Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1938, Blaðsíða 6
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO OOOO O C> C*00v-00 OOOOOOOOOOOOOOOOOOO"
225
LESBÓK MOEQUNBLAÐSTNS
ooooooooooooooo Páll V. G. Kolk a: ooooooooooooooo
St úd entsafm æli
Páll V. G. Kolka var meðal 25 ára stúdenta í ár.
Orti hann eftirfarandi kvæði til fjelaga sinna.
Biæð r og vinir! Ileilir aftur heim,
því heim má se<íja um skólann okkar forna.
Vió skulum staldra við opr okkur orna
við arinplóð þess liðna o» stefjahreim.
Það bregður fyrir ilmi af unpri þrá,
er oysa og kurl á pólfið bjarma slá, —
það svífa ótal margar myndir hjá,
er minna á liðin störf og drauma horfna.
Er morgunsólin skein á skólans grund
og ský á avsturhinmi roðuð glóðu, —
en vesturátt var sveipuð mistri og móðu, —
þá uœttumst við til leika á gleðistund.
A bikar lífsins glóði gullin veig,
er glaðir sveinar kneyfðu í löngum teig,
en vcnir hnýttu að ungum ennum sveig.
og undraverðar skýjaborgir hlóðu.
Við mættum loksins þar í síðsta sinn,
er syni og dætur kvaddi skólans gyðja. —
er verðlaun hlaut hin áralanga iðja
og óskastundin skein á brá og kinn.
Við munum allir enn þann bjarta dag,
því alt var þá með nýjum tignarbrag,
en þó var fastar bundið bræðralag, —
það band, er lögmál sögu og ættar styðja.
Svo skildu leiðir. Skift í sæti var
af skapanornum. Xýir dagar runnu.
En úti um löndin eldar haturs br.unnu
cg úfnar skeflur risu á tímans mar.
Og nú er aldarfjórðungs lokið leið, —
á liðnum tíma marga í undir sveið, —
en nú í dag er festing himins heið
cg lilýtt er alt og bjart af geislum sunnu.
Því mirtninganna geislaflóði er gylt
hver grimd og tindur, döggin hlær og grætur.
sú dögg, sem okkur alla minnast lætur,
að ekki er sæti hvert á bekknunr fylt.
í glaða hópinn höggvin voru skiirð,
er heimti sína eign vor íuóðir, — jörð.
Um rninning þeirra horfrtu höldum vörð,
í hugans djúpi á hún fastar rætur.
Hin gullna veig, hún freyðir ei sem fyr, —
hinn fyrsti roði er strokinn burt af vanga, —
með sömu nautn, mun aldrei framar anga
af ungum rósum hvikull lífsins byr.
En hvað um það. Við höfum æsku átt
og enn á vinafundi er geðið kátt,
við erum því við lífsins lög í sátt
og lítum fram, er hefst hin næsta ganga.
Vor kynslóð, bræður, tengir aldir tvær,
við teygjum rót í jarðveg horfins tíma.
Hans hættir, lög og siðir brunnu í bríma
þess báls, er æddi um löndin nær og fjær.
En nýi tíminn rís af rústum þeim,
þótt ráð vors kyns sje mjög í þoku og eim.
Úr fornum haug skal grafa gull og seim, —
hið gamla og nýja í framtíð saman ríma.
Við eigum fulinað aldarfjórðungs skeið,
tr önnur kynslóð lyftir fornu merki.
Við óskum henni allra heilla í verki.
Já, ykkur fylgi trygglynd gæfa á leið,
sem skrifist út úr skólanum í dag, —
sem skipið ykkur fast um þjóðar hag, —
sem hefjið glaðir lífsins forna lag.
lljer lifi stúdentsandinn gamli sterki!
Oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooc-oooooooooooooooo
I hraðlestinni París—Diedenhof-
en fanst nýlega myrtur maður, og
við nánari athugun kom í ljós
að þetta var maður að nafni Pi-
erre Hilarion, sem lengi hafði ver
ið grunaður um að smygla vopnum
til Spánar í stórum tíl. Á mann-
inum fundust skjöl, sem talið var
að stolin hefðu verið frá enskum
skipstjóra, sein flutt hefir vopn
til Spánar. Því er haldið fram að
rússneska leynilögreglan G. P. U.
eigi sök á þessu inannsmorði.
★
— Hún er Ijómandi lagleg, en
þú hefðir átt að sjá hana fyrir
16—-17 árum, þegar hún var 10
árum yngri.
— Hvernig er heilsan, Sigurð-
ur minn?
— Blessaður minstu ekki á það.
Jeg er einmitt að koma frá lækn
inum, vegna þess að jeg er orð
inn svo minnislaus.
— Hm ! Hm! Á meðan jeg man,
geturðu ekki lánað mjer tíkall,
Sigurður?
,0000000000000000