Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1941, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1941, Blaðsíða 8
304 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS G RINDADRÁP Óvenju mikið hefir verið um grindadráp hjer við land síðari hluta sumars. Húsvíkingar drápu um 100 grindhvali og Ólafsfirðingar um 200, nýlega. — Á myndinni sjest hvalatorfa sem tek- in hefir verið á land í Færeyjum. FJAÐ RAFOK í vinnu en það vor, og það ein- göngu fjölskyldumenn. Ljet hann þá vinna að jarðabótum og galt hverjum fult kaup eins og þá var venja. Galt hann kaupið alt í mat- vörum, sem verkamennirnir fóru með heim til sín um helgar. Þa5 vor ljet hann úti hátt á fimta þúsund pund af kornmat, auk annara matvæla. Þó ekki yrði tilfinnanlegur manndauði þetta vor, þá man jeg þó, að jeg sá menn máttlitlá af hor og hungri, og sumir lágu lengi á cftir, veikir af næringar- skorti. Og þetta er eina árið, sem jeg man til að hafa verið svangur. Fólk sópaðist þá til Ameríku, margt kostað af sveitasjóðunum. Menn voru orðnir vonlausir eftir undangengin harðæri. Jeg hygg, að árið 1887 sje öm- urlegasta árið, sem lengi hefir gengið yfir Húnavatnssýslu. Og tjónið vegna hins duglega fólks, sem þá flutti til Ameríku, verð- ur aldrei metið. Jón L. Hansson. Kennari: Hvað þýðir hræsnarit Dengsi: Það er drengur, sem kemur brosandi í skólann. ★ — Jeg fjekk sokkana frá þjer, skrifaði herramaðurinn kærust- unni sinni, en jeg elska þig samt. ★ Þegar Thoreau náttúrufræðing- ur lá fyrir dauðanum, kom mjög guðhrædd frænka hans til hans og sagði í mikilli alvöru: — Hen- ry, ert þú nú kominn í fulla sátt við drottinn. — Jeg veit ekki til þess að við höfum nokkurn tíma rifist, svar- aði hann. ★ — Jeg er búinn hik að gleyma nafninu mínu hik, sagði sjómaður- inn, en það gerir hik ekkert til það var hvort sem er hik mesta leiðindanafn * Bóndi nokkur í sveit hafði bú- ið í mörg ár í sátt og samlyndi við konu sína. En á efri árum vildi svo til, að hann eignaðist baru með stúlku á næsta bæ, og heimt- aði kona hans skilnað. Presturina þar í sveitinni reyndi að sætta þau, en það gekk heldur illa. Loks ljet konan þó undan, en krafðist þess, að bóndi sinn bæði sig fyrir- gefningar Þegar bóndi heyrði þetta, sagði hann: — Fyrirgefn- ingar — nei. það geri jeg ekki. Jeg er nú búinn að eiga 14 börn með henni Siggu, svo að hún hefir ekki yfir neinu að kvarta. ★ Tveir Skotar sátu á veitinga- húsi og rifust um, hvor ætti að borga ölið, sem þeir höfðu drukk- ið. Þeir ákváðu því að varpa pen- ing sem hlutkesti. Vinnandi kall- aði „þjónn“, en hinn kallaði „eld- ur“ og hvarf í mannþrönginni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.