Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1938, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
22:!
Bernskuminningar
Framhald af bls. 219.
í svo langa skemtiferð. Vi'ð feng-
um rigningu og súld alla leiðina.
Við höfðum með okkrr trússa-
hest, tjald og nesti. Þegar jeg kom
að Geysi á dögunum, þá þekti
.jeg strax hvar var tjaldstaðurinn
okkar. Við fengurn Strokk til þess
að gjósa, með því að setja ofan í
hann torf. Ólafur bróðir minn setti
vetlingana sína í hann líka, til
þess að vita hvort þeir kæmu ekki
upp aftur. Og Strokkur skilaði
})eim, en í mjög breyttu ástandi,
því um leið og hann var að þæfa
torfið upp og ofan í gospípunni,
þæfði hann vetlingana saman, svo
þeir urðu næsta fyrirferðarlitlir.
Ólafur ge,ymdi vetlingana eins og
Strokkur skilaði þeim.
Kvöldstjarnan.
En hvað munið þjer helst, sein
þið höfðuð ykkur til dægrastytt-
ingar á vetrum, þjer og stallsyst-
nr yðar?
Eitt var það, að við höfðum
með okkur fjelagsskap, sem gaf
út blað með greinum og ljóðmæl-
um eftir okkur. Þeir sem vildu
skrifa í blaðið þurftu ekki að af-
henda handritin til „ritstjóransV
Við földum vindlakassa í grjót-
garðinum norðan við Landshöfð-
ingjahúsið. Handritum var svo
laumað í kassann, en hann sóttur
á fundi okkar og tæmdur þar.
Blaðið hjet „Kvöldstjarnan". Jeg
átt.i það lengi — alt þangað til
heimili mitt í Arendal brann. Þar
brunnu allir innanstokksmunir
og allir mínir minjagripið. En við
getum verið viss um, að heims-
bókmentirnar töpuðu engu, þó
,.Kvöldstjarnan“ okkar brynni.
Hvernig voru dansleikirnir hjer
í Reykjavík á yðar ungu dögum!
Þá þekti jeg ekki nema af af-
spurn. Jeg var 17 ára, er jeg í
fyrsta sinni fjekk að stíga fæti
mínum á dansgólf.
Hafið þjer lesið bók dr. Jóns
Helgasonar biskups um langafa
yðar, Hannes biskup?
Nei. En jeg hlakka til að kymn-
ast þeirri bók. Því miður er jeg
Af 19 mönnum, sem tóku stúdentspróf sumarið 1886, fyrir 50
árum, er þessir 5 á lífi. Hjeldu þeir afmælið hátíðlegt og ljetu
taka mynd þessa. Mennirnir eru þessir: Bjarni Hjaltested, fyrv
prestur, Jón Jónsson fyrv. hjeraðslæknir á Blönduósi, Björgvin
Vigfússon, fyrv. sýslumaður að Efra-Hvoli, Ólafur Finsen, fyrv.
hjeraðslæknir á Akranesi og Steingrímur Jónsson, fyrv. sýslu
maður og bæjarfógeti á Akutreyri.
hrædd um að jeg eigi erfitt með
að skilja hana.
Hvernig getur það verið, úr því
þjer talið svona vel íslerisku?
Það sem jeg kann í íslensku,
kann jeg af því að hafa heyrt mál-
ið talað. Og framburðurinn er
mjer eðlilegur, af því jeg lærði
sem barn að bera fram r og þ
eins og á að gera í íslensku. Það er
máske af því, að jeg hefi erft eitt-
hvað af söngnæmi móður minnar
— og svo af því, að jeg hefi alt-
af verið hreykin af því að vera aí
góðri íslenskri ætt.
V. St.
Rakari einn í New Orleans í
Bandaríkjunum ætlaði nýlega að
græða peninga með óvenjulegum
svikum. Kona hans hafði eignast
þríbura og um sama leyti hafði
mágkona hans eignast tvíbura.
Rakarinn ljet nú það út ganga til
blaðanna, að kona sín hefði eign-
ast fimmbura. En svikin komust
upp.
Læknirinn: Það var gott aö
þjer sóttuð mig.
Sjúklingurinn: Ójá, þjer verð
ið að lifa eins og aðrir, herra
læknir.
Læknirinn: Eruð þjer búinn að
sækja meðulin, sem jeg ráðlagðt
yður ?
Sjúklingurinn: Já, lyfsalinn
verður líka að lifa.
Læknirinn: Og hafið þjer tek
ið inn meðulin?
Sjúklingurinn: Nei, læknir, jeg
vil líka lifa.