Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1938, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1938, Blaðsíða 7
Lesbók morgunblaðsins satt í því sem Sandler utanríkis- málaráðherra Svía sagði í gamni í ræðu sem hann hjelt á loka- kvöldi eins námskeiðsins, að ef allir hermála-, fjármála- og utan- ríkismálaráðherrar allra þjóða væru saman á skíðum í Storlien ámóta tíma og setið er á friðar- ráðstefnum árlega, þá yrði áreið- enlega aldrei framar stríð. VI. Frá jólum til 15. apríl starfar skíðaskóli í Storlien. Kenn- arar eru Á. Ditzinger og E- L. Almkvist, háðir nýkomnir frá skíðaskóla Hans Schneider í Aust- urríki, sem er höfundur skíða- íþróttarinnar eins og hún er nú. I raun og veru er þessi skóli enginn skóli í venjulegum skiln- ingi, heldur aðeins óregluleg nám- skeið fvrir þá gesti sem þess óska og hjer dvelja um lengri eða skemri tíma. Vanalegasti dvalar- tími fólks hjer er 5—10 dagar. Margir eru skemur en fáir lengur. I sambandi við kenslu þessa skíðaskóla eru engin erindi eða kvikmyndasýningar, heldur er aðeins æfðar sveiflur og ganga. Kenslan fer fram tvo tíma fyrir hádegi og tvo tíma eftir hádegi og kostar 2 kr. fyrir hálfan dag, 3 kr. heilan dag, 8 kr. þrjá daga og 15 kr. sex daga. Um fasta nem- endur yfir lengri tíma er ekki að ræða. Til æfinganna vorum við flokkuð í þrjá flokka eftir getu. Kenslan var góð, en á engan hátt miðuð við það að nemendurnir ættu seinna að kenna öðrum. Svipuð starfsemi í smærri stíl er rekin við öll skíðahótel í Sví- þjóð og við flesta stærri skíða- skálana er sama fyrirkomulag. VII. Lestin er að leggja af stað frá Storlien. Jeg sit við vagn- gluggann og horfi út. Glaðlegur hópur stendur á brautarpöllunum og veifar til einhverra kunningja sem eru að fara. Það er annars fátt fólk í Storlien núna, eins og ævinlega á tímanum frá 15. jan. til 15. mars. Frostið er 4 stig á Celsius og það snjóar jafnt og þjett. Nýi snjórinn legst hægt og hátignarlega yfir gömul skíðaför og skíðaslóðir, sem liggja hjer um allar brekkur og brúnir. Á morg- un verður snjóbreiðan hvít og sljett og engin merki sjáanleg eftir fólkið sem ærslaðist og Ijek sjer þar í dag. Það minnir mann á spor barnanna í fjörusandinum, sem aldan þvær út. Lestin brunar af stað og eftir fáar mínútur er Stolien horfin inn í myrkrið bak við hæðadrögin. Þangað kem jeg sennilega ekki aftur. á næstunni. Jeg er á heim- leið, En jeg er að hugsa um að gott væri ef einhverjum tækist að flytja með sjer heim eitthvað af því besta sem jeg sá 'Og heyrði í sambandi við skíðaíþróttina í Storlien. Ekki með það fyrir aug- um að við eignumst atvinnumenn í skíðaíþróttinni eins og algengt er í öllum íþróttum í flestum löndum, heldur til þess að almenn- ingur læri að nota skíðin og þekkja veturinn, svo að með skíðaferðunum aukist starfsþrek til skyldustarfanna 0 g ánægja Og lífsgleði, sem svo marg- ir hafa árangurslaust leitað að á ltaffihúsunum. Mjer kemur í hug síðasta ræða læknisins í Storlien, sem hann helt um klæðn- að og útbúnað í vetrarferðalög. Þar fórust honum orð eitthvað á þessa leið: Gegnum miklar inniverur og kyrsetur, fyrst í skólum, síðan í skrifstofum og verksmiðjum, og í gegnum svall frístundanna, hafa orðið til þessir „nervösu“ vjela- aldarmenn sem lifa á mixtúrum, kvarta um meltingarkvilla og svefnleysi og hafa ógeð á öllum sköpuðum hlutum, tímunum sam- an. Það eru menn sem 25—30 ára gamlir hafa gert skrokkinn á sjer óhæfan bústað fyrir nokkra al- mennilega sál, þeim fækkaði að mun ef þeir kæmu aftur upp í fjöllin, út í kuldann og snjórinn. Hyggileg iðkun íþrótta og úti- vist, ekki bara í hita og sól sum- arsins, heldur engu, síður í kulda og snjó vetrarins, er betri trygg- ing fyrir heilsu og löngu lífi en allir læknar og sjúkrahús. Skíða- íþróttin veitir alhliða þjálfun og er fyrir fólk á öllum aldri. Jafn fögur og hraustleg íþrótt sem 47 skíðahlaupið er vandfundin; og það er trú mín að hún geti átt stóran þátt í að ala upp hraustan og heilbrigðan æskulýð. Tryggvi Þorsteinsson. Skákmót íslendinp. Reykjavík 4. febrúar 1038. Drotningarbr agð. Hvítt: Einar Þorvaldsson. Svart: Eggert Gilfer. 1. d4, d5; 2. c4, e6; 3. Rc3, c6; (Betra er Rf6) 4. Rf3, (Best. Svart getur að vísu drepið á c4 og haldið peðinu, en fær ekki góða stöðu.) 4....... f5; (Þetta afbrigði af drotningarbragði, sem nefpt ' er „Stonewall“, hefir aldrei verið teflt á stór- meistaraþingum á tímabilinu 1916 —’29 og bendir það ótvírætt til þess, að það njóti ekki mikils á- lits. Hvítt á tvo menn úti á borð inu en svart engan.) 5. cxd, exd; (í skákinni Konráð Árnason — Jón Guðmundsson Haustmót Tafl- fjelags Reykjavíkur 1934 ljek Jón þannig og fekk elrki góða stöðu.) 6. Bf4!, Bd6; 7. Be5, (Betra var e3 og drotningarbiskup svarts er 'mjög illa settur.) 7....... Rf6.; 8. e3, 0—0; 9. Bd3, Re4; 10. 0—0, De7; 11. BxB, DxB; 12. Re5, Rd7 ; 13. f4, Rdf6; 14. Dc2, Be6; (Bisk- upinn er lokaður inni af sínum eigin peðum.) 15. Habl, (Undir- býr sókn drotningarmegin.) 15. .... H fc8; (Svart getur ekki leikið c5 Vegna Rb5 og c-peðið fellur. Gilfer hefir þverbrotið regluna. — Þegar þú átt biskup, komdu þá peðunum á reiti ósam- lita þessum biskup — og getur ekki bætt fyrir það. Hac8 var betra.) 16. b4, Rxc3; (Ekki gott. Hvítt fær sterkan riddara á móti ljelegum biskup.) 17. Dxc3, Re4; 18. Bxe4!, dxe; (Ef fxe; þá get- ur svart ekki hindrað g4 og f5 fyr eða síðar og biskupinn verð- ur enn ver settur en áður.) 19. a4, Bd5; (Biskupinn er nú nán- ast orðinn eins og hlekkur í peða- keðju.) 20. Dc5, I)d8; ((Drotn- ingakaupin eru svörtu í óhag.) 21. Hb2, b6; 22. Dc3, h5; (Veik- ir stöðuna.) 23. g3, g5; (Sóknin er engan veginn nógu vel undir-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.