Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1941, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1941, Blaðsíða 4
800 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Avarp í upphafi kirkjuþings Eftir sjera Kristinn K. ólafsson Kirkjuþing hins lútherska kirkjufjelags íslendinga í Norð- ur-Ameríku var haldið síðast í júní. Eins og venja er til, flutti forseti kirkjufjelagsins, sem þar samsvarar biskupi hjá oss, ræðu eða ávarp. Er það fyrri hluti þess ávarps, sem hjer birt- ist. Mun mörgum þykja fróðlegt að heyra, hvað vestur-ís- lenskur kirkjuleiðtogi hefir til málanna að leggja um starf kirkjunnar og viðhorf hennar gagnvart vandamálum þeim, sem styrjöldin skapar. — Sjera Kristinn er prestur í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Hann er áheyrilegur maður í ræðustól, og hefir í mörg ár verið endurkosinn forseti lút- herska kirkjufjelagsins íslenska. Sjera Kristinn mun vera Þingeyingur að uppruna, en er fæddur í Norður-Dakota. O íðan á kirkjuþingi voru hinu ^ síðasta hafa viðburðaríkir dagar yfir oss liðið og samtíð vora, þó engin úrslit sjeu enu fengin í þeim feikna umbrotum, sem sífelt útbreiðast til fleiri þjóða og landa. Það eru engin gífurmæli að telja heim allan gagn- tekinn af eftirvæntingu eða kvíða í sambandi við það, sem vfir vofir eða í vændum kann að vera. Þetta hefir færst ennþá nær oss, er mvndum þetta kirkjufjelag en áð- ur, því auk þess að þátttaka Can- ada þjóðariiínar í styrjöldinni, er yfir stendur, hefir stöðugt farið vaxandi, er Bandaríkjaþjóðin sí- felt í fyllra mæli að skipa sjer undir merki hinnar fylstu hjálp ar, sem æskt hefir verið eftir og hún er megnug, til andstöðu þess, að æstur yfirgangur einræðisríkj anna ráði lögum og lofum um heim allan um óákveðna framtíð. Þá hefir einnig styrjöldin færst oss nær vegna þess, að ættjörð vor, ísland, hefir sífelt orðið meir og meir háð örlögum þeim, er styrjöldinni fylgja. Stórviðburðir hafa gerst þar í nálægu umhverfi, og engum getum verður að því komið, hvers frekara er að vænta framundan Aldrei munu ástæður allar og horfur hafa þrýst oss meir til alvarlegrar hugsunar um ástæður lífsins og möguleika en einmitt nú. Nú ætti engin rök að þurfa að færa fyrir því, hve mik ið er í húfi í mannlegu lífi, eftir því hvemig farið er með verðmæti lífsins og tækifæri. Veruleikinn er öllum orðum máttugri í því að gera því skil Þetta ætti að styðja hlutverk kirkjunnar og vinna henni áheyrn, ef hún brennur í hjarta af tilfinningu fyrir þörf mannanna og lífsgildi hinnar kristilegu hjigsjónar og áhrifa. Þess eru merki, að kirkjan hefir ekki gleymt hlutverki sínu, held- ur er að leggja merkilegan skerf til lífsins og hlutverka þess ein- mitt nú, þegar svo mjög ríður á. Það er auðvelt að benda á marg- faldan ófullkomleik í lífi og starfi kirkjunnar. Til þess þarf heil- brigða auðmýkt að kannast við þetta, þannig að það sje til veru- legrar uppbyggingar. En til þess þarf ekki síður sanna glöggskygni og næmltik að geta lesið úr því og metið það, sem kirkja og kristni eru að leggja fram til heilla í um- róti samtíðarinnar. Kirkjan hefir lagt til festu og táp víða þar sem hún hefir verið harðast leikin. Það er kunnugt, hve mjög hefir þrengt að henni og 'þeim í hennar hópi sjerstak- lega, er með einurð hafa haldið uppi verki Þegar hugsana- og trú- frelsi er borið fvrir borð af yfir völdunum og einræðið vill yfir öllu gína í þjóðlífinu, þá er auð- veldast að falla alveg í farveg valdboðsins og komast þannig h.já öllum óþægindum og ofsóknum. En að það er uppgjöf allra verð- mæta og vonlaus niðurlæging alls andlegs lífs, fær ekki dulist. Að þessu hefir stefnt í einræðislönd- unum svo ákveðið, að fjöldinn hefir ekki sjeð önnur úrræði en að lúta í einu og öllu. Undantekn- ingin hefir verið í liði kirkjunn- ar. Þaðan hafa komið hin einu djörfu mótmæli gegn þessum yfir- gangi. Að þetta hefir leitt til píslarvættis í hundruðum og þús- undum af tilfellum, er vel kunn ugt, en blóð og hðrmungar píslar- vottanna munu nú eins og áður reynast útsæði kirkjunnar. Spekingurinn Einstein, sem fjekk griðaskjól í Bandaríkjun- um frá æðinu gegn Gyðingum á Þýskalandi, hefir lofað framkomu kirkjunnar manna í þessu efni. Hann kar.nast við, að álit sitt á kirkjunni hafi ekki verið þannig, að hann ætti þaðan mikils von. Hún var í huga hans meinhæg og ólífæn stofnun, sem ekki vár lík leg til neinna verulegra bjargráða. En nú er hann jafnfús að kann- ast við, að hún hafi unnið til alls annars vitnisburðar. Hún hafi reynst á stórum sviðum rödd hóp- andans á eyðimörkinni. Þaðan sje því einhvers að vænta í framtíð- inni til viðreisnar og framsóknar. Er þetta sanngjörn viðurkenning og rjettmæt. sem sagan er ekki líkleg að raska. Verður það ekki mælt auðveldlega, hvílíka þýð- ingu þetta dæmi kirkjunnar manna hefir til viðhalds andlegu tápi og til varnar gegn örvænt ingu hjá þeim, er heilbrigðum hugsjónum unna um heim allan. Hún kemur þannig fram í dags- ljósið, sem það brot mannlífsins. er mestu lofar til bjargræðis. Það er trú á málstað og hug- sjónir, sem hjer blasir við. Þess- konar öryggi á í vök að verjast á þessari erfiðu tíð. Vonina um, að annað en ofbeldi geti ráðið úr- slitum um allan framtíðarhag mannanna, er erfitt að varðveita, þegar í öll skjól virðist fokið. Á þetta hefir reynt ekki lítið í ýms- um þeim löndum t. d., sem einræð- isveldin hafa tekið herskildi. Lengi mun lifa dæmi biskupanna norsku og kennimanna kirkjunn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.