Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1938, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1938, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS --Vigdísfrá Fitjum:- Smásaga. \ Sigrún var ekki nema tæpra 15 ára, þegar hún var litin verulega hýru auga í fyrsta sinn. Það var ungur og laglegur landshornamað- ur, sem vann hennar æskuást. Hann var kaupamaður hjá föð- ur hennar eitt sumar, og Sigrún var þá sveitastúlka með blá augu og ljóst hár, frjálslegt hros og „rómantíska“ sál. Og landshorna- maðurinn var kátur, mjög kátur, og mátulega gáfaður til þess að vera skemtilegur, því að ef menn eru fluggáfaðir, eru þeir oft leið- inlegir, að minsta kosti að dómi flestra kvenna. En Jóhannes var ekki leiðinlegur, allra síst í vit- und kvenna; enda var hann sjá- legur maður, rösklegur í fasi, snyrtilegur á velli, með gerðar- legt andlit, svart hár, brún augu og ofurlítið dökkjarpt leikara- skegg á efrivör, er setti á hann fyrirmannlegan útlendingsblæ. Og hann kom eins og draumur um suðrænt sumar í hjarta sveita- stúlkunnar, sem var að vakna til lífsins. Fvrst kendi hann henni að roðna, svo að tala hið al- ræmda augnamál, síðan að grípa tækifærin til leynifunda og allar nauðsynlegar elskendabrellur, til þess að draga augu annara frá þeirra leiðum. Og Sigrún litla var góður nem- andi, ung og ósnortin. Og sum- arið leið eins og Ijúfur draumur í gamni og alvöru. . Svo kom haustið og skilnaður- inn. Sigrún átti svo hágt með að hrosa dagana áður en Jóhannes fór, og dylja tárin, sem læddust óhoðin fram í hjörtu augun henn- ar. En Jóhannes reyndi að hug- hreysta hana og sagði, að hún mætti ekki vera svo bamaleg að gráta; hann væri slæmur strák- ur, sem hún ætti ekki að sjá eft- ir og því síður bindast. Hún væri svo ung og lífið lægi fyrir henni, hjart og þrangið af fegurð og yndi og þess gæti hún ekki not- ið nema frjáls og óbundin, og svo myndu þau ef til vill sjást síðar og þá var nógur tími til að taka ákvarðanir. Þessi speki var nú góð og blessuð, en hún kom hara ekki að notum, þegar hennar var mest þörf, nefnilega að sætta Sig- rúnu við skilnaðarstundina. Jó- hannes hafði kent henni svo margt, og nú síðast að sakna og þrá. Allir staðirnir, þar sem þau höfðu átt leynifundi, _mintu á hann og gerðu henni þungt fyrir hrjósti — meira að segja víði- hríslan í gilbarminum yfir Grænu- lág, þar sem þau höfðu unað margt sumarkvöldið við að kyss- ast, var henni nú til áma, ef henni varð litið á hana heiman frá hæn- um, ekki að hún gæti fengið af sjer að ganga þangað uppeftir. Nú, en tíminn græðir öll sár og það leið ekki á löngu áður en Sigrún var orðin hress og kát aftur, fór á dansleiki og tók pilt- ana „á löpp“, svona smávegis, það var hreinn viðhurður, ef hún var kyst. Sveitapiltarnir eru alt af dáltið svifaseinir og vilja helst standa traust í háða fætur, þó að þeir eigi ekki að inna af höndum stærri þraut en að kyssa stúlku í gamni. Svo fór Sigrún eins og margar aðrar góðar stúlkur til Reykja- víkur í Kvennaskólann. Þá var nú gaman að lifa og það gerðist stundum ýmislegt skrítið. Og þá skeði það meðal annars, að Sig- rún sá Jóhannes aftur. Það var að kvöldi til og hún var úti með stöllum sínum og þær höfðu stol- ist á „holsafund". Þar var reynd- ar Jóhannes einn af ræðumönn- unum, nokkuð líkur sjálfum sjer, en þó hvergi nærri eins lagleg- ur og hana minti að hann hefði verið. Hann var líka húinn að raka af sjer leikaraskeggið, en það hafði farið honum svo vel. Uss! henni datt ekki í hug að segja stöllum sínum frá því, að hún liefði einu sinni þekt hann; þær gengu hvort sem var allar með „stúdentadellu“ og hún var að reyna að fylgjast með þeim í því. Svo giftist Sigrún á hæfilegum aldri, 24 ára. Maðurinn hennar vai fyrirmyndarmaður, reglusam- ur og duglegur og fjekst aðal- lega við húsgagnasmíði. Þau eigiv uðust engin börn og komust vel áfram. Sigrún var röggsamleg húsmóðir og stundaði heimilið og manninn vel, en snerist þó í ýmsu út á við, t. d. var hún stoð og stytta sinnar „stúku“, þau hjón- in voru hæði templarar. Og í „stúkunni" urðu þau Jóhannes samherjar og systkini. Jóhannes hafði nefnilega verið templar alt- af öðrú hvoru, síðan hann komst á legg. Nú var hann fátækur, giftur harnamaður, en átti þó hugsjónir. Sigrún og Jóhannes störfuðu nú í góðri samvinnu, en eins og þau hefðu þó aldrei þekst nema þar, í fjelagsskap templara. Svo átti það líka að vera. En svo hljóp skollinn alt í einu í spilið. Konan hljóp frá Jóhann- esi og hann varð að koma krökk- unum fyrir hingað og þangað. Vegna þessara óhappa hætti hann að sækja stúkufundi og bá höfðu þau Sigrún ekkert frekar saman að sælda. Svo leið og beið og alt var í lukkunnar velstandi hjá Sigrúnu og hennar manni. En svo dó hann alt í einu. Það var náttúr- lega ákaflega sorglegt í hili, en hann var vel stæður efnalega, skuldaði ekki neinum neitt og var vel metinn horgari. Þar af leiðandi var það líka gott að vera heiðvirð ekkja, sem heldur var litið upp til og ekki þurfti að sækja neitt til annara. Nokkur ár liðu, og Sigrún starfaði í stúk- unni og fleiri fjelögum af tvö- földum krafti. En svo fjekk hún alt í einu. einhverja slæmsku í taugarnar og læknirinn sagði, að hún hefði gott af því að breyta til og dvelja um sumartíma í sveit. Það var nú svo sem hægt að gera, þar sem systkini hennar hjuggu á feðra-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.