Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1938, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1938, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Milli tveggja höfuðborga Ferðariss úr vasahókinni að er ekki svo auðvelt að fara snemma í rúmið síðasta kvöld ið sitt í Kaupmannahöfn, eftir að eins sjö dagra dvöl í borginni. Aðfaranótt þess 27. maí kl. 5.25 skvldi je«r lejrgrja af stað áleiðis til Stokkhólms. Jepr reis árla úr rekkj.n þá nótt o» mjer fanst jeg ekki hafa sofið nema nokkrar mínútur. enda voru þær víst telj- andi. Borgin var auðvitað sofandi og sporvagnar hversri sjáanlegir. Ein- stöku sálir sáust þó ranglandi um grá o°r annars auð strætin, menn sem jeg triiði frekar að hygðu að leggja sig en að þeir væru að koma á fætur. Jeg bjó úti á Amager hjá kunn- ingja mínum, sein nú fvlgdi mjer til lestar, og við bárum mín jarð- nesku auðæfi í tveim ferðatösk um. Sólin var komin upp og fugl- arnir höfðu hafið sinn morgun- tísting á hinum grænu greinum Ilafnartrjánna. Hæfilega snemma komum við á brautarstöðina, svo tókumst við í hendur og jeg rann með lestinni niður að höfn. Þar sagði jeg bless við Kaupmannahöfn og hjelt út á ferjuskipið, sem skjddi flytja mig yfir að Malmö. Farþegarnir eru. nálægt þrem fugum. Við skiftum okkur niður á farrýmin 1 — 2 — 3, eins og farseðlar okkar liljóða og vera ber. Svo halla jeg mjer að borðstokkn um og horfi til borgarinnar, sem við fjarlægjumst nú hægt og ró lega. Það er fátt um skip á sund- inu og sólinni hefir víst ekki þótt ástæða til að skína á okkur og hætti því. Bekkirnir eru hæfilega langir til þess að liggja í þeim, þannig að höfuð og fætur hvíli á brík- unum. Það er ekkert þægileg livíla, en menn reyna hana samt. — En það er enginn friður, nú er komin þoka og skipið flautar hranalega, er það hefir skriðið rúmlega lengd sína. Þá fer mað- ur aftur á rjátl, en útsýnin er Eftir Jón úr Vör Höfundur eftirfarandi greinar, hið unga ljóð- skáld Jón úr Vör, fór í vor til Svíþjóðar. — Hann ætlar að dvelja )tar í landi ein tvö ár, til að kynnast Svíum, sænskum bókmentum og; menningfu. í sumar vinn- ur hann fyrir sjer á bóndabæ við almenn sveitastörf. En hafi hann hentugleika á, vill hann geta stundað nám á einhverjum skóla í vetur. Jón er kunnastur fyrir ljóðakver sitt, er út kom í vetur og varð svo vinsælt, að upplagið seldist brátt, svo bókin var gefin út að nýju. aðeius hinu tilbrevtingarlitli grámi þokunnar. Þannig mjökumst við áfram skáhalt yfir sundið og er við komum til Malmö, höfum við rjett tíma til að láta tollverðina gramsa í dótinu okkar og komast í lestina. — Svo er enn lagt af stað. Kl. er 7.3ó. ★ almö kvað vera falleg borg, með álíka marga íbúa og byggjendur íslands, það er þriðja stærsta borg Svíþjóðar. En jeg fæ lítið af henni að sjá og eftir fáeinar mínútur erum við komnir að Lundi, hinum kunna háskóla bæ. Og það er ekki stansað nema 2—3 mínútur á hverjum stað og ekki beðið, frekar en í Vestur heimi, á meðan ferðamaðurinn er að binda fvrir pokann sinn, ef burtfararsekúndan er komin. Og nú er komið sólskin, glað- asta sólskin. Sænski himininn er heiður og blár, hnoðralaus, — og í sólskini er veröldin altaf fög- ur. Og þorpadrengjum, eins og mjer, gem fara að heiman með hugarfari Eiríks frá Brúnum, eru það nýjar veraldir að renna nokkra klukkutíma gegnum enda- laus akurlendi, skóga, bj'gðir og borgir, vitandi það. að hið mikla og margbreytilega sem manni tekst að festa auga á meðan lest- in rennur framhjá tneð yfir 100 kílómetra hraða á klukkustund, er aðeins örlítið af öllu því, sem ltið stóra land Svíþjóð hefir að sýna og b.jóða, og enn minna á heimsmælikvarða. Og maður blygð ast sín fyrir að hafa nokkurn- tíma horft undrandi á risavaxna liestfætur í Leith, haldandi sig þá hafa sjeð eitt af furðuverkum heims. Flest akurlendin eru löngu sáð og hálfsprottin. Það eru bvgg- akrar og allskonar akrar. Kart- öfluakrar, sykurrófuakrar o. s. frv. Kartöflurnar fara að mestu til áfengisbruggunar og sykur- rófurnar til sykurvinslu niður í iðnaðarborgunum. Það sjest ekki vfir langt svæði í einu, sjóndeildarhringurinn markast af samanhangandi skógi, að því er virðist, á alla vegu. En hann er í rauninni gisinn. Það ?ru aðeins skógkragar umhverfis bæjarhúsin, og frá þeitn inn í miðja sljettuna liggja svo akr- arnir í regluleguin teigum, skorn- ir í sundur af vegum og járn- brautinni. i Stundum förum við vfir mitt akurlendið, stundum heima við bæina, brautin liggur stystu og hægustu leið, fyrir teinlum henn- ar hefir alt orðið að víkja, skóg- ar, akrar, björg. ★ jett við brautina plægir bóndi akur sinn, fyrir eikinu ganga tveir stórvaxnir, taglklipt- ir hestar. Bóndinn lítur snöggv- ast upp — þetta er ungur maður með viku skegg. Svo ber hann handlegginn upp að enninu og þurkar burt svitann með skyrtu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.