Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1940, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1940, Blaðsíða 6
294 LKSBÓK M0RGUNBLAÐSIN8 því máske yrðu þeir látnir sæta einhverri ábyrgð fyrir mistökin, — en þó mun ekki hafa til þess komið. í nokkra daga ininti messu- vínsilmurinn upp úr sandinum á þessa skrítnu „altarisgöngu“ Kúa Jóns og nokkurra manna. Pakkhúsið var auðvitað óæðri staður en sjálf verslunarbúðin. Yf- ir öllu þessu var „faktorinn“, Gunnar ólafsson. hæstráðandi, en næstur honum að völdum mun Ó1 afur Arinbjarnarson hafa verið. sem síðar varð verslunarstjóri Brydes í Vestmannaeyjum og Borgarnesi; og þar næst Þorsteinn Þorsteinsson bókhaldari, síðar kaupmaður í Vík. Hann var mág- ur Gunnars en ólafur svili. Gunn- ar virtist mjer þá heldur þur á manninn og ekki glaðlyndur. en hafði virðingu og vináttu margra Við unglingarnir bárum ógnar virðingu fyrir honum. því hann var svo hátt fvrir ofan okkur. Ólafur Arinbjarnarson var aftur á móti hvers manns hugljúfi og talaði við okkur strákana eins og aðra menn og var til í að tuskasr við okkur ef svo bar undir. Það var skaði hve hann varð skamm- lífur. Þorsteinn þótti mjer smá- stríðinn og glettinn, þó ekki kæmi það fram við okkur krakkana, og hann var ekki fvrir að láta sinn hlut. Hann gaf þá út skrifað blað „Mýrdæling“ að nafni, sem all- mikið var talað um í hinu litla kauptúni. Ritstjórar lenda eðlilega oft í deilum og það kom einnig fvrir með ritstjóra Mýrdælings. Hann hafði verið svo ógætinn að skrifa um einn mektarbónda í Dyrhólahreppi, að hann gengi um í Víkinni og dinglaði rófunni. Þetta gat bóndin auðvitað ekki unað við og ljet stefna ritstjóran um fvrir hin háðulegu ummæli. Ekki varð af sætt í málinu, og hefði þetta verið á söguöldinni þá sennilega orðið mannvíg og hefnd ir út af þessu. En nú lauk þessu máli á þann veg að sýslnmaður dæmdi ummæli ritstjórans dauð og ómerk, út frá þeim forsend- um, að þar sem upplýst hefði verið fyrir rjettinum „að stefnandinn væri rófulaus, þá hefði hann þav af leiðandi engri rófu getað dingl- að“. Hefi jeg þetta eftir ágætum heimildarmanni sem þá bjó í Vík. Meðan lestaferðirnar stóðu yfir þá var margt um manninn í Vík og mikið að gera. Bændur og hús- freyjur úr allri sýslunni, vinnu- menn og vinnukonur og einstöku börn fengu að fara með í kaup- staðinn. Þá var mikið að gera, leggja inn og taka út vörurnar ti! ársins og mikið verk var að því loknu að biia upp á hestana. Þá var mest flutt á klökkum, en vagnar sjaldgæfir að því er mig minnir og engin spræna brviuð. Reyndi því mjög á þrek og kunn- áttu manna í slíkum ferðalögum. Flestir heldu til hjá fólki í þorp- inu, en einstöku höfðu tjöld með sjer, sem þeir settu upp í ná- munda við verslunarhúsin. Fyriv utan stóru ullarpokana bændanna, voru oft smápokar eða bögglar með ull. Það voru hagalagðar barnanna, sem iþau áttu — og oft voru teknar út rúsínur og gráfíkjur fyrir andvirði þeirra. Úr bviðinni er mjer minnisstæðas: þegar kvenfólkið var að skoða „stumpasirtsið" ; þar voru margir litfagrir bútar v blúsur og kjóla Oft þurftum við drengirnir að gera smá handarvik fyrir ferða- mennina, fara í sendiferðir eða gæta hesta. Marga af þeim Skaft fellinum, gömlum og ungum, varð mjer starsýnt á því þarna voru margir sjerkennilegir og myndar- legir menn, mótaðir af baráttu við vötn og sjó og af einni sjerkenni legustu sýslu landsins, sem var þá mjög afskekt og sambandslítil við önnur hjeruð. Enn man jeg glöggt eftir ýmsum þeirra. En starsýnast varð mjer þó á einn, jötunn að vexti og beinvaxinn, sem var í alklæðnaði vvr vatns- lcðri og með sjóhatt úr sama efni. Það var síra Magnús Björnsson á Prestsbakka á Síðu, Húnvetn- ingur að ætt, en ekki Skaftfell- ingur. f herbergi inn af búðinni stóð brennivínstvvnna á stokkum, með pottmálnm og pelamálum í leka byttunni. Nokkur drvkkjuskapur var í sambandi við lestaferðirnar, en ekki minnir mig að hann hafi verið mikill. En einn og einn skvetti þó helst til miklu í sig, en þó það sje bverju orði sannara að „þar sem vínið gengur inn geng- ur vitið vvt“, þá man jeg ekki eftir stór vandræðum út af því. Sjálfur gerði jeg ekki viðreist um sýsluna, þann tíma sem jeg var í Vík. Fór nokkrum sinnum yfir í Reynishverfið og austur að Kerlingardalsá. Mjer þótti undur fagurt í Mýrdalnum — og mjer finst það enn. Oft fórum við drengirnir austur með hömrunum. undir Víkurklett. Enn í dag finst mjer hann -hin sama furðusmí'5 og mjer fanst hann þá. Við horfð- um á fýlinn og lundann í klett- inum og mennina sem gengu þar lausir, eða sigvi í Heljarkinnina og við tíndum saman fýlana sem þeir fleygðu niður. f austrinu blasir við Hjörleifs- höfðinn, tilkomumikill að sjá og geymir minningarnar um hinn ógæfusama fóstbróðir Ingólfs. Þar bjó þá ágætu búi Markús Lofts- son, hinn mesti fróðleiksmaður. Það var hann sem tók ýmsan fróðleik saman um eldsumbrotin í Mýrdalsjökli og gaf út og nefndi „Eldrit“. En í Kötlugosum er Hjörleifshöfði umflotinn meðan hlaupin standa yfir. Höfðinn gat fætt stórt heimili, ógrynni fýls eru þar í hömrunum og sagt var að fjaran legði til nægan eldi- við. Undir Höfðann heyrir Haf- ursey og er þar beit fyrir fjölda fjár. Einu sinni fór Gunnar ólafsson að heimsækja Markús í Hjörleifs- höfða. Lagði Markús með hann upp svonefndan Lásastíg á sunn- anverðum Höfðanum, en_ bærinn stendur uppi, því ekki er lengur trygt niðri á sandi vegna Kötlu og alt graslendi þar eytt. Kvaðst Gunnar ekki hafa komist í hann krappari en að ganga upp Ásastíg, sem liggur utan í þverhníptum hamrinum. En gott var að setjast inn þegar upp var komið. Síra ölafur Stephensen í Bjarna nesi, var eitt sinn prestur í Mýr- dalnum. Hann sagði mjer eftir- farandi sögu. Hann var á leið austan úr Meðallandi og kom við í 'Höfðanum. Þegar sest var að borðum þá var hangikjötið svo feitt að honum ofbauð. Markvvs bóndi tók eftir því, að gesturinn tók ekki freklega til kjötsins og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.