Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1938, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1938, Blaðsíða 5
LESBOK morgunblaðsins 221 erminni, heldur síðan áfram vinn unni. Jörðin er grá af þurki, upp- skornu fliparnir leggja sig hver við annars hlið, fastir í sjer eins og svörður. Nú er mykjan, sem borin var á, komin undir. Hjer skal sá til hveitis í haust. Allsstaðar gefur að líta fólk — vinnandi fólk. Unglingarnir, sem reyta illgresið úr grœnmetisökr- unum, veifa okkur. Vöðvamiklir strákar sveifla heyföngum með kvíslum upp í þurkunarhlaðana. Þeir eru berir fyrir ofan mitti. Vjelarnar skrölta. hestarnir fá sínar gagnyrtu fyrirskipanir. Ann ars virðist ekki alment vera kom- inn sláttur. Það er aðeins á ein- um stað, sem fóik sjest í heyönn- um. Bæirnir eru flestir úr timbri, reisulegir, rauðmálaðir með hvít- uin hornlistum og gluggauingjörð- um. Utihúsin ern mörg bjálka- bvgð og með sama lit. Víða eru snotrir blóma- og tr.já- garðar umhverfis húsin og stund um er framhlið hússins þakin vafningsviði, undir gluggakistun- um hanga kassar með skrautjurt um. I húsagarðinum eru borð, bekkir, stólar og sólhlífar. — Alt er þrifalegt og fallegt. Skamt frá hverjum búgarði eru kúahagarnir, jeg taldi á einum stað 38 kýr. Á stærri búum kvað vera yfir hundrað mjólkurgripir. — Svo eru kálfahóparnir. Sauð kindur sjást ekki, enda lítið um sauðfjárrækt í Svíþjóð. Brautiu liggur nokkru sunnar en um mitt skánska sljettlendið og bevgir því meir að Eystrasalts ströndinni sem nær dregur Stokk hólmi. Við stoppum að meðaltali einu sinni á klukkustund, í borgununi: Hasleholm, Alvesta, Nassjö, Mjöl- by, Norrköbing, Södertalje. — Þetta eru borgir ineð nokkrar tug- þúsundir íbúa, en við höfum lítil kynni af þeim, missum aðeins nokkra farþega og töskur þeirra, en það koma nýir menn og nýjar töskur í þeirra stað. Sumir fara, aðrir koma, eins og það gengur til í lífinu, allsstaðar. ★ Við borðið andspænis mjer situr skeggjað gamalmenni, kven- kyns og les úrklipta neðanmáls- sögu. Skamt frá sitja ung hjón með litla, hrokkinhærða telpu. Það eru þýskumælandi Júðar. Virðast fljótt á litið vera skikkanlegheita fólk, en það er auðvitað ekki að marka. Jeg gæti trúað, að þetta væru útflytjendur frá Stór-Þýska landi. Lítil rómantik í þeirra lífi, þó þau væru af guðs útvöldu þjóð og ættu svona fallega dóttur. Þá er hjer ein feit frú í sorgar- búningi, alt henni tilheyrandi er svart, nema eyrnaglingrið — vasaklúturinn er kolsvartur. Aðrir farþegar draga ekki sjerstaklega til sín athygli mína. Við rennum og rennum, hverf- um snöggAmst inn í skóg og síðan opnast nýjar sljettur. ný víðerni. — Þarna situr kona á bekk und ir húshliðinni og les í bók, hún hefir gleraugu og er fjarsýn. Lík- lega er hún orðin of gömul og slit- in til að gera meira gagn í þess- um heimi og er nú að búa sig undir annað líf. Nú förum við í gegnum grjót- urð, þar sem braotinni hefir ver- ið sprengdur vegur niður í berg- ið á löngu svæði. Á aðra hönd er hamarinn ber og gróðurlaus, nema einstöku smáhríslur, sem teygja sig út úr sprungunum, en á hina blasa við endalausir trjátoppar, sem hefjast og hníga í óregluleg- um bylgjum og lækka því nær sem dregur sljettununi. En bíðum við, þarna kemur ör- lítill grænn hvammur eins og stallur í fuglabjargi, setinn af tveim ungviðum í hinum ástúð legustu stellingum, liggjandi í hálfvöxnu grasinu. Og þa«u halda áfram að elskast og vera góð hvort við annað fyrir augum þessara manntuga, sem þjóta framhjá. Og þetta er á föstudegi. Manni dett- ur í hug að spyrja: Eru þetta að- eins framtíðarlausir atvinnnleys- ingjar, sem láta sjer líða vel í sólskini náttúru sinnar, eða eru það A'ísar til sænskra burgeisa, sem eiga framtíðina? — Nú þjót- um við í hálfa inínútu í gegnum kolsvört göng. Sú skeggjaða er farin að dotta yfir úrklippunum sínum. Varla eru þó draumar svona gamallar konu eins spennandi og neðanmálssag- an, enda rankar hún fljótt við sjer og heldur áfram að tauta sig fram úr sögunni. Henni verður ekki litið út um gfuggann, fyrir hana er ekkert nýtt að sjá. I nágrenni borganna, einkum Stokkhólms, er mikið af sumar- bústaðahverfum um ása umhverf- is smá vötn og tjarnir. Fólkið liggur í grasinu undir risavöxnum sólhlííum eða lætur sólina baka sig. Við fjöruborð \ratnanna liggja prammar. Hjer rær piltur lítilli kænu, stúlka situr aftur í og báturinn er hlaðinn. Þau stefna að kjarrivöxnum hólma úti í miðju vatninu. Og sólin skín inn (um gluggann heit og sterk og maður kemst ekki hjá því að geispa. Ohh. Þessi steikjandi hiti, þægilegi hristing- ur og miskunnarlausi syfji. Dott. Svo vaknar maður eftir stundar- korn AÚð það, eins og karlinn sagði, að maður er steinsofnað- ur. Jeg skammast mín nú reyndar fyrir að láta svefninn stela vit- und minni úr hinum rómantíska ver,uleika. Nú koma raðir af fallegum sumarbústöðum og eftir augnablik erum við komnir til Stokkhólms. Hjer ætla jeg að eiga nokkra daga. — Stokkhólmur, segir maðurinn með einkennishúfuna, eins og til siðasaka. Nú heilsa jeg vakandi borg, iðandi af lífi, sjálfur með stírur í a,ugum. Höfuðborg S\úanna kvað vera ein sumarfegursta borg Norður- landa, lengi getur gott batnað, þegar maður er komnn í útlönd- in, hugsa jeg. Svo tek jeg pjönk- ur mínar og stíg af. Klukkan er á mínútunni 15.50. Hann: Menn vita ekki hvað hamingja er fyr en þeir eru gift- ir. Hún: Þetta er fallega sagt. Hann: . . . Já, en þá er það of seint.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.