Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1938, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1938, Blaðsíða 6
46 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Á Skíðum í Svíþjóð V. eg vakna við trumbuslátt, sem "efur til kynna fótaferð o" máltíðir á 'Nya IIö<rfjállet. Síðan je<; kom hinfrað hefir aldrei sjeð í heiðan himin og stöðugir þoku- bólstrar hafa setið á brúnunum krin<r um Storlien. Við og við hefir snjóað. iNIitt fyrsta verk er að gá til veðurs. og nú er það ekki eins og fyrri daginn. Heiður himinn blasir við á alla vegu og sóliu roðar fjallatindana. Jeg hraða mjer í fötin o<r út. Það er stillilogn og þó hitamælirinn sýni -f-240, á C. finnur maður ekki sjerlega mikre til kuldans. Veður og færi er það besta sem maður getur óskað sjer. Eftir morgunverðinn, ])egar jeg kem út í skfðageymsluna, er þar fult af fólki, sem masar hátt um vegalengdir, færi og skíðaáburð. Raunar þarf ekki að tala um á- burð í dag. I frosti renna skíðin best ósmurð, ef þau eru vel inn- brend. í skíðageymslunni hitti jeg nokkra af námsskeiðsf jelögum mínum. Þeir heilsa glaðlega með því að kalla „Haja ísland“ og við verðum samferða upp í lautina þar sem Rimfors er vanur að taka manntalið á morgnana. Klukkan er 10 og allir hóparnir eru nú að leggja af stað. Sumir hugsa til langferða. Þeir þekkjast á landa- brjefinu sem dinglar á maganum á þeim. Aðrir halda til í æfinga- brekkunum í nágrenninu. Alla daga höfum við æft skíðateknik í æfingabrekkunum hjer heima, svo það er ekki að undra þó því sje tekið með fögnuði þegar Rim- fors stingur upp á að ganga nú á Sk.urdalshöjden. Og af stað. Rim- fors stikar stórum í fararbroddi, við í halarófu á eftir og aftastur er Nissi, aðstoðarkennarinn. Hann á að sjá um að enginn dragist aftur rir. Skíðaslóðin lvkkjas’t gegnum lág vaxinn hrímþakinn skóg í áttina á Bánggarden. Það er snotur Eftir Tryggva Þorsteinsson skiðakennara. skíðaskáli í eigu Skidfrámjantets í ea. 780 m. hæð tæpa 2 km. frá Storlien. Þar má oft sjá þreytta og svanga skíðamenn sem sitja við eldinu og seðja hungur sitt eins og úlfar. Eu við erum hvorki þreytt nje svöng og stönsum ekki í Bánggarden, heldur höldum rak leitt á Skurdalshöjden. Þaðan er fagurt útsýni í allar áttir. En jafnvel hjer uppi sleppir Rimfors okkur ekki við skíðateknikina. Hann leggur hringbraut fyrir flatlendiskrókahlaup og við þrömmum þar góða stund. Það líður að hádegi og við eigum all- langt heim. Rimfors fer geyst nið- ur að skógarröndinni. Þar safnast hópurinn saman á ný. Nú eigum við að fara sem hraðast gegnum skógarbeltið og niður á jafnsljettu. Það eru nokk- ur hundruð metrar, veglevsa og víða snarbratt. Hjer reynir á skjóta hugsun og leikni í sveiflum. Margir kútvelt- ast og misjafnlega fljótir eru menn niður, en að lokum safnast þá allir saman við Storlienlækinn. Þaðan er 5 mínútna gangur heim. Kl. 1—2 er matast og hvílst. Kl. 2 förum við aftur á skíði. I þetta sinn æfum við sveiflur og slalom úti í æfingabrekkunni. Kl. 4 höld- um við heim. Meðan námskeiðið stendur yfir er daglega haldið erindi um eitthvað sem snertir skíðaíþróttina á tím- anum kl. 6—7. í þetta sinn er er- indið um áburð og aðgerðir. Þrjár skíðakvikmyndir voru sýndar á hverju námskeiði. Kl. 7 er miðdagsverður og þar eftir hefst kvöldvakan, sem er kanske besti spegillinn af því fólki sem hjer safnast í hvert sinn. Við sem erum nemendur á námskeiði skíðakennaranna, og gestir sem eru á almenna skíðaskólanum eða æfa upp á egin spýtur, búum á Nya Hiigfjállet. Á Gainla Hög- fjállet, eru hinir kennararnir í meirihluta og setja svip sinn á hótelið, og þar var hagurinn ann- ar. — Eftir máltíðina hjer smá tíndist fólkið upp í samkomusal hótels- ins, sem er stór og rúmgóður. Nú fyrst gátu þeir notið sín, sem kornnir voru upp í Storlien aðeins til að sýna sig og sjá aðra, því þannig fólk er altaf með á svona stað. Það er regla í skíða- hótelunum í Svíþjóð, sem sumum þvkir sjálfsagt leið, að enginn notar veisluklæði, en auðsjeð var að ýmsir reyndu að komast svo nálægt þeim búningi sem komist verður. Radíó-grammófónninn glymur alt kvöldið og meginhluti fólksins situr yfir víni eða gos- drykkjur og þyrlar um sig þykk- um reykjarskýjum úr vindlum og sígarettum milli þess sem það dansar. Á öðru námskeiði sem jeg var á hjer (framhaldsnámskeið í skíða- íþrótt fyrir leikfimiskennara) vor- um við saman 28, öll leikfimis- kennarar. Samtímis voru þá all- margir stúdentar lijer, sem mynd- uðu kjarnann í fjelagslífi' hótels- ins með leikfimiskennurunum. Þann tíma heyrðust á hverju kvöldi stúdentasöngvar og al- þýðulög, sem Svíar eiga svo mikið og stundum voru dansaðir þjóð- dansar. Þannig myndast staðarbragur- inn ætíð af fólkinu sem þar dvel- ur og getur eins og vænta má orðið á marga luud. En þó er altaf víst að skíðaíþróttin setur að iniklu levti sinn góða svip á lífið í Storlien og þar ríkir þrótt- ur og fjör, sem fær útrás á mis- munandi hátt eftir gerð fólksins. En hvað sem öðru líður er mikið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.