Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1940, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1940, Blaðsíða 1
JWorflttitMnjtoit!* 37. töhiblað. Sunnudag-inn 15. september 1940. • XV. árgangur U»foM&rprea«ami0J* k.f. v ! PÁLL ZÓPHÓNÍASSON ráðanautur: FJALLSKIL 8 þúsund manns fara í göngur Fjárrekstur í Eyjafirði. í baksýn Akureyrarkaupstaður. Allir liafa heyrt talað um rjett- irnar. Til þeirra er fjenu safnað úr sumarhögunum og af- rjettarlöndunum, og þar er það lcsið sundur eftir brenuimörkum og eyrnamörkum og dregið í dilka eftir eigendum. Ur rjettunum er það rekið heim. Sumarfrelsinu er lokið í bráð, það er aftur komið undir gæslu mannanna. Pyrstu rjettir eru sumstaðar lialdnar ákveðna mánaðardaga. Svo er t. d. í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum og víðar. í Eyja- firði og Þingeyjarsýslum ber að rjetta í fyrstu rjettum 15. sept. sje það virkur dagur, en ella næsta virkan dag. Annarsstaðar eru rjettjr ákveðn ar • eftir vikudögum, og er það víðar. Fyrstu rjettir eftir viku dögum eru í nyrstu hreppum Norður-ísaf jarðarsýslu og eru þær mánudaginn í tuttugustu og fyrstu sumarviku. í ár falla því saman fyrstu rjettardagar í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum og í þrem nyrstn hreppum N.-lsafjarðarsýslu, allar verða þær á morgun 16. sept. og verður þá rjet.tað í 11 rjettum. Annars er það breytilegt hvar fyrst er rjettað, en verður ýmisi í Evjafirði og Þingeyjarsýslum eða í Norður-ísafjarðarsýslu, og fer það eftir því, Jiver fvr kemur á árinu, 15. sept., eða mánudag- urinn í 21. viku sumars. Næstu 12 dagana verða svo a 11 - af fyrstu rjettir einhversstaðar á landinu. Flestar verða þær mánu daginn í 22. viku sumars, þá er rjettað í fjórðu hverri rjett, sem alls er rjettað í 169 aðalrjettum. en auk þeirra í mörgum sundur- dráttarrjettum og aukarjettum, en í þeim fer ekki fram töfludráttur. Mörgum þykja rjettirnar skemti legar. Unglingarnir í sveitunum hlakka t.il þeirra. Rjettardagur- ijin er einn af þeirra hátíðisdög- um, og þar í fremstu röð. Og fullorðna fólkinu þykir rjettirn- ar líka skemtilegar. Bóndinn er þá að fá heim verðmæti þau, sem sauðfjeð hefir sótt í sumarhagana, og þau eru, ekki lítil. Fjeð er frjálslegt og óþústað, og færir með sjer hressandi gust innan af af- rjettunum. Annir dagsins verða alt aðrar en venjulega, það kem- ur tilbreytni í daglega lífið, og alt. gefur þetta deginum gildi, fram yfir aðra daga í sveitinni. Fjármargar rjettir. Mikill munur er á því hve rjett- irnar eru fjármargar. Sumstað-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.