Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1938, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1938, Blaðsíða 2
lesbók morgunblaðsins eða með ljósbrúnt hár, bláeyg og ekki eldri en sextán ára. Hún er kölluð ,,drottning sólar- innar“, og hár hennar á að leika laust niður um herðarnar til þess að minna á sólargeisl- ana. Drengirnir og telpurnar í þorpinu skipa sjer í kringum hana og setja kórónu á höfuð henni og þekja hana að lokum í blómum. Að því búnu hefst viðhafnarmikil ganga og allir unglingarnir fylgja „drottning- unni“. Á undan fylkingunni fara hljóðfæraleikarar, sem leika á flautu og fiðlu, en ungu stúlkurnar syngja í kór æfar- forna helgisöngva. Einkennilegasta venja í Búlg aríu er þó SURAVA-HALDIÐ, sem er heillaósk nýa ársins, borin fram af unglingum, sjer- staklega drengjum. Þessi at- höfn fer einkum fram með tvennu móti. Annar háttur hennar og hinn algengari, er einnig hefir fest rætur í nútíðar lífi borganna, gerist með þeim hætti, sem hjer segir: Dreng- irnir fara út í skóg og tína saman trjágreinar af hornviði (eða öðrum viðartegundum, ef hornviður er þar ekki til). Úr greinunum hnýta þeir síðan sópla.' Sóplarnir eru skreyttir með marglitum, bylgjulöguðum pappírsræmum, steiktum mais- kornum og stundum einnig smá kringlum og skildingum. •— Snemma á nýársdagsmorgun- inn „flengja“ þeir alla með sóplunum, sem á búlgörsku heita suravaci, og hafa yfir um leið eftirfarandi heillaósk: „Surava, vésela godina, I do godina sás zdrave.“ (Surava, gleðilegt ár og kom- andi ár með góða heilbrigði). Stundum er þessi heillaósk einnig tíðkuð við mörg önnur tækifæri, t.d. þegar menn óska einhverjum velfarnaðar í fjár- hagslegum fyrirtækjum. Eftir þessa heillacsk þakkar fjölskyldan fyrir sig og gefur suravakendunum kringlUi, sem eru sjerstaklega tilbúnar fyrir þennan dag, og suravakendurn- ir hverfa á dyr og fara í önnur hús. Oft hrópa suravakendurn- ir svofelt gleðióp á götunum: „Su-u-u-rava! Su-u-u-urava!“ Heimsókn suravakendanna lýkur venjulega um hádegið. I sumum þorpum eru suravakend urnir einnig fullvaxnir ungl- íngar, meira að segja jafnvel kvæntir menn. Líkist þetta þá nokkuð koledarunum (jóia- syngjendunum). Suravakend- urnir fara stundum í flokk- um, sem hafa leiðtoga, svo- nefndan troRober (brauð- mylsnusafnarann) og aðra, eins og tíðkast meðal koledaranna. Og oft eru þeir með grímur eins cg koledararnir. * Annað formið er ólíkt hinu fyrra, því að í staðinn fyrir að berja með „surava“-vendi bera suravakendurnir nú þungan stein inn í húsið og segja: „Eins og þessi steinn er þungur, eins þungt gull og ríkuleg eign fari inn í húsið.“ Venjan um „surava“-haldið í framhaldi af ,,koled“-haldinu, kýnding föstudaga-eldanna, Lazarusarhátíðinni (söfnun eggja með dansandi stúlkum), Georgs-helga-vöggurnar og aðr- ar trúarvenjur ársins eru ein- hverjar hinar skemtilegustu og hentugustu til að varðveitast til frambúðar: þær skapa mjög mikinn mannfagnað og eru nógu almennar til að vera sann- ar alþýðuhátíðir. * Sjerkennileg fyrir Bazil-dag- inn eða nýárið er KVÖLDMÁLTlÐIN. Hún er einnig eins auðug að matarrjettum og venjusiðum eins og Kvöldið helga. Munur- inn liggur aðeins í óföstulegum (feitum) mat og venjulega úr svínahausum og svínaskönkum. ^innig þar er brauðið helga eða kakan og eldurinn helgi ímynd ólatrjesins, þýðingarmikill þátt ur. Bæði þessi atriði í nýársvenj- um vorum hafa annaðhvort hreinlega eða fyrst og fremst á sjer heillaóska-brag. Viljinn, tjáður í mynd vitaðrar eða ó- vitaðrar óskar, kemur þar eigi aðeins fram í óskum, heldur og í athöfnum. Nýr, blómstrandi vöndur, ríkulega skreyttur brauði, mais og peningum, er vafalaust ímynd óskaðrar auð- legðar — brauðs og fjár — og heilbrigði. Þessi auðlegð og heilbrigði er færð mönnum með höggum, þ.e. óskir um auðlegð og heilbrigði færist yfir á þá. Og á þessari ósk er hert með ummælunum. Ríkuleiki og marg breytni matarins að kvöldinu er einnig í einhverri merkingu efnislegt tákn óþektrar hug- myndar. En ennþá meira sjer- kennandi fyrir þetta tækifæri er NÝÁRSKRINGLAN eða kakan, sem 1 eru settir molar af allskonar afurðum eða áhöldum atvinnulífsins. — Þessir molar, tákn ýmsra greina búskaparins, miða jafnframt að því að ráða í, hverja gæfu árið færi hverjum. Ef einhver finnur í kökubita sínum flís úr plógi, þá bíður gæfan hans í jarðræktinni, — ef það er fjöð- ur, þá í fuglarækt, — ef það er brot úr stauragirðingu, þá í fjárrækt o. s. frv. f þessu kem- ur einnig spásagna-einkenni nýárssiðanna. Einmitt það at- riði birtist einnig við mörg tæki færi greinilega sjálfstætt 1 mörg um SPÁSÖGNUM. Næstum alstaðar er spáð fyrir heilsufari hvers um sig af heimilisfólkinu — ýmist með því að láta blómknappa af hornviði á brennheit kol eða með því að láta salt í lauks- hýði eða með vafningsviðar^ laufum í vatni eða með eggi og mörgum öðrum hætti. Líka er ennþá sjerstaklega reynt að grenslast fyrir um hjúskapar- hamingju yngra fólksins, með því að láta brauðmola undir kodda eða að lokum með há- værum og kátum FRAMH. Á ÁTTUNDU SÍÐU.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.