Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1938, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1938, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Mikil snjóþyngsli og kuldar eru nú um alla Mið-Evrópu. í Norður-Afríku var t. d. nýlega 4 st. frost. I Suður-Englandi hefir verið snjóþungt mjög, eins og þessi mynd sýnir, sem tekin er þaðan. Nýárssiðir í Búlgaríu (frh) YFIRSÖNGVUM FINGUR- BAUGA af hálfu yngismeyjanna. Þá er og spáð um, hvernig útsæðið muni hepnast. Við þau tæki- færi fara fram merkilegir siðir kring um stólpa þreskiskálans, þar sem heitið er á framtíðina að færa útsæðinu meira korn. Merkilegar eru líka hinar al- mennu hótanir við ávaxtalaus trje, til þess að þau beri ávexti. Að lokum kemur til þess að gefa hugmynd um búlgarska tungu — móður allra slafneskra tungna, — hvernig menn ávarp ast eða óska hverir öðrum heilla um nýárið: „Cestíta nóva godína!“ Þ. e.: Gleðilegt nýár! Þess óska jeg líka öllum Is- lendingum. Ivan H. Krestanoff, Reykjavík. Dr. phiL í kossum. Það kann að þykja ótrúlegt að hægt sje' að fá doktorsnafnbót fyr- ir bók um kossa. En svo er nú það. í enskum bókabúðum geta menn fengið keypta doktorsritgerð eftir Stanley Peterhead um kossa. Mörg um, ekki síst ungum stúlkum kann að leika forvitni á því, hvaða fróð- leik þetta vísindarit hefir að geyma, hvort höfundur t. d. hefir ritað bók sína út frá eigin reynslu, ellegar hann er grúskari, sem graf- ið hefir upp efni sitt úr gömlum skruddum. Bókin ber það með sér, að hann er fyrst og fremst sagnfræðingur. Hann hefir kynt sjer rækilega sögu kossanna, og alla siði þá, sem þeim hefir fylgt hjer á fyrri öldum. Hjer á árunum áður, voru svo miklir og margbrotnir kurteisissið- ir í sambandi við kossa, að hinir siðvöndu Englendingar höfðu blátt áfram kennara í fæginu. Frægasti kossakennari í Englandi á sinni tíð var maður að nafni Whitelock. Um hann er mikið talað í doktors- ritgerðinni. Hann kendi ungum stúlkum hvernig þær ættu að kyssa á klæðafald drotninga og hefðar- kvenna. Kristín Svíadrotning heyrði svo mikið látið af lærdómi Whitelocks og kenslu, að hún kallaði hann til hirðar sinnar. Hún réöi hann sem kennara í kossahæversku og fjekk hann mikil laun fjTÍr. Daglega kendi hann ungum ríkismanna- dætrum hæve'rskulist kossa, og var Kristín drotning í mesta máta á- nægð með framfarir síenskra kvenna í list þessari. Ráðningar á verðlauna- krossgátu Lesbókar verða birtar í næstu Lesbók. Frestur til þess að skila lausnum á verðlaunamynda- gátu Lesbókar, sem birtist í Gamlársblaði Lesbókar, er framlengdur þar til á hádegi fimtudaginn 13. þ. m.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.