Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1940, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1940, Blaðsíða 8
296 LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN8 Breska hafskipið „Mauretama“ er eitt af nýjustu og fullkomnustu farþegaskipum heimsins. — Þessi m.vnd var tekin er skipið var í þurrkví, og gefur myndin góða hugmynd um stærð skipsins þegar það er borið sainan við bvggingamar og mannfjöldann. Drestirnir FJAÐRAFOK í lundinum mínum býr lítið „par“. — Lífið á skínandi myndir. — Astalífið er ómengað þar, laust við ótrvgð og harma og syndir. Þolinmóð situr hún eggjunum á og um afkvæmin lætur sig dreyma, hann svngur á greininni, sem er þar hjá, og við söng hans má tímanum gleyma. Seinna, er eignast þau unga smá, æti í búið hún dre&ur, um sorglausar ástir þau syngja þá. Þeirra söngur er yndislegur. ------ J lundinum mínum er lífsgleðiu hrein og laus við skuggamyndir, en af falsaðri ást spretta mann- anna mein, já, mörg þúsund tár og — syndir. Sigríður Gísladóttir frá Skaftafelli. Jeg á tvo ' vinnugalla, sagði Birgir litli og saug upp í nefið. Ef að hinn bilar, Jiá fer jeg bara í hinn. ★ Það var einu sinni karl, sem hljóp svo hart, að þegar hann fór af stað var hann búinn að hlaupa í fimm mínútur, sagði sami strák- ur. — ★ Síðan tískan fór að færast í vöxt með að hneppa kjólum aft- an á baki, hefir verið meiri eftir- spurn eftir eiginpiönnum. ★ Frúin: Jóna, livaða fita er að brenna í húsinu einhversstaðar. Jóna: Æ, J>að er bara eldhús- stúlkan. ★ Húseigandinn: Annað hvort verðið þjer nii að borga eða flytja burt. Leigjandinn : Guð þakki yður! Þar sem jeg bjó áður varð jeg að gera hverttveggja. Lúðvík konungur í Bæheimi, sem var verndari Wagners, vildi helst sitja til* borðs með mynda- styttu af Lúðvík 14. ★ ,,Það er nú altaf drýgra að strokka í þessum Jokuðu“, sagði karlinn. „Það fer aldrei hjá J>ví að eitthvað sje ekki sleikt“. ★ Sjúklingur (á spítala): Eruð þjer hjúkrunarkona? Kvenlæknir-. Nei, jeg er læknir. Sjúklingur; Já, fvrirgefið þjer, jeg hjelt að þjer væruð kven- maður. ★ — Er jeg fyrsti maðurinn, seiu hefi beðið yður um koss? — Já, hinir hafa tekið haim levfislaust. ★ Ahorfandi (sem kemur eftir að sýning er byrjuð): Ef þjer hefð- uð ekki komið svona snemma, hefði jeg ekki þurft að troðast fram hjá yður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.