Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1941, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1941, Blaðsíða 3
LESBÓK M0RGUN8LAÐSINS 299 yfir. Og þótt jeg væri löngu orð- inn votur í fætur, tók jeg þó altaf þann kostinn að fara úr skóm og sokkum, vaða svo ána, vinda sokk ana og fara í þá aftur. Ergileg- ast var, að rigningin bleytti sokk- ana nokkurnveginn jafnótt og jeg vatt þá. Mjer fanst þetta hálfgert galdra- veður. Þá rifjaðist upp fyrir mjer saga um karl einn, sem einu sinni bjó í Hlöðuvík og þótti kunna nokkuð fyrir sjer. Karl vildi ekki láta flytja sig þaðan, hvorki dauð- an nje lifandi. Þegar hann var dauður, reyndu menn samt að koma líkinu til kirkju, en það gekk illa Líkið hvarf úr kistunni og afturganga karlsins sat á rúmi sínu í Hlöðuvík, þegar mennirnir komu þangað aftur. Draugsi var þá hinn ánægðasti og kvað vísur við raust. — Að lokum sá jeg tún, girðingu og torfbæ. Þótti mjer gott að ná nú til manna, áður en jeg yrði gegndrepa alveg. En þegar nær kom, sá jeg, að þetta var enginn bær, heldur tættur einar. Svo að jeg hjelt áfram, uns jeg kom að einni ánni enn. Hún var breið, en ekki djúp, á vaðinu, þar sem jeg óð yfir. Seinna frjetti jeg, að sá loflegi Guðmundur biskup góði hefði vígt á þessa — og fylgdi mikil náttúra og góð, sem vænta mátti. Eitt sinn var maður á ferð um þessar sömu slóðir. Kom þá alt í einu draugur eða einhver ó- freskja, sem ætlaði að ráðast á hann. Maðurinn tók til fótanna og hljóp alt hvað af tók, en ó- freskjan elti og dró á hann. Taldi hann sjer nú enga lífsvon, er hann hljóp út í ána, því að þá munaði minstu að óvætturin hefði náð honum. En nú brá svo undarlega við, að ófreskjan snarstöðvaðist við ána og komst ekki lengra, því að vatnið var vígt. Eftir að jeg komst yfir ána hjelt jeg áfram, uns jeg kom að Búðum. Þar bjó aldraður bóndi, er Guðlaugur hjet. Voru nú dreg- in af mjer vosklæði og þurkuð. Síðan át jeg yfir mig af svart- fuglseggjum og öðru hnossgæti, gekk svo til hvílu og sofnaði þeg- ar. Framh. Átthagadraumur „Man eg brimið og báruföllin, bjartar nætur og vorsins þrá“. Man eg sviphrein og sæbrött f jöllin, svanakliðinn og blómin smá. Man eg firði og fossaskrúða, fagrar elfur og dalsins ró. Man eg gróandans gróðurúða, grænar hlíðar og berjamó. Man eg tíbrá um tinda og voga — töfrahjúp yfir sveit og bæ. Man eg síðkveldsins sólarloga, sveipa dýrð yfir land og sæ. Man eg bernskunnar blíðu stundir, brosin ljettu við söng og brag. Man eg hugljúfa” móðurmundir, rnildi vefja hvern æskudag. Man eg vordag er vötnin leysti, — vatnagnýrinn mjer efldi þor. — Man eg vinsemd er tápið treysti, trygð sem brást ei við næsta spor. Draumar bjartir og bernskan horfin, brosin frosin í' lífsins raun. Þrekið lamað og lundin sorfin; lítil unnust mjer sigurlaun. Ásgeir Ingimundarson. Veitingahússþjónn: Afsakið, herra, en hvernig getur það verið að þjer heitið P. Pjetur S. S. S. Sörensen. ■— Presturinn, sem skírði mig stámaði. ★ — Hvernig stendur á því, að þjer verðið svona fallegur, þegar þjer eldist, spurði aðdáandi Alex- anders Dumas. — Frú, jeg eyði öllum tíma mín - um í það. ★ Pjesi: Nagar þú á þjer negl- urnar f Óli: Nei. Pjesi: Það ættir þú að gera. Óli: Af hverju. Pjesi: Þá gefur pabbi þinn þjer eitthvað fyrir að gera það ekki. Stefán Jónsson: Ljóð hins vonsvikna Jeg helga þjer sjerhvert mitt ljúf- asta ljóð, alt líf mitt, hvern draum, hvert starf, hvern óð, þótt víst sjertu ei ennþá mín vina. Hví viltu ekki alveg eins vera mjer góð og varst þú við alla hina? Því svo líða árin og æska þín dvín og á endanum giftingin bíður þín með óhreina, organdi krakka, því lífið — það er ekki aðeins grín með úttroðna CommaAderpakka. Jeg ber ekki hatur í huga til neins, en hlýt þó að finna til sárinda og meins, er veg þinn þú virðist ei rata. Og nú orðið finst mjer, að ást þín sje eins. og útjöskuð grammófónplata. En ef að þar leynist samt ófalsk- ur tónn mun ást mín reynast þjer góður fónn og hreimfögrum hljómi skila. Þú veist, að jeg yrði þinn vinur og þjónn. Hví viltu þá ekki spila? Veiðimaður kom í kjötbúð og bað um rjúpur. Búðarmaðurinn: — Við höfum því miður engar rjúpur eftir í dag, en við höfum ágætar bjúgur, sem------ Veiðimaðurinn: — Þjer getið etið yðar bjúgur sjálfur. Haldið þjer kannske. að jeg geti sagt kon- unni minni, að jeg hafi skotið bjúgur ? ★ Á sparnaðartímum: Frúin^Þú venst bráðum á það að drekka te með engum sykri. Eiginmaðurinn: Já en það er verra að venjast við að hafa ekk- ert te í því.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.