Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1938, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1938, Blaðsíða 3
LEvSBÓK MORGUNBLAÐSINS 219 Hilmar Finsen, landshöfðingi. Anna Finsen. Klöcker. írarðinum norðan við „blettinn“, sem enn er utan um húsið. Sunii anundir Jieim jrarði var ribsrunni. Ribsberin máttum við ekki snerta nema að tína þau og skila þeim inn til móður okkar. f>arna var líka stór reynivíður, sá stærsti 1 öllum bænum. Mi« furðar á því, hve mikil trje eru hjer nú, saman borið við það, sem áður var. Við krakkarnir gátum setið til skiftis uppi í þessu trje. Það þótti yfir- tak merkilegt. Meðan verið var að heyja tún- ið, tókum við stundum þátt í rakstri og heyþurki, og eins þeg- ar verið var að binda og bera heyið heim. Var því ekki ekið af túninu? Ekið! Nei, jeg held nú síður. Jeg var orðin stálpuð, er jeg sr vagn í fyrsta skifti á æfi minni. Það var ógleymanlegur viðburður. Þó man jeg ekki hvaða ár það var. Það var lítil ljettikerra til mannflutninga. I henni var liægt að komast rjett út fyrir bæinn En heyið af Arnarhólstúninu var flutt á klökkum eða borið á bak- inu. Einstaka sinnum fengum við að fara í berjamó er fram á sumar- ið kom. Faðir minn átti 4 hesta. Við sem yngst vorum riðum þeim elsta og stiltasta. Það var jarpur klár. Við elskuðum hann öll. Þeg ar hann var skotinn voru bræður roínir sigldir til háskólans í Höfn. Jeg fljettaði smáfljettinga úr taglhárum hans og sendi þeim. Heimilið. Hafið þjer komið í gamla heim- ilið vðar, sem nú er Stjórnarráð og gengið þar um herbergin ? Nei, ekki enn. En jeg ætla að fá leyfi til þess áður en jeg fer. .Jeg hlakka mikið til þess. Jeg man alla herbergjaskipun vita skuld eins og jeg hefði verið þar í gær. Einkaskrifstofa föður míns var til hægri handar ]»egar komið er inn í forstofuna. Meðan við börn- in vorum ung komum, við altaf inn til hans þangað á hverjum sunnudagsmorgcni. Þá gaf hann hverju okkar sinn brjóstsykur- molann hvoru. Það var tilhlökk- unarefni. Þetta var piparmyntu- brjóstsykur, sem hann geymdi þar í glerkrukku. Voru ekki mannmargar veislur hjá vkkur? Jú, víst var svo. T. d. þing- veislurnar þingsumurin. Þær voru þrjár. En það voru langflestir í einni þeirra. Ekki man jeg hvern ig því vjek við. Það var mikið umstang utanum þessar veislur. Þá var matast í „salnum“, sem kallaður var. Fvrst eftir að faðir minn kom ætlaði hann að tak marka drykkinn við eitt toddý- glas á eftir matnum. En það mælt- ist illa fyrir. Og þá hjeldu veislu- gestirnir áfram út i bæ. Svo hann hvarf frá því. En það vakti fyrir foreldrum mínum að fá veislusið um brevtt lijer, eftir þeirra smekk'. Þau voru bæði mjög spar- neytin í mat og drykk, og vildu að svo væru sem flestir. Listelsk húsmóðir. Var móðir vkkar ekki mjög „músikölsk“ ? Hún var það, og hvin vildi mik- ið vinna til þess, að verða að liði hjer á því sviði. Hún fjekk því til leiðar komið, að Jónas smiður fór utan. Hún sendi hann til Niels W. Gade tónskálds. Kona Gadp og hún voru æskuvinkonur. Hún æfði hjer söngflokk og fylgdi öllu hljómlistarlífi með miklum áhuga. Hún var listhneigð kona að eðlis- fari. Hin miklu og oft vandasömu heimilisstörf urðu henni ennþá örðngari fyrir vikið. Skemtiferð. Fóruð þjer aldrei neinar lang- forðir meðan þjer vornð hjer heima? Jú, eitt sinn með bræðruin mín um tveim, Ólafi og Arna. og fje- laga þeirra og vini Pjetri Maack. Þá var jeg 13 ára. Við fór- um um Þingvöll til Geysis. Það þótti merkilegt, að foreldrar mínir skvldu leyfa m.jer að fara PVamhald á bls. 223.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.