dýrin hafa ekki. Síð- an gleymdist kenning þessi, en vísindamenn gerðu þó við og við tilraunir til þess að skilja sálar- líf dýranna. Franski heimspek- ingurinn Descartes (1596—1650) hjelt því t. d. fram, að dýrin væru aðeins flóknar og fullkomn- ar vjelar og alt hátterni þeirra og atferli væru vjelræn (mekan- isk), í mótsetningu við hegðan og athafnir mannsins, sem stjórn- uðust af vilja og hugsun. Enn var því haldið fram, að alt at- ferli dýranna ákvarðaðist af með- fæddum eðlishvötum. Eftir kenn- ingum þessum hafa dýrin enga skynsemi og eru gersneydd allri hugsun. Það er fyrst með þróun- arkenningu Darwins (1809— 1882), að rannsóknir á sálarlífi dýra hefjast að ráði. Darwin hjelt því fram, að maðurinn ætti rót sína að rekja til frumstæðra for- feðra, mannapa, en þeir svo aft- ur til enn frumstæðari „dýrs“, sem var harla ólíkt manninum að ytra útliti — og þannig koll af kolli. Með öðrum orðum: Maður- inn var einu sinni það, sem við köllnm dýr. Þessi þróun nær jafnt til sálrænna sem líkamlegra eigin- leika, að áliti Darwins. . * vað hafa þá nútímarann- sóknir leitt í ljós um sálar- líf dýra! Fyrst og fremst, að at- ferli (lýraniia er hvorki vjelrænt nje heldur er það algerlega á- kvarðað af blindum, meðfæddum eðlishvötum. Þótt eðlishvatirnar segi þeim til um margt, á okkur lítt skiljanlegan hátt (sbr. far- íuglana), er langt frá því, að þær ráði öllu atferli þeirra. Æðri dýr, svo sem hundar og apar, eru gædd allmikilli skynsemi eða hæfileik- anum til að hugsa og ráða fram úr nýjum, óvæntum viðfangsefn- um. Þau geta, með öðrum orðum, lært af reynslunni, en það gætu þau ekki, ef atferli þeirra stjórn- aðist algerlega af arfgengri og óumbreytanlegri eðlishvöt. Tamn- ing dýra byggist að mestu eða öllu leyti á því, að dýrin hafa meiri og minni skynsemisglóru. Æðri dýr geta og skilið táknmál. Allir kannast við, að hundurinn skilur sæg af orðum, hljóðum og bendingum og leggur rjettan skilning í margar athafnir manna. Mörg dýr geta gert sig að ein- hverju leyti skiljanleg hvert öðru með ákveðnum hljóðum, sem ætla má, að sje vísir að mjög frum- stæðu máli. Sumar apategundir geta notað ýms tæki, og jafnvel má segja, að þeir geti búið til ein- föld verkfæri. Sum dýr hafa gott minni. Það er alkunna, að hund- ar þekkja aftur húsbónda sinn, eftir langa fjarveru. Dýrin hafa og vilja': Þau geta látið á móti eðlishvötum sínum, stilt sig um að fremja verknað, sem þeim er bannaður eða þeim er refsað fyr- ir. Dýrin hafa loks all-fjölbreytt tilfinningalíf: Hundurinn finnur ekki aðeins til líkamlegs sársauka eða vellíðunar, heldur einnig til hrygðar og gleði, kvíða og til- hlökkunar, hann skammast sín og virðist vera ánægður með sjálf- an sig, þegar hann þykist hafa vel gert. — Af ýmsum þessum dæmum, sem hjer eru tekin af handahófi, má sjá, að dýrin hlýða ekki blint meðfæddri og óum- breytanlegri eðlisávísun, heldur læra þau margt og mikið af eigin reynslu. Þau bæta við hina eðli- legu þekkingu sína á sama liátt og maðurinn, þótt í miklu minni stíl sje. Þessi aukning þekkingar og kunnáttu, skynsamlegt atferli og áunnar venjur hafa óhjákvæmi lega í för með sjer meiri og minni brevtingu á arfgengum, eðlislæg- um athafnaháttum. Dýrin vaxa því að visku með aldri, þau standa ekki í stað, þótt. almenn- ingur gefi lítt gaum framföv þeirra. Sálarfræðin er því simám sam- an að brúa það Ginnungagap, sem staðfest vírðist á milli sálarlífs dýra og manna. Á nú. miklu frem- ur við að segja: „Misskift er náð- argáfunum, en sami er andinn“. Vísindin hafa þannig fært dýrin nær manninum, og rjettur skiln- ingur á eðli þeirra ætti að vekja meiri samúð með þeim og stuðla að bættri meðferð þeirra. Símon Jóh. Ágústsson. Gullúrið. Gamall bókhaldari sagði eitt sinn, að það væri undravert hvað menn gætu keypt sjer, er fram liðu stundir, ef menn hefðu hug á að aura saman til þess. — Jeg tók það einu sinni í mig að spara saman fje til þess að kaupa mjer gullúr. Þetta gerði jeg m. a. á þann hátt, að í stað inn fyrir að kaupa mjer dýran miðdegisverð, sem jeg var vanur að gera altaf við og við, keypti jeg mjer krónumáltíð, en lagði mismuninn til hliðar. Eftir miss- iri átti jeg í handraðanum fyrir gullúrinu. — En jeg hefi aldrei sjeð þig með neitt gullúr, sagði kunningi hans. — Nei, það er ekki von, því að úrið keypti jeg aldrei. Jeg komst að raun um, að úr því jeg gat neitað mjer um hinn dýrari mat, eins gat jeg hæglega neitað mjer um að eignast gullúrið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.