Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1940, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1940, Blaðsíða 3
LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS i 291 Gangnamannatjöld í Svörtubotnum á Holtamannaafrjetti. húsum og týgja sig til férðar. Áhuginn heldur öllum uppi, eng- inn minnist á 8 stunda vinnudag, enginn nefnir næturvinnu, til þess er starfsgleðin alt of mikil. Göngunum er nú hagað svo, t. d. í dalaafrjettum, að tveir gangna flokkar eru látnir ganga hver á móti öðrum, og þá mætast t. d. við eitthvert gil, sem fjenu er nokkur torfæra, eða á öxl þar sem dalir mætast. Þegar sauðljóst er orðið eru gangnamennirnir komnir á leitar mörk. Leitarstjóri ákveður nú hver skuli ganga efstur, hver næst efstur o. s. frv. Hann skipar mönn- um í gönguna. Sjálfur er hann gjarnan neðstur með hestana, ef menn haía farið ríðandi á leitar- mörk, en það er ekki gert alstað ar. Leitarforinginn vill vera neðst- ur til þess að geta sem best fylgst með því, að jafnt og vel gangist, en það sjer hann best neðan af grundunum, og þaðan getur hann líka best kallað og gefið merki, ef eitthvað má betur fara. Neðsti eða neðstu mennirnir bíða svo við, meðan hinir ganga upp hlíðina og fyrir fremstu grös. Þegar svo allir « eru komnir á sinn stað, ofan* við leitarstjórann, byrjar gangan, og allir leggja af stað. Hver maður verður nú að vera vel á verði, gæta vel í hlíðina fyrir ofan sig og neðan, og gæta þess að ekki verði fje eftir milli sín og næstu manna. Rakkarnir hjálpa til, þeir hendast upp og niður milli mann- anna geltandi, enda eru þeir bvattir. Pjeð fer á rás, leitar- stjórinn gefur merki um að mið- hlíðismaður verði að hægja á sjer,. því hann ætli að dragast fram- úr, aftur gefur hann merki um að eftir ætli að verða fje á milli efstu mannanna o. s. frv. V t Þær reyna að fela sig. Fjeð, sem í friði fjallanna er að bíta háfjallagróðurinn, sem enn stendur lítið fallinn, af því hve seint hann kom undan snjónum, vaknar við vondan draum. Það hafði alls ekki áttað sig á því að snjóa gæti verið von og það þyrfti því að fara að yfirgefa sumarstöðvarnar og frelsið. En nú heyrir það og sjer til manna og hunda og það leggur á flótta, rennur af stað eftir hlíðinni, und- an mönnunum. Einstaka gömul og reynd ær reynir að lúra sig nið- ur, og leggst í einhverja gjótuna með dilkinn sinn, og ætlar að láta gangnamennina fara fram hjá sjer. En gangnastjórinn sjer hana neðan af grundinni, hann kallar og bendir, sá næsti fyrir ofan hann heyrir vel hvað hann segir og hann kallar og bendir, og áð- ur en ærin er almennilega búin að koma sjer fyrir, er næsti maður henni, eða seppi hans, kominn á gjótubarminn og hún verður að hafa sig af stað. \ Heimleiðis. Fleira og fleira fje sjest nú á rensli eftir hlíðunum undan gangnamönnunum. Þar sem gil og þverár verða fyrir því smá færir það sig neðar og því kemur fleira og fleira fje á grundirnar á und- an gangnastjóranum, þar verður safnið þjettast. En nokkrar kind- ur eru ekki á því að láta hrekja sig af sumarstöðvunum, þær strika beint eftir hlíðinni undan efsta manni, staðráðnar í því að fara ekki niður úr fjallinu. En alt í einu mæta þær öðrum kindum, sem koma úr öfugri átt. A högginu eða múlanum, þar sem dalirnir mætast, og þær eru nú staddar á, liggja fjárslóðar niður, þeir eru myndaðir af þúsundum kindaklaufa, sem í aldir hafa verið neyddar til þess af gangnamönn- um að fara þarna niður, og þess- ar verða nú að gera eins, og renna gamlar, troðnar slóðir, og hverfa inn í hópinn og sameinast honum. En enn staldra þær við, þær vilja helst vera sjálfstæðar út af fyrir sig, og ekki þurfa að renna inn í hópinn. Efstu mennimir eru nú komnir á höggið ofan við þær, og nú finst þeim reyn'andi að komast hjá því að þurfa að fara niður, með því að snúa nú við of- urlítið neðar á högginu og renna aftur til baka. En þar mæta þær næst efsta menni, sem þvingar þær niður höggið, og inn í fjöld- ann verða þær að hverfa hversu nauðugar Sem þær eru. Fjeð safnast nú fyrir niðri á sljettlendinu, gangnamennirnir koma nú hver eftir annan niður og ná í hesta sína, og safnið er rekið af stað til rjettarinnar. Aðrir, sem gengið hafa aðra dali eða önn- ur svæði af upprekstrarsvæðinu, koma nú með sín söfn, og smám saman safnast allir gangnamenn- irnir með söfn þau, er þeir hafa náð, saman til rjettarinnar. Einu kemur kannske með lamb á hnakk nefinu fyrir framan sig, það hefir verið fótaveikt og ekki getað gengið, annar reiðir skrokk af slátraðri kind, hún hefir slasast og þeir orðið að aflifa hana til að koma ræksninu af henni til rjettar o. s. frv. í rjettunum. Þegar að rjettinni kemur tekur rjettarstjóri við stjórninni. Fólk- ið, sem nú er komið að rjettinni, er sett til að standa í kringum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.