Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1940, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1940, Blaðsíða 2
290 LESBÓK MORGUNBLAÐSIN8 ar eru það lítii svæði, sem í á að ganga fje frá fáum bæjum, sem smalað er til rjettarinnar. Á öðrum stöðum er landið geysi víðlent, og á því gengur fje úr mörgum hreppum, og stundum úr fleiri sýsluhlutum. Þegar fjáreign landsmanna er nxeð eðlilegum hætti, kemur flest fje að Reykjarjett á Skeiðum. Að henni kenxur alt fje, sem rekið hefir verið til fjalls úr sveitunum milli Þjórsár og Hvítár og ekki hefir verið dregið úr í Skaftholts- og Reykjadalskotsrjett, og getur það verið upp undir 40.000. Næst fjárflesta rjettin mun vera Þverárrjett í Mýrasýslu. Að henni er smalað fje úr Mýrasýslu ofan Norðurár, en auk þess kemur þar margt fje xxr Borgarfjarðarsýslu og Húnavatnssýslu og nokkuð úr Strandasýslu og Dalasýslu. Að Þverárrjett má vænta um 25.000 fjár, þegar fjáreign er með eðli- legum hætti. Þriðja stærsta rjettin mun vera Stafnsrjett í Svartárdal, en þó má vera að ekki komi færra fje að Fellsrjett í Vopnafirði og er það þó mestalt úr einum hreppi. Að Stafnsrjett kemur fje úr Húnavatnssýslu og Skagafjarðar- sýslu og getur það verið upp und- ir 20.000, þegar girðingar ekki hindra fjeð í að komast á fjall, og mæðiveiki hefir ekki höggvið skarð í fjáreignina. Margar fleiri rjettir eru fjár- margar, eins og iíelarjett í Fljótsdal, Silfrastaðarjett í Skaga- firði, Hraunsrjett í Aðaldal, Odd- staðarjett í Lundareykjadal o. s. frv. I Að hverri rjett eru smöluð á- kveðin svæði, ,og eru þaxi mjög misstór, það eru því mismargir menn sem taka þátt í göngunum eða leitunum á hverjpm stað, en eins og nú er mannað í göngur, þarf yfir átta þúsund manns um alt landið til að smala fjenu að fyrstu rjettum. Sumar jarðir eiga ekkert upp- rekstrarland. Bændurnir, sem á þeim búa, verða því að hafa alt búfje sitt heima allan ársins hring, eða kaupa fyrir það beit að sumrinu, hjá öðrum bændum sem eiga víðlendari beitilönd. í heilum sveitum er ekkert upp- rekstrarland fáanlegt eins og t. d. Landeyjum í liangárvallasýslu, ýmsum sveitum Skaftafellssýslna o. fl., þar verður því að hafa alt fje heima. Annarsstaðar, eins og víða á Vestfjörðum og Austfjörðum, og raunar líka á nokkrum stöðum á Norðurlandi, eiga hreppsfjelögin að vísu engan upprekstur, en ein- staka jarðir eiga víðlend heiina- lönd og lána hinum beit í þeim. Eru það þá oftast botnarnir í dölunum sem liggja upp frá fjarðabotnunum, og þverdalir sem skerast inn í fjallgarðana miUi fjarðanna, sem notaðir eru senx upprekstrarlönd. Á enn öðrum stöðum eiga hreppsfjelögin, og stundunx mörg saman, ákveðin heiðasvæði, eyði dali, eða fjalllendi, sem allir fjár- eigendur hafa rjett til að reka fje sitt í, og hafa það þar sumar- langt. Stærst samliggjandi afrjettar- lönd eru fjallendin upp af og á milli Skagafjarðar-, Húnavatns-, Mýra- og Borgarfjarðar, og Ár- nessýslu. Næst stærst samliggjandi afrjett arlönd eru milli bygðanna í N..- Múlasýslu og Þingeyjarsýslu, og eru þau mörg eign einstakra manna eða jarða, eins og Brúar, Möðrudals, Reykjahlíðar o. fl. Víðáttumikil afrjettarlönd. Víða annarsstaðar eru stór og víðáttumikil afrjettarlönd, eins og heiðarnar í Þingeyjarsýslu, Bárð- dælaaf r j ett, Skaf tártunguaf r j ett, Stafafellsafrjett, Laxárdalsafrj ett o. s. frv. Göngur verða ákaflega misjafn- ar, eftir löndunum sem smala þarf til rje.ttarinnar. Víða tekur það einn langan dag að ganga og rjetta, en á öðrum stöðum tekur það marga daga, eða alt upp- undir viku. Göngurnar eru ekki síður til- hlökkunarefni unglingspiltanna en rjettirnar, þá dreymir um það strákana í sveitinni að fá að fara í göngur. Þeir telja árin og vona að það komi að því í ár eða næsta ár eða þar næsta ár, að þeir fái aði fara í göngur, því þeir skoða það sem viðurkenningu á því að þeir sjeu orðnir menn með mönn- um, þegar þeir eru úrskurðaðir „gangnafærir1. Og margur er sá strákurinn, sem leggur meira upp xxr því, að vera þannig viðurkend- ur, og tekinn í tölu fullorðnu maunanna, en þegar presturinu tekur hann í tölu þeirra fullorðnu með ferminguuni. Upprekstrar- svæðinu, sem ganga á að hverri rjett, er nærri altaf skift í fleiri leitarsvæði, og leitar þá hvert leit- arsvæði ákveðinn fjöldi manna. Gangnastjóri eða fjallkóngui' stjórnar göngunum eða leitinni. Hann úrskurðar hvert menn sjeu gangnafærir, rekur heim þá sem illa eru útbúnir, eða hann treystir ekki, og kaupir aðra í þeirra stað á kostnað þess er hina sendi. Hann ákveður hvaða menn skulx leita hvert leitarsvæði, og setur einhvern sjerstakan til að stjórna leitinni á því, og er sá leitar- stjóri eða gangnaforingi, og ber ábirgð á því að leit fari vel og skipulega fram og eins vel gang- ist og mögulegt sje. Göngur hefjast. Daginn fyrir leitii’nar fara all- ir, sem lengra eiga að, af stað og nátta sig á næstu bæjum viö leitarsvæðið sem þeir eiga að leita. Verður þá oft gestkvæmt þar. Margmenna verður í hverju rúmi og sofa í hlöðum og annarsstað ar þar sem föng eru á, og hent- ast þykii\ Menn hafa með sjer nesti og neyta þess, til þess að gera sem minstan átroðning. Kaffi er þó æfinlega sjálfsagt að þiggja hjá húsbónda, bæði að kvöldinu áður en gengið er til náða, og að morgninúm áður en lagt er upp, Aletaðar vilja menn byrja að ganga strax og „sauðljóst“ er. En til þess að geta það þarf að leggja svo snemma af stað úr náttstað að komið sje á gangnamörk eða gangnaskil með fyrstu skýmu, og eru menn þá oft búnir að ríða í 2 til 4 tíma. Það er því misjafnt hvenær lagt er af stað. Gangna- stjórinn ákveður það á kvöldin, og þegar stundin kemur þarf eng- an að vekja. Allir eru komnir á kreik,farnir að taka hesta sína úr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.