Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1941, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1941, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 301 ar þar fyrir hin djörfu hirðisbrjef, er upplesin voru í kirkjunum á liðnum vetri. Yar þar auðsjáan- lega hin fylsta samvinna með biskupunum, er brjefin sendu, og prestUnum, er komu þeim á fram- færi. Ekki heldur skorti á það, að almenningur safnaðanna veitti foringjum sínum hið fylsta fylgi. Þetta var hófstilt krafa til þess að njóta rjettar síns, sem frjáls kirkja og mótmæli gegn þeirri skerðingu á lífi þjóðar og kirkju, sem hvortveggja hafði orðið fyrir. Hjer var auðsæ sannfæring og trú á málstað sem erfiðar horfur ekki gátu upprætt. Það getur farið svo, að þeir verði með öllu bornir ofurliði, sem svo drengilega hafa varið hin æðstu óðul, en framkoma þeirra hefir verið frábærlega dýrmæt vörn andlegra verðmæta. Hún efl- ir kjark hinnar. norsku þjóðar og örfar sannan frelsishug um heim allan. Hispurslaus dómur kirkj- unnar yfir órjetti og rangsleitni, þó yfir henni vofi verð ofsóknar, leggur þunga í orð hennar og aflar henni virðingar og álits. Það veitir ítök til viðreisnar í fram- tíðinni framar flestu öðru. Dæmi hinnar norsku kirkju er heldur ekki eins dæmi. Á Hollandi og víðar er kirkjan svipaður aflgjafi til trygðar"við hugsjónir og mál- stað, og varðveitir þannig fjör- egg þjóðlífsins gegnum hörmung- arnar. Þetta gleymist ekki auð- veldlega, en heldur uppi sönnu hlutverki kirkjunnar fyrir henni sjálfri og fyrir öllum lýð. Hún hefir reynst helsta stofnun til bjargræðis í þjóðanna sárustu raun. Ekki hefir hjer verið að ræða um vörn einvörðungu frá kirkj- unnar hálfu, heldur líka sókn. I sambandi við ófriðinn yfirstand- andi hefir kirkjan ekki aðeins lagt sig fram að vernda verðmæti' hins liðna, heldur líka að ávaxta þau. Hún hefir verið skapandi afl til leiðbeiningar í lífi mannanna. Hún hefir sýnt þann skilning á hlutverki sínu, að ekki sje lokið því starfi að útþýða og heimfæra upp á ástæður lífsins merkingu hinnar kristnu kenningar. Það verður ekki á þann hátt að fara með boðskapinn sem lagabálk, sem þrýsta verði að, heldur sem umskapandi afl og hugsjón, er sífelt bendir lengra áleiðis til upp- fyllingar. Þessa hefir gætt meir á þessum erfiðu dögum en oft áður. Vitanlega ekki þannig, að allir hafi jafnglögt áttað sig á vand- kvæðum þeim, er krefjast úrlausn- ar eða að allir sjeu sammála um, hver þurfi og eigi að vera kristi- leg afstaða í hverju einu, sem nú er uppi á tening. Miklu fremur að frjáls og breytileg hugsun innan kristninnar um rjetta þátttöku í lífinu í kristilegum anda hefir þok að nokkuð áleiðis til meira heil- brigðis jafnvel í öngþveiti styrj- aldarinnai. Það má í því sambandl nefna afstöðu til stríðs sem nokk- urskonar æðsta rjetti til úrskurð- ar málum bjóðanna. Fyrst og fremst er nú glöggar skilið og rækt að andi kristni og lýðræðis krefst að einstaklingurinn fái að framfylgja dómi sinnar eigin sam- visku um hvort hann geti persónu lega tekið bátt í stríði og með vopnum vegið eða ekki. Hvergi hefir þetta verið í fyllra mæli tekið til greina en á Englandi, þó reynt sje að forðast að noltkur geti notað þetta til að koma sjer undan fórnfærslu. En hjá þeim mikla meirihluta kirkj- unnar, sem, þó hann telji stríð ó- hæfa aðferð til úrskurðar mikil- vægum málum, samt finnur til þess, að þau ekki verði umflúin að svo stöddu, er sterk tilfinning fyrir því, að sigur í stríði einn út af fyrir sig tryggi ekki framtíð- areill neinnar þjóðar. Það þurfi meira til. Og að til þessa meira þurfi kirkjan og kirkjunnar menn að leggja ríkulegan skerf. Hún þurfi að koma á framfæri þeirri kristilegu hugsjón, að stríð þurfi og eigi að hverfa úr sögunni, ekki einungis með því að kveða upp dóm í þessu efni, heldur með því að auka skilning á þeim orsökum stjTjaldar, er ryðja þurfi úr vegi, og halda uppi merki þess nýja mannlífs, er bejft geti trygt ein- ingu og bræðralag. í þessu efni hafa kirkjunnar menn á Englandi gengið mjög á undan. Þaðan hafa borist hinar skýrustu raddir um þann grundvöll, er byggja verði á að loknu stríðinu. Malvern kirkjustefnan þar á síðastliðnum vetri gekk hiklaust að verki að hefja þá íriðarhugsjón, sem á ekk- ert skylt við hefnd. Þar var geng- ið út frá því sem sjálfsögðu, að kristilegar hugsjónir þyrftu að móta mannfjelagsmálin engu síð- ur en einstaklingslífið, að öfgar fátæktar og auðs þyrftu að hverfa, tækifærin til að nota gæði lífsins að jafnast, og mannrjett- indin að sitja í öndvegi. Samband þjóða að byggjast á rjettlæti og sanngirni í garð allra, en ekki á yfirboði og valdboði. Á sama grundvelli var yfirlýs- ing frá höfðingjum allra aðal deilda kirkjunnar á Englandi í London Times, að rómversk- kaþólsku kirkjunni meðtaldri, um meginatriði þess friðar, er semja þyrfti við lok styrjaldarinnar, er nú geysar. Er þar talað mjög 5 sama anda og í Malvern- samþyktunum. 'Síðan hefir berg- mál þessa komið fram hjer í Ame- ríku, allra síðast á allsherjar- kirkjufundi í Toronto nú fyrir skömmu. Það markverða í þessu er, að kirkjunnar menn eru fremst í fylkingu að halda uppi merki þeirrar hugsjónar, að alt skipu- lag lífsins verði og eigi að þjóna sannri velferð mannanna á öllum sviðum lífsins Engir tala máli hinna fylstu mannrjettinda og hinnar fylstu samvinnu til sam- eiginlegrar velferðar eins skýrt og ákveðið. Engir eru fjær því að bugast eða gefast upp í barátt- unni fyrir nýju mannlífi á þess- ari jörð. Þetta er heiðurskóróna kristninnar á þessari tíð. Með þessum ummælum er ekki verið að hvetja til ofmetnaðar frá kirkjunnar hálfu á þessari tíð. Það er fyllilega ljóst, að hún hef- ir nú og ætíð næga ástæðu til auðmýktar, því margt er ömur legt í fari hennar og fjarri er því, að hún sje að sinna hlutverki sínu með þeim krafti og þeim áhuga, sem því er samboðið. Hún hefir ekki höndlað hnossið fremur en kristnir einstaklingar, sem þó seilast eftir því, sem framundan er. En á grundvelli sannrar auð- mýktar, sem hvorki vill breiða yf- ir eða neita að kannast við það,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.