Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1938, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1938, Blaðsíða 3
ust með hinum ýmsu flokkuni lík- fylgdarinnar til þess að gæta reglu. Voru þeir teknir úr fl®kki stúdenta og 'kandídata. Þeir voru kjólklæddir og auðkendir með því, að þeir báru sVartan fetil með hvítum hrúnum yfir hægri öxl og undir vinstri handlegg, og áttu þeir góðan þátt í því að sorgargangan fór vel og skipu- lega fram“. A myndinni sjest einn af mar- skálkum þessum greinilega. Einn þeirra var Davíð Scheving læknir, og er líklegt, að það sje einmitt hann, sem á myndinni sjest. Frá heimili Forsetans. Ikirkjunni voru sungin sorgar- ljóð (,,Cantate“)) eftir Matt- hías Jochumsson. Þar vðru tveir einsöngvar sungnir, og söng frú Ásta Hallgrímsson annan. Ritstj. Lesbókar hefir komið að máli við frú Ástu og hefir hún sagt svo frá; fyrst um kynni hennar af Jóni Sigurðssyni og heimili hans í Höfn og síðan af útförinni. Jeg var 7 ára er jeg fyrst kom á heimili forsetans við Ostervold í Höfn. Þá voru foreldrar mínir vetrarlangt í Höfn með okkur öll börnin. Lefolii kaupmaður bauð okkur að vera þar. Tókum við far með gufuskipinu Arcturusi. Það var að inig minnir fvrsta ár- ið sem það skip var hjer í för- um. Það var árið 1864. Mjer er öll sú ferð miunisstæð, farþegarnir og viðkomastaðirnir. Svo var það um veturinn að jeg af tilviljun varð um tíma dagleg- ur gestur á heimili forsetans, og tvö systkini mín. Alls vorum við sex. En þrjú af okkur fengu skarlatssótt. Þá buðu forsetahjón- in foreldrum mínum að við sem frísk værum skyldum vera á dag- inn heima hjá þeim, til þess að við smituðumst ekki. Þetta gekk svona í 3 vikur. við vorum alla daga heima hjá forseta. Jeg man mjög glögt eftir þessu ,,dagheimili“ okkar. Venju- lega er forseti kom heim tók hann okkur á knje sjer, og sagði okkur sögur. Eða hann liafði meðferðis LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Frú Ásta Hallgrímsson. öskjur með smákökum í, sem voru með allskonar dýramyndum. og áttum við að spila um kökurnar, nota þær fyrir spilapeninga. Frá þessum dögum er mjer í fersku minni, hve forseti gekk vel til fara. Hann var í flauels- vesti og flauelsjakka, og vestið jafnan að miklu leyti fráhnept, svo skein í hina skjannahvítu manchettskyrtu. Þegar Forsetinn borðaði tvenna miðdeffisverði. íu árum seinna, árið 1874 kom jeg oft á heimili For- seta, segir frú Ásta Hallgrímsson ennfremur. Þá var jeg um tíma í Höfn hjá Lefolii-fólkinu. Eitt af því sem í mínum aug- um einkendi heimili þeirra hjóna var það, hve íslenskt það var að ýmsu leyti að útliti. Þar voru t. d. teppi og ábreiður úr íslensku efni og af íslenskri gerð. Og svo var maturinn íslenskur, einkum þá dagana sem hin venjulega gestamóttaka var þar. Jón Sigurðsson stendur fyrir mínum hugskotssjónum, sem af- burða-glæsilegur maður. Látbragð alt og fas, rólegt, höfðinglegt. En mesta eftirtekt vöktu hin tinnu- snöru augu. Það var oft eins og hann þyrfti ekki að koma orðum að því sem honum bjó í brjósti, hann gæti sagt það eins vel með augnatillitinu einu. Þjóðhátíðardaginn 2. ágúst 1874 43 var jeg boðin í miðdegisveislu til Forseta. Aðalveisla Islendinga í Höfn þann dag, var, sem kunn- ugt er, á „Skydebanen“. En ein- hvernveginn fór það svo, að alt kvenfólk var útilokað frá þátt- töku í veislu þeirri. Edwald John- sen læknir hafði boðið mjer þang að, áður en sú ákvörðun var tek- in. Má geta nærri að mjer þótti súrt í broti að fá ekki að vera með. Og boðsherra minn lenti í skömmum við forstöðumennina, er rjeðu þessu banni. Jeg fekk þó þessa uppbót sem sagt, að jeg var boðin til For- seta til matar kl. 4 e. h. Höfðu þau hjónin boðið nokkrum íslensk um konum. Karlmenn voru þar engir gestkomandi. Jón Sigurðs- son sat til borðs með okkur og var hinn reifasti. Ekki hjelt hann ræðu, en skál íslands var drukkin. Svo fór hann að borðhaldinu loknu, til þess að vera kominn á Skydebanen er veislan skyldi bvrja þar kl. 6. Hann kvaddi okkur allar með kossi er hann fór. Hann hafði þarin íslenska sið Forsetinn að kveðja með kossi. En frú Ingibjörg sat lieima þenna þjóðhátíðardag með gestum sínum. * Fjallkonan hefur sitt harmalag. ig óraði ekki fyrir því þá, segir frú Ásta Hallgríms- son að lokum, að jeg skyldi verða til þess að syngja yfir þeim hjón- um látnum. En tildrög þess voru þau. Lands höfðingjafrúin, Olufa Finsen, fædd Bojesen, var mjög „músik- ölsk“ kona. Þegar Friðrik kon- ungur VII, dó var Finsen búsett- ur í Sönderborg. Þá samdi frúin útfarar-kantötu eða sorgarlag, fyr ir einsöngva og kór. Þegar farið var að undirbúa útför forsetahjónanna hjer, þá var það ákveðið að nota þetta tón- verk landshöfðingjafrúarinnar, og orti Matthías Jochumsson við það kvæði það er sungið var í Dóm- kirkjunni. En síðan æfði frúin sjálf sönginn. Jeg ljet tilleiðast að syngja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.