Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1940, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1940, Blaðsíða 4
292 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS safnið, ef ekki er til girðing til að geyma það í, en safngirðingar ern nú orðnar við flestar hina1' stærri rjettir, en annars er strax rekið í rjettina það sem hún rúm- ar. Gangnamennirnir fara að fá sjer bita af nesti sínu, en þeir verða að hafa hraðann á. því þeir þurfa að fara að draga. Og drátt- ur þarf að ganga fljótt, haust- dagurinn er stuttur, það skvggir fljótt, og fvrir þann tíma þarf að vera búið að draga upp. Rjettar- stjórinn rekur á eftir. Hvar sem hann sjer menn, sem ekki taka þátt í drættinum, kallar hann til þeirra, og áminnir þá nm að hraða sjer, halda áfram að draga. Menn keppast þá líka við, hver dregur fyrst og fremst sitt fje eða heim- ilisfjeð, en jafnframt líka úr dilk fjelaginu, en oft eiga fleiri bæir, sem liggja nærri hver öðrum. sama dilkrúm, og draga því sam- an, reka saman frá rjett, en reka að heima á einhverjum bænum. og draga í sundur. TTm leið og þessi eða hinn tekur kind sem hann á, kallar hann í Pjetur eða Pál að hann eigi þarna kind, og nú kemur sjer vel að vera minn- ugur á mörkin, vera „markglögg- ur“. Til eru menn sem kunna heilar markaskrár eins og faðir- vor. Þeir þekkja mark hvers manns sem á kinda von í rjett- inni. Það em til menn á landinu sem kunna ntanbókar markaskrár margra sýslna. Af einum slíkum manni. sem nú er á lífi, er sögð sú saga, að hann hafi að vorlagi mætt, ríðandi stúlku, heilsað, og spurt hana hvaðan hiín væri. En áður en stúlkan svaraði, hafði hann tekið eftir markinu á hest- inum. og bætti við: „Stendur heima, stýft og gagnbitað. nú þú ert frá N.“, hvað líka var. f rjettunum eru markgiöggu menn- imir ákaflega mikils virði, því þeir flýta svo fvrir drættinum. Þegar þeir sem flest fjeð eiga eru húnir að draga nokkuð. svo mikið fer að hera á fje lengra að — utansveitarfje — þá eru þessir markglöggu menn sí-kallandi og sf-leiðbeinandi. að vísa á kindur sem þessi eða hinn á. Og loks kemur svo að því að Títið er orð- .ið í rjettinni. Fjeð hefir við sun<T- urdráttinn safnast fyrir í dilkum eigendanna og að sama skapi hef- ir rjettin tæmst. En enn eru eft- ir kindur, og nú byrjar töfludrátt- urinn. Rjettarstjórinn útnefnir ákveðna menn til að vera með markaskrár allra þeirra sýsla er fjárvon geta átt að rjettinni, og síðan skipar hann tvo valda menn til að lýsa mörkum fjárins sem eftir er. Þeir taka hverja kind, grandskoða markið og lýsa því, en hinir athuga hver sje eigand’. hennar. Þær kindur sem eigandi finst að, og sem einhver vill hirða — eigandinn getur verið svo langt frá að enginn vilji hirða kindina — eru hirtar, en hitt er afhent hreppstjóra, er selur það á upp- boði að aflokinni rjett. Síðastliðin 10 ár hafa verið seldar 1600 til 2800 kindur í rjettunum árlega. Þegar töfludrætti er lokið lætur rjettarstjóri menn skoða í alla dilka, til að fullvissa sig og aðra um að ekki hafi átt sjer stað mis dráttur. Að því búnu mega menn reka fje af stað heim til sín. Er þá oft orðið áliðið dags, og lenda margir í myrkri, en aðrir verða að nátta sig og velja þá til þess bæi, þar sem þeir geta haft fjeð í aðhaldi eða rjett um nóttina. Framhald. ÓLAFUR JÓH. SIGURÐSSON: Tregi Og ennþá mun jeg út á veginn stara, þó enginn komi til að heilsa mjer; í morgunfölva fylgir sál mín þjer — og fljótið streymir milli blárra skara. Vindarnir köldu vega, hnípin stráin og vetrarhrímið smýgur hingað inn; jeg aleinn dvel við auða gluggann minn — og angankróna vorsins löngu dáin. En myndin þín í minningunum lifir, svo mild og góð í svæfðum dularþyt; hún máist ei, þó landið skifti um lit — og læðist dauðinn hljóðar jarðir yfir. Þó fenni á veginn, fótspor les jeg þín, uns fljótið djúpa kallar mig til sín.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.