Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1940, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1940, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 295 sagði við síra ólaf: „Ef þjer finst það feitt þá jettu, smjör við því“. Það gerði liann og þá rann feita kjötið niður eins og magurt væri. í Hjörleifshöfða var búið vei og menn urðu þar ríkir. En nú er hann kominn í eyði, eftir að hafa veitt mörgum mönnum lífsmögu- leika í þúsund ár. Það er sorg- legt þegar gamlir staðir eyðast. Enn er Höfðinn eins og hann var. Líklega þyrfti ekki annað en að leggja þangað síma, eða setja þar talstöð, til að gera hann byggi- legan á ný, þá er einangrunin brotin, en hana þola nútímamenn ilia. X — I u I ★ Þá skal jeg ekki teygja þennau lopa endurminninganna lengri. Þó margir sjeu mennirnir og atvikin sem upp skýtur í huganum frá þessari æskudvöl minni hjá þeim föðursystrum mínum og mönnum þeirra í Vík. Jeg var kaupstaðarbam sem stóð undrandi frammi fyrir hinu nýja umhverfi í faðmi hinna grónu fjalla í Mýrdalnum. Þetta rúma ár gaf mjer tækifæri til að kynnast ýmsu, sem jeg vil nefna „gott og gamalt“, sem jeg hefði ekki annars fengið að sjá og heyra. Því leið mín lá brátt út úr landinu, en þangað fór jeg þegar jeg var á 14. árinu og var þar að heita má samfleytt í 10 ár Þess vegna hefi jeg oft hugsað til Víkur og Skaftfellinganna með þakklæti í huga fyrir gamalt og gott og sambandi hefi jeg haldið við marga þeirra síðan. Hin síðustu 20 árin hefi jeg ferðast allmikið um landið og komið í hverja sýslu — og allar eru þær fagrar. En þó það geti máske varla talist viturlegt að vera að telja eina þeirra fremsta og aðra síst, þá hefir mjer oft fundist að þær Skaftafellssýslur standi mínu breyska hjarta næsc, og fólkið sem þar byggir hinar yndislegu sveitir milli eyðisanda. Læt jeg svo þessa pistla enda á því að einn góðan veðurdag í sept- emberbyrjun kom vöruflutninga- skip Brydesverslunar, „ísafold' ‘ gamla, til Víkur. Henni gekk vel að losa vörurnar og fór tóm „suð- ur“. Þetta var tilvalið tækifæri til að losa Víkina við einn óþægan strák — nóg var eftir samt af þeirri vöru. Og brátt var Víkin og Mýr- dalurinn horfinn sjónum mínum, en endurminningar um gott fólk og góða og skemtilega daga hafa geymst lengi í huganum. Ragnar Ásgeirsson. Otlendu írjettirnar Ó, heilagi guð! Það er hræðilegt að heyra styrjaldarniðinn. Það er óguðlegt stríðið, og ægilegt þegar alheimur þráir friðinn. Abyrgðin hvílir aðeins á þeim einum, er hafa völdin, en alsaklaust fólk og aumingjai smá mega úttaka syndagjöldin. Meðan fjegræðgi og valdafíkn fara með völd, mun fjölga skuggunum svörtum, en að heyra’ af þeim ógnum hvert einasta kvöld, það er ofraun viðkvæmum hjört- um. Ó, heilagi guð! kom þú himnun- um frá um hörmungasárin að binda, og læknaðu einnig alla þá, sem „eiturgas" hatursins blinda. Sigríður Gísladóttir frá Skaftafelli. -t -r -r Á gistihúsi. Gesturinn: Stúlka mín, hvers vegna haldið þjer að jeg hafi sett skóna mína fyrir utan dyrnar? Þjónustustúlkan: Það get jeg ekki ímyndað mjer, nema ef það væri af því, herra minn — þjer fyrirgefið — að þjer voruð dálít- ið drukkinn í gærkvöldi. ★ Frúin: Hvernig stendur á þvi að jeg finn hálfreyktar eigarettur fljótandi um alt húsið? Stúlkan,- Það er af því að jeg hefi ekki tíma til að ljúka við þær. S k á k Moskva 1940. Einvígið Lövenfisch — Altorsjev. Hvítt: Lövenfisch. Svart; Altorsjev. 1. e4, eð; 2. Rf3, Rc6; 3. Rcf., Rf6; 4. Bb5, Bb4; (Rubin- stein-vörnin, Rd4, er talin betri.) 5. 0—0, 0—0; 6. BxR, dxB; 7. d3, He8; 8. Re2, Rh5!; (Vel leik- ið Hindrar fyrirætlun hvíts að koma riddaranum á e2 til g3 og hefja síðan kóngssókn. Ef nú 9. Rg3, þá RxR; 10. hxR, Bg4; og svart á opið tafl og góða stöðu.) 9. Bg5, f6; 10. Be3, Bd6; 11. Rd2, c5; 12. Khl, Be6; 13. Rgl, g6; 14. g3, b6; 15. f4, f5; 16. Df3, exf; 17. gxf, Hf8; 18. Re2, (Nauð synlegt.) 18. ..;. Dd7; 19. Hgl, Kh8; 20. b3, Hae8; (Betra virðist pxp, og ef Rxp, þá Bd5.) 21. Hafl, Rf6; 22. Rc3, pxp; (Hvítt hótaði e5.) 23. Rd2xe4, Rh5; 24. RxB, (Til þess að fá mislita biskupa.) 24. .... pxR; 25. Hg5, (Til þess að hindra d5.) 25.....Df7; 26. Kgl, h6; (Veikir peðastöðuna. Best var R—g7—f5.) 27. Hg2, Kh7; 28. Hgf2; Bc8; (Svart er á rangri leið. Best var Rg7.) 29. Bd2, Bb7?; (Nauðsyn- legt var að hindra fyrst leikinn f4—f5, með því að leika R—g7 —f5.) 30. Dh3, d5; 31. f5!, (Svart á nú orðið verra tafl.) 31.....d4. 32. Re4, pxp?; (Best var 32........ BxR; 33. pxB, Hxp; 34. pxp-(-, Dxp-f-; 35. Hg2, HxH-|-; 36. KxH, Df7-f- j og staðan er jafntefli.) 33. Rg5+!, (Neyðir svart til að loka g-línunni.j 33.....pxR; 34. Hxp, Dg6; 35. HxH, He7; 36. Hf8—f6, De8; 37. Df5+, Kh8; 38. Hf8+, DxH; 39. DxD+', gefið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.