Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1938, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1938, Blaðsíða 1
 6. tölublað. Sunnudaginn 13. febrúar 1938. XIII. árgangui. í*A/ol<UrprM»Uml8ja Frá útför Jóns Sigurðssonar í Reykjavíkur-myndum þeim, sem ísafoldarprentsmiðja gaf út í haust, er mynd frá útför Jóns Sigurðssonar og konu hans, Ingibjargar Einarsdóttur, þ. 5. maí 1880, og birtist hún hjer. Er þetta ein af fáum at- burðamyndum frá þeim tímum, og með fyrstu ljósmyndum, sem tekin var hjer af merkum at- burði. Myndirnar frá heimsókn Kristjáns IX. hjer 6 árum áð- ur voru flestar teiknaðar. Ljósmynd er þó til frá Þing- vallahátíðinni 1874, er birtist í Jóla-Lesbókinni síðustu. Að því er blaðinu er kunnugt hefir þessi mynd ekki verið gefin út fyrri en í Reykjavík- urmyndunum í vetur. Aður en vikið er að atburði þeim, sem myndin sýnir, er rjett að vekja athygli með fám orðnm á umhverfinu, eins og það þá var í Aðalstræti og myndin sýnir. Húsið sem sjest lengst til vinstri á myndinni var í þá daga, þegar. þetta gerðist, eign Ólafs Ólafs- sonar söðlasmiðs, en síðar keypti Sturla Jónsson þetta hús og var það lengi nefnt „Sturlubúð“, var rifið fyrir nokkrum árum, og eigi leyft að byggja á lóðinni, vegna væntanlegra breytinga á gatna- skipun þarna. Næsta hús vestan við götuna er gamla Biskupsstof- an, sem nú er eign verslunar „Silla og Valda“. Næsta. hús norð- an við er svokallað Hákonsenshús, sem Einar „hattari“ átti á sínum tíma, þar sem Jónas Hallgríms- son bjó, er hann átti heima hjer í Reykjavík, og þar sem Sigurður Breiðfjörð dó síðar. En Valgarður Breiðfjörð stækkaði húsið í núverandi mynd þess og er það með hans ummerkjum. Háa húsið nyrst í götunni er núver- andi Ingólfs Apótek, er Tærgesen

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.