Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1938, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1938, Blaðsíða 1
 1. tölublað. Sunnudaginn 9. janúar 1938. XIII. árgangur. ■ ■•foldarprentnnilA)* k.f. ÝÁRSSIÐIR I BULGARIU. Eftir Ivan H. Krestanoff. Boris konungur Búlgara á ferðalagi un?( sveitir lands síns. Aramótadagarnir eru í röð þeirra daga, sem við er tengdur margskonar átrúnaður og fjöldi siða og venja í Búlg- aríu. Síðan 1917, eftir upptöku hins nýja tímatals, hefir að nokkru leyti orðið tvískifting í helgisiðahaldinu, að því er til tímans kemur. En víða eru þeir þó enn þá haldnir á degi hins heilaga Bazils og næsta kvöld áður. (Bazil er dýrlingur kirkj- unnar, og dagur hans er 1. janúar). Nýársdagurinn er hátíðisdag ur, sem enn þá varðveitir í Búlgaríu nafn hinnar heiðnu gyðju Surava, sem stýrir hátíð- inni. Þá er það siður fólks að kasta út um gluggann brauð- bita, sem fjölskyldufaðirinn sker af köku. Um leið og hann ;ker sneiðina, hefur hann yfir svofelda bæn: ,,Guð minn og þú heilaga Surava, blessið þið oss og margfaldið kornöxin á ökrum vorum, gripina í búpen- ingi vorum, grasið og heyið á túnum vorum og hunangið í bý- flugnabúum vorum.“ Síðan út- býtir hann meðal fjölskyldunn- ar sneiðum af kökunni, eftir að hafa drepið þeim niður í hun- ang. Einni sneiðinni er kastað út um gluggann og þessi orð sögð fram um leið: „Surava, nýtt ár og þú heilagi Bazil, smakkið ofurlítið á kökunni okkar.“ 1 sumum þorpum er hent út heilli gæs steiktri, sem ætluð er, ef svo mætti að orði kveða, gyðjunni Surava og hinum heil- aga Bazil. Það er ekki vand- sjeð, að þessi einkennilegi siður miðar að því að minna á helgi gestrisninnar, sem á þessum heilaga degi ber að þjóna fá- tæku fólki og alsleysingjum, því að það er ein af meginhug- myndum þessara hátíða. Við gætum lengi haldið á- fram að ausa úr brunnum gam- alla erfðavenja og helgisiða. En jeg vil í þess stað segja að- eins frá einni af þeim tískum, sem skringilegastar og sjer- kennilegastar mega teljast frá sjónarmiði þjóðsiðanna, því að hún minnir á fornan átrúnað vofra indógermönsku forfeðra. Á meðan fram fara leikirnir og hátíðaathafnirnar, sem fylgja þessum skemtunum, velja ungu stúlkurnar úr sínum hóp eina stúlku, sem á að vera ljóshærð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.