Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1938, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1938, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 45 Pjetur hafði lengi verið með Bretum -og gætti þess mjög í hátt- um hans og skaplyndi. Einu sinni var hann teptur nokkra daga á Álftamýri vegna ísalaga á Arnarfirði. Jeg var þá á Álftamýri, tólf ára gamall. Við ræddum saman og urðum ósam- mála um ómerkilegt atriði, og jeg bauðst til að veðja við hann. „Hefurðu eittlkvað til að tapa í veðmáli ?“ spurði Pjetur. „Já, púltinu mínu“, sagði jeg, en það var rauðmálað, hinn besti gripur og aleiga mín að meðtöldum nokkrum bókum og skriffærum, sem jeg geymdi í því. „Jæja, jeg veðja 10 krónum á móti“, sagði Pjetur, og jeg tapaði. Jeg af- henti honum púltið um leið og hann fór, undir niðri í þeirri von, að hann ógilti veðmálið, en hann tók hiklaust við því og hafði það burt með sjer. En hann gaf öðrum manninum, sem flutti hann vfir f jörðinn, púltið, sagðist ekki þurfa að uota það sjálfur. „Þú mátt ekki gefa stráknum það, en þú getur selt honum það, ef ykk- ur semur“. Og jeg fjekk púltið aftur fyrir lágt verð og ofurlítið af lífsspeki um leið. Pjetur átti son, óskilgetinn. Hann sá lionum fyrir góðu upp- eldi og mintist hans í erfðaskrá sinni. Pjetur hafði gert verstöð í utanverðum Arnarfirði og þrautalendingu fyrir róðrarbáta. Heitir þar Pjetursvör og er mikið og óvenjulegt mannvirki. Sonur hans átti að eignast þessa útgerð- arstöð með húsum, bátum og öllu Pjetur Sæmundsson, tilheyrandi og byrja að reka þetta tvítugur. En ef honum tókst ekki reksturinn sæmilega, þá fjell eignin til annars manns, en son- urinn fjekk farareyrir til Ame- ríku. Og þangað fór hann eftir að hafa rekið stöðina stuttan tíma. Pjetur var ekki hvellisjúkur maður um dagana, en varð las- inn og lá í rúminu nokkra daga fyrir andlát sitt. Gerði hann þá ráðstafanir um útför sína og eign- ir. Fanst ýmsum vinum lians þetta óþarft að sinni, því hann var hinn hressasti og virtist lík- legur til að lifa lengi enn. Kvöld eitt gerði hann þremur vinum sín- um boð, að spila við sig „lomber“ og spilaði hann við þá góða stund, en kvaddi þá síðan og þakkaði samveruna og sagði, að þetta yrði síðasta spilið sitt. Morguninn eft- ir var hann látinn. Þessar stuttu frásagnir lýsa nokkuð skaplyndi Pjeturs. En því get jeg bætt við, að hann stendur altaf fyrir hugskotssjónum mín- um sem ímynd festu og þróttar, og var einhver heilsteyptasti mað- ur, sem jeg hefi haft kynni af. Þetta átti hvorki að vera eftir- mæli eða æfisaga Pjeturs Björus- sonar, heldur aðeins minst Is- lendings, sem einu sinni dvaldi i Ástralíu. En jeg nota nú tækifær- ið til þess að skora á Helga Gr.ð- mundsson sagnfræðing, sem bæði þekkir og dvelur meðal þeirra manna, sem best þektu Pjetur, að safna sögnum um æfintýri hans og skrifa æfisögu hans. Hann var svo einkennilegur maður og merki legur, að ekki má fenna yfir spor hans. Sveinn Árnason. — Áður en við giftumst lofað- ir þií, að við skyldum fá vinnu- stúlku. Andvaka. „Aumasti hjegómi, alt er hjegómi!“- Prjedikarinn. Fölvst bjarmi af vonavjeum, vaka í harmi líður, stormur eyðir stundarhljeum, stökum leiði býður yfir dagsins draumasæ. Enginn varmi af vinarhöndum veitir barmi ylinn. eins og barn, á auðnarströndum, eftir á hjarni skilinn, jeg við gullin græt og hlæ. Innan gætta himnahalla huldar vættir búa, þreyttir mæna, þjáðir kalla, þangað bænum snúa ift-aleið um loftsins haf. Undan svörum andar flýja, — orð á vörum fölnar, — rísa hljóðar hallir skýja, hjartans gróður sölnar, grætur dögg við dyrastaf. Rúms og tíma trygðir svíkja, tapast glíman skapa, brosin flýja, brestir ríkja, borgir skýja hrapa, upp á flúðir fleyin ber. Ástarljóðin lifna og deyja, langar, hljóðar nætur efableikar helstríð heyja hjartans veiku rætur. Hver er næstur sjálfum sjer. Órótt hjarta víða vega velkist svarta nóttu, lækir renna ljóðatrega, —- líður senn að óttu, utan glugga alt er hljótt. Þó að undum öllum blæði, enn um stundu vaka skal við þrár og þetta kvæði, þessa báru staka á hafi þínu, nýársnótt. Aq. María Krupfa, sem er aðeins 29 ára gömul, heldur því frarn, að hún sje yngsta amma í heiminum. Dóttir hennar, Stan- islava, sem er 13 ára gömul, fæddi nýlega son. Þær mæðgurn- ar eru af pólskum ættum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.