Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1938, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1938, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 0 EFTIR BOÐVAR FRA HNIFSDAL. III. Oss verðui’ hugsað, er vonir stranda, um órafjarlægð, til Austurlanda. Ef trúin berst við efann einan, að iðrun vor komi — altof seinan. Þá látum oss muna, að laun sín fundu þeir einnig, sem komu á elleftu stundu. Því altaf er von, svo lengi sem lifir. E n — dauðinn vakir árunum yfir. IV. Margt er oft um miðja nótt á sveimi. Minninganna kirkjugarðar rísa. Andi manns er ekki af þessum heimi. Engir honum þurfa leið að vísa. Einn hann veit, hvað er vert og skylt að muna. Á vogarskál er sjerhvert atvik bundið. Ýmislegt, sem engan skyldi gruna, er þá dæmt og harla ljettvægt fundið. Og aftur margt, sem aðrir hugðu ei lifa, en óðar hverfa, dautt og gleymt úr minni, lætur hann með loga-rúnum skrifa í lífsins miklu bók í eilífðinni. FRAMH. AF FYRRI SÍÐU. fjöllin óðum. Og brátt er komið að stöðinni við Dombás, sem er í 650 metra hæð yfir sjó. Þar greinist járnbrautin og þjóðveg- urinn í tvent, til Romsdals og Dofrafjalla og skrúfar sig upp í hæðirnar. -Og fyrir norðan Dom- bás kveðjum við Guðbrandsdal og erum nú komnir norður í Þrændalög. Og enn hækkar og hækkar. Skógurinn lækkar að sama skapi en bóndabæir eru þarna enu. Þó er nú lengra og lengra milli bæja. — Svo þýtur lestin inn í 800 metra löng undirgöng við Grön- bogen og kemur aftur út og fer nú beint í austur. Hvílíkt útsýni! — En nú erum við líka uppi á fjöllum nálægt Tokstua í 950 metra hæð (Esja er 900 metra há). A þessum slóðum var það sem Eysteinn konungur ljet byggja sæluhús til þæginda fyrir ferðamenn, á meðan Sigurður Jór- salafari, bróðir hans, brytjaði blá- menn fyrir fjandann á Serklandi og hrapaði þeim svo til vítis. Fyrir norðan Hjerkinn kemst brautin í 1025 metra hæð yfir sjó og þar taka vötn að renna til norðurs. Nú er liðið á daginn og tekið að rökkva, en rökkursins nýt jeg einnig gegnum gluggann. Skógurinn eykst á ný og býlun- um fjölgar. En nú sje jeg ekki lengur bæina heldur aðeins ljósin sem leiftra úr gluggunum. Þau þjettast því meir sem norðar dreg- ur og nær Þrándheimi og síðast er eins og alt sje upplýst, það er sjálfur bærinn Niðarós. Dýrlegt var að horfa þangað úr hæðum þetta kvöld. Þangað kom jeg um 10 leytið, en leiðin var líka 553 kílómetrar yfir fjöll og firnindi. í Þrándlieimi dvaldi jeg aðeins tvo daga og skoðaði það sem jeg komst yfir af fornu og nýju, en einkum þó dómkirkjuna sem Jens Thiis telur eina hina fegurstu sem til sje í gotneskum stíl. Og við höfnina varð mjer hugsað til Hall- dórs Snorrasonar og viðskilnaðar hans við Harald konung. f Þrándheimi sá jeg fyrsta snjó- inn á þessum vetri. Að morgni hjelt jeg þaðan, sömu leið og jeg kom. Ragnar Ásgeirsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.