Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1938, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1938, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3 Sjeð út um frá Osló til Þrándheims. Einhver ferðalangur hefir kom- ist þannig að orði, að sá sem vilji komast hjá því að sjá land það sem hann fer um, skuli setj- ast í járnbrautarvagn og herast með honum um landið. Mig hefir lengi langað til Þrándheims, þar sem svo margir íslendingar dvöldu ýmist lengur eða skemur á fyrri öldum, og líta þar yfir land og bæ. í síðustu utanför minni hafði jeg aflað mjer lítilsháttar erlends gjaldeyris með fyrirlestrahöldum og mjer fanst þess vegna að jeg mætti nú leyfa mjer einhvern „óþarfa“ án þess að gera gjaldeyrisnefnd eða öðr- um ennþá hærri stjórnarvöldum grein fyrir því. Og þar sem jeg nú var staddur í Ósló þá sagði jeg við sjálfan mig: Þú skreppur norður til Þrándheims, því óvíst er að betra tækifæri gefist síðar. Og sem sagt, svo gert. Og ýtti ekki lítið undir mig að þarna fekk jeg tíma og tækifæri til að fara eftir endilöngum Guðbrands- dal og skoða hann út um glugg- ann á járnbrautarvagninum. Jeg hefði nú auðvitað heldur kosið að fara fótgangandi, koma til bænd- anna sem eru gildir búþegnar og gista hjá seljastúlkum um sumar- nætur, ferðalagið hefði þá sjálf- sagt orðið ólíkt rómantískara en það varð. En til þess hafði jeg nú engan tíma, enda var vetur- inn að byrja, fyrst í nóvember. Svo settist jeg upp í lestina einn föstudagsmorgun um níu- leytið og svo höldum við út úr húsaþvögunni í Ósló. Eftir um þriggja tíma akstur erum við komnir að Litlahamri. Þar eru á 6. þúsund íbúar. Þar býr Sigrid Undset. Þarna byrjar eiginlega Guðbrandsdalurinn. Litlihamar liggur yndislega, móti austri, hús- in eru ekki stór. Þarna við bæinn eru hin Sandvisku söfn, þar sem sjá má alt viðvíkjandi menningu bændanna, hús og búshluti, sem hvorttveggja eru listaverk sem þjóðin má vera hreykin af. Það ætla jeg að skoða á leiðinni til baka. Fyrir neðan bæinn er stöðu- vatnið Mjösna, langt og mjótt og til mikillar prýði. Litlihamar er eini stóri bærinn í dalnum og þar er mikil verslun og iðnaður og straumurinn af ferðafólkinu berst þangað allan ársins hring. A vatn- inu fljóta trjástofnar, sem fleytt hefir verið efst úr dölum og ber- ast nú með hinum hæga straumi niður að sögunarverksmiðjum og borðabunkarnir standa alt í kring um þær. Og þarna eru aðrar verk- smiðjur sem vinna úr viðnum ým- iskonar gagnlega hluti og nyt- samleg efni. Þannig skapar skóg- urinn vinnu og vellíðan í landinu. Gott eiga þeir bændurnir í Guð- brandsdalnum — og yfirleitt í Noregi, þar sem ekki þarf annað en ganga út í skóg og fella trje á eigin landi til húsabygginga og annars sem með þarf. Og ólíltr standa þeir betur að vígi en ís- lensku bændurnir, sem verða að kaupa hverja spýtu fyrir bein- harða peninga. Ekki að furða þó bær bóndans hjer sje lágroistari en þar. Þó hefi jeg oft dáðst að hinum gömlu bæjum íslensku bændanna. Þar var farið vitur- lega og sparlega með hið dýra aðkeypta efni og bæirnir gömlu voru margir fagrir útlits, með prýddum vindskeiðum og voru í fullu samræmi við okkar dýrðlegu náttúru. Enda kom enginn pró- fessor nálægt þeim. Það er tap að þeir skuli vera að hverfa og sumir þeirra ættu skilið að geym- ast á „útisafni“ nálægt höfuð- staðnum. Við þurfum að eignast slíkt safn þar sem alt er saman komið sem kemur hinu daglega lífi almúgans við. Vernda það þjóðlega góða sem eftir er. Það er ekki staðið lengi við í Litlahamri. Skamt þar fyrir ofan, liggur afdalur í veðurátt, þar er Aulestad, óðal Björnstjerne Björn sons. En ekki sjest þangað út um gluggann. Svo mjókkar Mjösa og Lögurinn tekur við. Nú erum við komnir í sjálfan dalinn. Næsta stöð heitir Fáberg. Þaðan liggur vegur upp í Gausdalsbygðir og til Jötunheima, hrikafjalla, eins og nafnið bendir til. Lögurinn er grágrænn á litinn, af jökulvatni, meðfram honum þýtur lestin og framhjá Hunderfossi, frægum veiðistað, enda er þar veiðilegt, það sjer maður fljótt þó lestin hraði sjer. Fyrir ofan og neðan er skógur. Þungbúið dökkgrænt greni og þöll á bergi, en, hin sígræna breiða lífgast upp með ljósari lit- um. Það er björkin hvítstofnaða sem veldur því og elrir og ösp. Er ekki björkín fegursta trje skógarins, sumar og vetur? Svo mun víst mörgum finnast. Á vatnsbakkanum standa svo lægri runnar. Lauftrjen hafa felt blöðin sín, en þó finst mjer ekki beint vetrarlegt, það gerir grenið og furan. Jeg hirði ekki um að nefna nafn járnbrautarstöðvanna, því þær eru margar frá morgni til kvölds. En áfram þýtur lestin. Bændabýlin eru mörg, við vatnið, í miðjum hlíðum og efst uppi í fjöllunum. Mjer er sagt að þar uppi sjeu elstu bæirnir, þar voru þeir bygðir því þar var skógurinn gisnastur. Svo var rutt neðar þegar bygðin þrengdist efra og einna síðast var bygt neðst. En þar eru nú bestu jarðirnar síðan menn lærðu að ræsa fram jörðina. En hvað er fyrir ofan og innan efstu bæina 1 Það eru hinar ó- endanlegu fjallvíddir sem aðskilja tvær frændþjóðir. Víddirnar hafa svipaða þýðingu fyrir dalabónd- ann eins og hafið fyrir þann sem við ströndina bjó. Þar var hið ókunna, æfintýrið með álfum og tröllum. Þar voru villidýrin, björn og gaupa, hreindýrin og annað fleira, þar voru hin góðu veiði- lönd. — En nú er björninn unn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.