Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1938, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1938, Blaðsíða 4
44 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Sopran“-einsönginn „Fjallkonan hefur sitt harmalag“. Mjer líður aldrei úr minni það augnablik, er jeg hóf sönginn uppi við orgelið í Dómkirkjunni, en hver maður, sem í kirkjunni sat sneri sjer við, svo mannsöfnuðurinn, sem jeg áð- ur hafði sje aftan frá, varð ein- tóm hvít andlit. Jeg veit ekki betur, en þetta hafi verið í fyrsta sinni sem opinberlega var sunginn einsöngur á Islandi. Jeg var 23 ára gömul. Jeg kveið svo fyrir, að einn úr. kórnum, Asgeir Blön- dal, sótti lianda mjer hoffmanns- dropa út í apótek til að hafa við hendina ef á þyrfti að halda. En þeirra þurfti ekki með sem betur fór. Þegar við gengum frá kirkjúnni sagði jeg við manninn minn, að þetta gerði jeg aldrei aftur, að syngja einsöng opinberlega. Og það efndi jeg. — Konan mín er aldrei á sama máli og jeg. — Já, mjer hefir ávalt litist gáfulega á konuna yðar! — Já, jeg geta vel skilið þessa bíla, flugvjelar, útvarp og firðsjá, en hvernig hægt er að koma skips- líkani inn í flösku, það er mjer ómögulegt að skilja. íslertditigar t flsíraítu. Prófessor Lodewyckx frá Mel- bourne hjelt nýlega útvarpserindi um Astralíu og ljet þess getið, að enginn Islendingur mundi nú vera búsettur þar í landi. Þetta er ekki rjett, en vel skilj- anlegt, að prófessornum hafi ekki tekist að hafa upp á einum manui íslenskum, sem dvelur þar, og hefir þess utan tekið upp útlent nafn. Æskuvinur minn, Pjetur Sæ- mundsson frá Krossi á Barða- I strönd, hefir verið búsettur í Ástralíu síðan 1904 eða 1905. Hann gerðist farmaður nokkru eftir aldamótin og heyrði jeg ekki frá honum sagt siðan, fyr en löngu seinna, en þá frjetti jeg, að hann hefði sest að í Ástralíu, og árið 1929 frjetti jeg enn, að haiis væri von á Alþingishátíðina 1930, en af því varð þó ekki. Pjetur var drengur hinn besti og líklegt að honum farnaðist vel, hvar sem væri, og svo hefir það líka orðið. Jeg hefi nú spurst fyrir um Pjetur hjá mági hans, Moritz Biering. Hann skrifar systur sinni eða systursvni öðru hvoru og móður sinni að staðaldri, en hún lifir enn á Krossi. Pjetur er nú sextugur. Ilann hefir nærri allan dvalartíma sinn í Ástralíu unnið við „lokomotiv“- verksmiðju í eða í nánd við Sid- ney og verið þar verkstjóri, en nú mun hann vera hættur að vinna þar og fær eftirlaun hjá fyrirtækinu. Hann er löngu gift- ur, á uppkomin börn og húseign í Addington Avenue, Ryde Sid- ney. Hann nefnir sig nú Peder Jensen. Prófessorinn gat þess eiunig, að hann vissi af einum íslendingi sem hefði verið gullnemi í Ást- ralíu á gullleitartímunum eftir 1850. Þessi maður var Holger Clausen, síðar kaupmaður í Stykk- ishólmi. Jeg veit um annan íslenskan gullnema frá þeim tíma, Pjetur Björnsson úr Amarfirði. Hann fór ungur í sigliugar, strauk af skipi í Sidney og gerðist gullleit- armaður. Þetta hefir verið milli 1860 og 70, því af honum frjettist ekkert í tuttugu ár. En um 1885 kom liann hingað þeim aftur. Honum gekk gullnámið vel um skeið og varð ríkur maður, en tapaði öllu eða mestu af fje sínu skyndilega, en ekki veit jeg með hvaða hætti. Fór hann þá í gull- leit að nýju, fyrst í Ástralíu, en síðan um tveggja ára skeið í Kaliforníu, og svo í Ástralíu aft- ur; minnir mig, að hann væri við gullnám í 14 ár, og dveldi síðan tvö ár í Bretlandi áður en hann hjelt heim. Þegar jeg var unglingur þekti jeg Pjetur allvel. en ekki þýddi að spyrja hann um gullæfintýri hans eða annað. Hann var ekki málgefinn maður og sagði fátt af sjálfum sjer. Þetta, sem hjer var sagt, heyrði jeg hjá nánum kunn- ingjum hans, og reyndar margt fleira, sem togaðist út iir honum við tækifæri. Pjetur Björnsson varð hinn merkasti maður eftir heimkomu sína. Hann ljet, ásamt Pjetri Thorsteinsson o. fl., bjrggja skip í Noregi og var skipstjóri á því fyrst, en bráðlega ljet hann byggja annað og var jafnan skip- stjóri á því, meðan hann lifði. Heitir skip þetta „Snyg“, og er nú eign Gunnars Ólafssonar & Co. í Vestmannaeyjum. Hefir það reynst traust, eins og annað, sem Pjetur átti hlut að. Hann var aflasæll og frömuður í útvegsmálum. Hann stofnaði styrktarsjóð handa ekkjum og börnum sjódruknaðra manna í Barðastrandarsýslu, og minnir mig að hanp gæfi 20 þús. krónur til stofnunar hans, sem var mik- ið fje á þeirri tíð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.