Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1938, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1938, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS inn 0" horfinn af þessum slóðum, hörfaður undan í norðurátt. Þar er hann til enn, en þó svo sjald- gæfur að farið er að tala um friðun. Þó kom það fyrir í síð- asta mánuði að bóndi einn var að elta tóu en hún skautst inn í hellisskúta. En þar voru 3 full- orðnir birnir inni og einn húnn. Bóndinn vánn þá alla og fekk 15 hundruð krónur í verðlaun, því enn er fje lagt til höfuðs birn- inum. Suður-Frón þykir vera frjósam- ast í Guðbrandsdal. Þar er Iluuds- þorp, þar sem Ólafur helgi ljet rota Þórslíkneskið og Dala-Guð- brandur tók við kristinni trú. Og svo er Hörpufoss í Legin- um, eiginlega brattar flúðir í þröngum giljum, þar sem greni- trje hafa tylt sjer á hverja tó þó tæpar sjeu þær sumsstaðar. En á Norður-Fróni er mikið bratt- lendi í bygðunum, en þó margir bæir fagrir til að sjá. Ymist eru þeir rauðmálaðir og fara vel í hlíðum, við grænan skóg eða hvít- an snjóinn. Einn bæjanna þar heitir að Hágá. Sagan segir að þar hafi eitt sinn búið bóndi er síðar varð heimsfrægur maður og lifir enn góðu lífi í bókmentunum undir nafninu Peer Gynt (Pjetur Gautur). Og nú er dalurinn með full- komnum fjalllendissvip. Þarna er það einhvernsstaðar sem sagt er að vangamynd af Björnstjerne Björnson sjáist í hömrunum, en ekki kom jeg auga á hana úr glugganum. Brautin hækkar jafnt og þjett, dalurinn mjókkar ýmist eða breikkar. Nálægt Rosti er hann eins og stórkostlegt gil, þar sem Lögurinn ólgar í botninum með fossaföllum. Nú eru víða sprengd göng inn í fjallahlíðarnar fyrir brautina og lestin minnir á „urð- arkött“ sem skýst úr einu fylgsni í annað. Og þannig kemst maður inn í Dofrahjerað sem er breið og falleg bygð. Dalbotninn er breiður þakinn furumóum og þar eru margir bæir. Beggja megin dalsins eru himingnæfandi fjöll, enda nálgumst við nú sjálf Dofra- FRAMH. Á NÆSTU SÍÐU. I. í kvöldsins hljóðu veröld svipir sveima. Svartir skuggar loka dagsins augum. Margir lifa milli tveggja heima. Minningarnar rísa úr fornum haugum. Lít um öxl! Þar langt í fjarska blána logagulli roðnir bernsku-tindar. Sjá tímans guð, með blómasveig um brána, að baki sinnar fögru helgimyndar. Lít þjer nær, — ,til æskuára þinna, er orka og gleði fyltu þunga sjóði. Þá heiminn allan auðvelt skyldi að vinna, er eldur lífsins sauð í þínu blóði. En æskan leið — og leikur tjöldum skipti. Ljóma sló um svið — af fölsku prjáli. Hamingjunnar gyðja öxlum ypti, og aldrei framar var á sama máli. II. Dygðina og lífið dýrt skal selja. Hugrekki þarf tii að hafna og velja. Vjer teljum oss löngum trú um þetta: að undan hald sje hið eina rjetta. Glópsku og mannleysi grímuklæðum, hjúpum það alt í helgislæðum. Að sjá vorum holdlegu hægindum borgið, vjer leiðum sálina á sölutorgið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.