Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1941, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1941, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 119 með nokkrum kvíða. Það var halastjarna sii, sem kend er við enska stjörnufræðinginn Ilalley. Hún nálgast jörð vora með margra áratuga millibili og skyldi nú koma aftur í nálægð hennar og einmitt þann 28. maí átti jörð- in að fara í gegnum hala hennar. Óttuðust þá margir stjörnuhröp stór, eitraðar lofttegundir og sum- ir jafnvel heimsendi. Og afleið- ingarnar áttu að verða voðaleg- astar á 63.—66. gráðu norðlægr- ar breiddar, einmitt þar sem bless- að landið okkar er. Til voru þeir vissulega, sem óttuðuSt komu þess arar „kómetu“, en ekki var jeg nú samt í þeirra tölu. Hitt var þó gefið, að ef illa færi, þá var þó öruggara að vera á gömlu Ster- ling á 59.—60. breiddarstigi þann 28. en á 63. Svo var keyptur farseðill til Kaupmannahafnar áður en jeg fór á skipsfjöl. 40 krónur kostaði hann þá á 2. farrými. Og svo kvaddi jeg foreldra og systkini og fór um borð. Seint um kvöld var svo ljett akkerum og siglt á burt. Veður var gott og jeg varð ekki sjóveikur. Til Vestmannaeyja var komið næsta dag um hádegisbil. Oft hefi jeg komið þar síðar, og altaf lít jeg þær sömu undrunar- augum og jeg gerði þá, þessar perlur hafsins og augnagleði allra, sem þar koma eða framhjá fara. Af farþegum, sem með skipinu voru í þetta sinn, man jeg aðeins eftir einum. Það var Morten Han- sen skólastjóri. Ljet hann sjer mjög ant um mig og talaði mikið við mig. Nú var hann ekki skóla- stjórinn, sem þurfti að vanda um við óþægan strák, sem þrjóskað- ist við að læra. Jeg var laus úr barnaskólanum og var að byrja í hinum langa skóla lífsins. Nú vor- um við farþegar á sama skipi og eiginlega báðir jafn rjettháir, þó hann væri á „fyrsta“ en jeg á „öðru“. Uppi á stjórnpalli stóð skip- stjórinn, fámáll og heldur þung- búinn og ekki aðlaðandi — að því er mjer fanst er jeg sá hann fyrst. Hann hjet Emil Nielsen. Annan daginn var jeg eitthvað að hlaupa um á þiljum. Þá kallaði skipstjóri til mín og sagði mjer að koma upp til sín. „Hvaða ferða- lagi ert þú á, drengur minn?“ spurði hann. „Jeg ætla til Dan- 'merkur að læra garðyrkju11. „Hef- urðu farseðil?“ „Já“, sagði jeg. „Hvað gafstu fyrir hann?“ „Fjöru- tíu krónur“. „Svo þú ert að sigla til að læra garðyrkju“, sagði Nielsen. „Þá átí þii rjettu lagi að fá far fyrir hálft gjald, samkvæmt samningum, sem gerðir hafa verið við fjelags- stjórnina“. „En nú er jeg búinn að kaupa farseðilinn". „Það gerir ekkert til“, sagði Nielsen, „jeg skal endurgreiða þjer helming fargjaldsins strax og svo laga jeg J)að þegar jeg kem til Reykjavíkur í næstu ferð“. Þannig atvikaðist það, að jeg átti 22 krónur „upp á vasann“, þegar jeg fór fyrst út í veröld- ina. Vafalaust hefðu margir aðr- ir látið sig litlu skifta um hag ó- kunnugs unglings, en þetta atvik hefir síðan staðið fast í mínum huga og jeg held að Emil Niel- sen hafi verið fyrsti danski mað- urinn, sem jeg talaði við. Og lík- lega hefir „íslenskan“ hjá honuni verið betri en „danskan“ hjá mjer, þegar þetta samtal átti sjer stað; svo lítið var það sem jeg kunni í dönsku þegar jeg sigldi í fyrsta sinn. ★ Þarna sigldi svo Sterling á ská yfir breiddargráðurnar og sá 28. maí leið án þess að við yrðum svo mikið sem varir við halann af stjörnunni hans Halleys. — En það skeði aðfaranótt þessa umrædda dags, heiina á ís- landi, að ungur bóndi hljóp upp úr rúmi frá kónu sinni og ung- barni og lieim á höfuðból til hreppstjórans og kallaði sjer út af — til hinstu hvíldar í hjóna- rúminu — fyrir ofan hjónin — taldi sig óhultari þar en heima í kotinu sínu. Hefði jeg ekki trú- að þessu, ef umræddur hreppstjóri hefði ekki sagt mjer það sjálfur. — Og svipuð saga skeði þá einn- ig í öðrum landsfjórðungi — og gaf Gunnari Gunnarssyni tilefni í smásögu. Sterling kom við í Leith og hafði þar nokkra dvöl. Þar var farið í land og tók. Morten Han- sen mig með sjer upp í Edin- burgh. Veðrið var hið besta, sól- in skein á Prince Street og hinn gamla kastala og í borgargarðin- um spiluðu Skotar á stuttpilsum á belgpípurnar sínar einkennilega langdregin lög. — Þá vöktu stóru hestarnir niður við höfnina ekki litla undrun hjá mjer, sem aldrei hafði sjeð annað en hina litlu ís- lensku hesta. En. löng var dvölin ekki í Skotlandi. Ekki var hægt að segja að sjó- ferðin milli Skotlands og Dan- merkur væri viðburðarík og var lífið tilbrejdingarlítið þar til við fórum að nálgast land, er komið var innarlega í Kattegat. Fyrst stakk Kullen upp sínum bláa kolli, sem er feltaf fríður, þó hann sje ekki nema 200 m. hár. Þegar komið er á móts við Kull- en er talið að Eyrarsund byrji. Þar fjölgaði skipum, sem ýmist fóru úr sundinu eða í, því þetta sund er ein fjölfarnasta siglinga- leið. Sundtollurinn færði drjúgar tekjur í ríkissjóð Dana, en hann hjelst og varð greiddur af sæfar- endum, frá því snemma á 15. öld og fram yfir miðja 19. Þá var hann afnuminn, en siglingaþjóðir greiddu danska ríkinu 60 miljón- ir króna í skaðabót. Sundið er mjög breitt við Kull- en, en mjókkar fljótt og er mjóst milli Helsingjaeyrar og Helsingja- borgar. Og þá er komið að Krón- borg, sem allir íslenskir strákar könnuðust svo vel við af myndum á spilum. Vissulega er Krónþorg fögur höll og tilkomumikil, einkum sjeð frá sjónum, úr gráum steini með koparþak, sem er grænt af elli. Þykir hún ein merkilegasta höll Dana og er bygð á 16. öld Var þá ekki auðvelt að svíkjast und- an að greiða sundtollinn undir opnum fallbyssukjöftum vígisins. Einnig er Krónborg og Helsingja- eyri fræg, því þar á að hafa gerst sagan um Amlóða (Hamlet), sem varð Shakespeare að yrkisefni. En sannanir fyrir þeim sögnum munu þó engar til ■— enda þótt íbúar Helsingjaeyrar telji Hamlet sinn frægasta borgara og sýni erlend- um ferðamönnum „gröf Hamlets“,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.