Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1938, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1938, Blaðsíða 2
42 kaupmaður bygði, og „Bryggju- húsið“ fyrir miðju, er Nathan og Olsen breyttu um árið í sína nú- verandi mynd, er þeir fluttu skrif- stofur sínar þangað. Grasflöturinn til hægri á mynd- inni er norðvesturhornið af gamla kirkjugarðiuum, sem var búið að sljetta er þetta gerðist, en Schier- beck landlæknir brevtti síðan í trjágarð og blómlegan re’it, og er nú nefndur í daglegu tali „Bæjar- fógetagarðurinn“. En húsið norð- an við garð þann, er stendur á lóð inni þar sem nú er Aðalstræti 9. er Landsprentsmiðjan gamla er bygð var sem forstjóraíbúð fyrir „Innrjettingar“ Skúla fógeta. Dökka húsið þar norðan við var kallað Hittan. Það hús átti hinn nafntogaði skoski fjárkaupamaður Coghill um skeið, og þar norðan við sjest örla á „Hótel ísland“, er þá var oftast nefnt „Knæpan“ og Jörgensen gestgjafi átti. En Jörgensen kom hingað sem kunn- ugt er, sem þjónn Trampe greifa. en ílengdist hjer eftir að greifinn fór. Sigfús Eymundsen t'ók mynd- ina. Er hún tekin á „vota plötu“ að því er Daníel heitinn Daníelsson sagði þeim er þetta ritar, en Daníel var lengi við ljós- myndasmíði hjá Eymundsen og öllum þeim hlutum þaulkuunugur. Til þess að geta tekið myndir á slíkar plötur, varð að „taka á tíma“, sem kallað er, og alt því að vera hreyfingarlaust, sem myndað var, enda er augsýnilegt, að líkfvlgdin hefir staðnæmst og stendur kvr þegar mvndin er tek- in. Mviidatökumaður hefir sýnilega verið uppi í glugga á efri hæð á húsi því sem stóð sunnanvert við enda Aðalstrætis, og síðar var bústaður Hjálfræðishersins. Mynd in er tekin norður eftir Aðal- stræti, og sjest „Bryggjuhúsið" í baksýn. Lík þeirra hjóna voru flutt þar í land frá póstskipinu „PhÖnix", og frá Bryggjuhúsinu hófst líkfylgdin. Hún var skipu- lögð eftir ákveðnum reglum, og LESBÓK MORGUNBLAÐSINS voru þær reglur gefnar út á prenti og útbýtt til bæjarmanna og að- komumanna svo allir gætu kynt sjer þær og farið eftir þeim. Sam- kvæmt fyrirskipunum þessum, er forstöðunefnd útfararinnar hafði gert, enda ber lýsingum athafn- arinnar saman við þær, var „horn- leikaraflokkur Helga trjesmiðs IIelgasonar“ í fararbroddi. Sjest nokkuð af honum í „forgrunni“ mvndarinnar. Næstir gengu stúd- entar í skriiðgöngunni, og þá skólapiltar, og segir í samtíma frásögninni að flokkar þessir hafi verið hver með sinn fána- Fáni stúdentanna verður ekki greindur á mvndinni. En frekar má gera sjer grein fyrir skólapiltafánan- um, sem er þó ógreinilegur vegna þess hve hann hefir blakt til, en hvasst var af suðvéstri þenna dag. en mvndatakan þannig, eins og fyr segir, að það eitt sjest sem kyrt er. Þar sem mannþyrpingin breikk- ar, svo fyllir út’yfir götuna, hafa kisturnar verið. Þær voru bornar alla leið, og voru burðarmenn alls 64, 32 bændur, 16 skólapiltar og 16 iðnaðarmenn, „og aðstoðaði dannebrogsmaður Geir Zoega nefndina í því að stýra líkburð- inum“, segir í litfararlýsingunni. Þessir 64 líkburðarmenn gengu fyrir framan kisturnar og með- fram þeim, milli þess sem þeir báru. Af síðari liluta líkfylgdarinnar verður minna sjeð á mynd- inni. En þar var öllu niður raðað eftir ákveðnum reglum. Fyrstir gengu, landshöfðingi, er þá var Hilmar Finsen, forseti efri deildar Pjetur biskup Pjetursson, varaforseti neðri deildar Grímur Thomsen, forseti Bókmentafjelags ins Magnús yfirdómari Stephen- sen, þá iitlendir heiðursgestir, fyrirliðar á frakkneskum herskip- um er hjer voru Dupleix og Actif og danska herskipsins Ingolf, Ei- ríkur prófastur Briem og aðstoð- armenn landshöfðingja við útför- ina. I 2. flokki voru ættingjar þeirra hjónanna og prestar. I 3. flokki gengu alþingismenn. í 4. flokki fulltrúar ýmsra stjetta, hjeraða og fjelaga,, kenn- arar, bæjarstjórn lteykjavíkur, fulltrúar sýslna og hreppa, versl- unarmenn úr Revkjavík, Ilafnar- firði,’ Akranesi, Evrarbakka, Iðn- aðarmannafjelag Reykjavíkur undir fána. Og þá gekk í 5. flokki allur almenningur. En myndiu sýnir alveg ljóslega, að „almenningur“ hefir litið svo á, að líkfylgdin væri fyrir full- trúa og útvalda. Því niður við Bryggjuhús stendur fólk, sem ekki hefir gengið með „fylgd- inni“, en komið þangað til þess að vera við athöfn sem þar -var. Þar var sungið kvæði eftir Stein- grím Thorsteinsson, áður en lagt var af stað til kirkjunnar. Yar það kvæðið „Sunnan ber snekkja sorgarfarm að ströndum“. Eins sjer maður á myndinni, að fólk stendur við hús og á gangstjett- um, til þess að horfa á líkfylgd- ina fara framhjá, án þess að slást í förina. Þetta verður skiljanlegra þegar tekið er tillit til þess, að öllu rúmi í kirkjunni hafði verið út- hlutað handa ákveðnum mönnum. Enginn fekk að koma þangað inn nema hann hefði aðgöngumiða. Þeir, sem ekki komust í kirkju hafa því skoðað sig sem áhorf- endur en ekki hirt um að vera með í líkfylgdinni. Pannig var skipið niður í kirkjunni, að engar konur fengu sæti niðri í kirkjunni. Þær sem á annað borð fengu að vera þar, höfðu allar sæti uppi á lofti. Svo segir í útfararlýsingunni: „Beggja dyra kirkjunnar og stig- anna til loftanna gættu hermenn frá Ingólfi. Stóðu þrír þeirra hvorum megin á stigapöllum kirkj unnar og heilsuðu með brugðnum sverðum meðan líkfylgdin gekk inn“. Þykir það einkennilegt til frá- sagnar nú á tímum, að Jón forseti og kona hans skyldi ekki hafa komist í jörðina án aðstoðar danskra sjóliða. Svo segir í útfararlýsingunni: „Marskálkar 10 að tölu fylgd

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.