Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1938, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1938, Blaðsíða 8
4í lksbók mokgunblaðsins Bjarndýr með afkvæmi sitt í dýragarðinum í London. búin, sprengingin er hvítu í hag.) 24. fxg, Dxg5; 25. Hbf2!, Be6; (Svart verður að rjúfa annan hvorn eiðinn. Ef Hf8, þá 26. Rxe6.) 26. Hxf5!!, (Rothöggið. Hvítt gat einnig leikið Rxc6, en hinn gerði leikur er sterkari.) 26.....BxH; (DxB var betra, en hvítt á alt um það unna stöðu. T. cT. DxII; 27. HxD, BxII; 28. Dc4+,. Kh8; 29. Df7, o. s. frv.) 27. I)c4+, Kg7; 28. Df7+, Kh6; 29. HxB, Dxe3+; 30. Kg2, De2+; 31. Kh3, Hg8; (Mátinu verður ekki bjargað.) 32. IIf6+, Kg5; 33. Hg6+, IIxH; 34. DxH mát. Pegar loftárásir Japana voru sem heiftugastar á Nanking, var hópur útlendinga á gistihúsi einu þar í borg, sem leitaði sjer skjóls í kjallaranum. Meðal gest- anna var ensk kona, frú Ferror, og í hvert skifti, sem gestirnir leituðu sjer hælis í kjallaranum, tók hún með sjer dálítið skrín eða kassa. Þó hinir gestirnir væru dauðskelkaðir, gátu þeir ekki að sjer gert að brosa að konunni, því allir hjeldu að hún geymdi skartgripi sína í skríninu. Einn gestanna reyndi að út- skýra fyrir konunni, að henni yrði til lítils gagns skartgripirn- ir, ef hún ljeti lífið í kjallaran- um. Frú Ferror svaraði þessu engu, en opnaði skrínið og kom þá í ljós, að í því voru nokkur hundruð sígarettur, ein flaska af koníaki og ein flaska af whisky! Það er mjög algengt í Frakk- landi, að konur, sem hafa skilið við menn sína, bera eyrnahringi af sjerstakri gerð. Þetta er ekki ný tíska, því siðurinn er frá dögum Marie Antoinette drotning- ar. Smælki. Inflúensufaraldur gevsar ár- lega í næstum öllum löndum heims. Arlega kostar inflúensaix bresku þjóðina 50 miljónir sterl- ingspunda. * Borgarstjórinn í franska smá- bænum Ehuns, sem er rjett hjá París, tók við embætti sínu 1878 og hefir haldið því síðan. Borg- arstjórinn er nú 86 ára gamall. * Fjórar miljónir manna í Eng- landi eru með amerískar tennur. A síðasta ári voru keyptar til Englands 41,797,000 tennur frá Bandaríkjunum. * Sigga litla kemur grátandi inn í eldhús til mömmu sinnar. — Af hverju ertu að gráta, Sigga mín? segir mamma henn- ar. — Hann pabbi sló hamrinum á fingurinn á sjer. — Blessuð vertu, það er ekki til annars en að hlæja að því. — Já, en það var nú einmitt það sem jeg gerði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.