Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 4
396 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Iraun og veru er vel hægt að fara gangandi frá Jerúsalem til Betlehem, því að það er ekki lengra en frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. En hve margir ganga frá Reykjavík til Hafnarf jarðar? Þeir eru flestir, sem vilja held- ur sitja í þægilegu vagnsæti. Hvað þá þegar sólin logar beint uppi og loftið er eins og inni í bakarofni. Ferðin hefst við Jaffahliðið, vestanvert við borgina, undir Herodesarkastalanum gamla, og farartækið er gamall bílskrjóð- ur eins og þeir tíðkast í Pale- stínu. Skrjóðurinn fer méð óg- urlegum hávaða niður brekk- una, framhjá fjölda húsa, sem þarna eru utan borgarmúranna fornu, framhjá Soldánstjörnun- um, yfir Hinnomsdalinn, og fer síðan með enn meiri hávaða og tannagnístran að skrúfa sig upp brekkuna á móti. Brátt þrýtur húsin og vegur- inn liggur um eyðilegt sólbakað land, beinharður, ljósgulur og ósljettur. Rykið liggur í þykku lagi og þyrlast glóandi heitt við minstu snertingu. Þó að hjer sje einn af fjölfömustu vegunum í Palestínu, verður þó ekki sagt að umferðin sje mikil eftir því sem gerist á þjóðvegum bæja milli í Evrópu. Það er líka gott, því að annars hlyti maður að kafna. * Aleiðinni eru tveir hlutir, sem ferðamenn vilja sjá. Annað er vatnsveita Pílatusar, eina sýnilega minningin um A leið til Betlehem. í BETLEHEM Efiir dr. Magnús Jónsson prófessor þann alþekta landstjóra. Hann var ákaflega óvinsæll af Gyð- ingum, og eitt af hermdarverk- unum, sem hann vann, var ein- mitt þessi vatnsleiðsla. Hún var mikið mannvirki, og tók Píla- tus heitfjeð, sem geymt var í musterinu, til þess að standast kostnaðinn. Við það fór alt í uppnám. Þegar Pílatus svo kom til Jerúsalem um næstu páska, varð auðvitað uppþot. — Ljet hann hermenn, dulbúna sem pílagríma, blanda sjer í mann- fjöldann, og þegar merki var gefið brugðu þeir v,<pnum og bældu niður óeirðirnar. Senni- lega er það þessi viðburður, sem vikið er að í Lúkasarguðspjalli 13. kap., þar sem talað er um Galíleumenn, „hverra blóði Pílatus hafði blandað við fórn- ir þeirra“. Nú liggja þarna nokkrar rað- ir af fornum, höggnum og hol- uðum steinum og ^eyma minn- ingarnar frá þessum liðnu við- burðum. Hinn staðurinn er gröf Rak- elar. Yfir henni hefir verið reist dálítið hús með hvolfþaki, alveg eins og önnur arabísk minnis- merki. Gyðingar eru yfirleitt lítið gefnir fyrir það, að flykkj- ast að helgum stöðum hingað og þangað. En Rakel á sitt vígða rúm í hjörtum þeirra, og að gröf hennar streyma þeir, og falla fram við kistu hennar. — Karlar og konur klappa kis1 unni og væta hana tárum sín- um ¥ f Afram er haldið eftir gló- andi veginum. Hjer eru hæðirnar meiri, og þí|5 hefir ' erið sagt, að Betlehem stæði á mæni Palestínu. Vestur á bóg- inn hallar landinu hægt til sjáv- ar, en í austur hrapar það niður í heimsins dýpstu hvos, dældina þar sem Dauðahafið hreiðrar sig. Hinum megin við það rísa Móabsfjöllin. Alt í einu er komið að merki- spjaldi við veginn, og á það er letrað á ensku: „Bethlehem Municipial Boundary. — Drive slowly". Bæjarmörk Betlehem. Farið hægt. ósjálfrátt hnykkir ferða- manninum við. Þessi húsaþyrp- ing þarna, þessi bær, sem er al- veg eins og aðrir smábæir um þessar slóðir, er þá Betlehem! Yfir lönd og höf hefir maðurinn farið til þess að sjá þennan stað, þar sem vagga Jesú Krists stóð, jatan, sem hann var lagður í. Og þarna er hann nú fyrir aug- um hans! Það er eins og ferða- manninum hafi fundist að Bet- lehem yrði að vera einhvern- veginn öðru vísi en allir aðrir staðir, og nú vaknar hann upp af þessum draumi: Vitanlega hlaut Betlehem að vera eins og hvert annað þorp í Palestínu. Bærinn er ævaforn, enginn veit hve gamall. Margar þjóðir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.