Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1941, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1941, Blaðsíða 6
302 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS er leiðrjetta þarf, getur hún tekið sjer til uppörfunar þau mörgu dæmi innan sinna vjebanda, er sýna lífskraft þess Guðsríkis, er hún boðar. Þetta gefur eltki til- efni til að setjast að, telja nógu langt komið og láta berast fyrir. Það er herhvöt til trúmensku og vörn gegn óheilbrigðu svartsýni og vonleysi í baráttu lífsins. Kristnin er ekki buguð og verð- ur það aldrei, ef hún heldur trygð við anda og erindi Krists. Hver deild kristninnar þarf að festa það í meðvitund sinni og gera sjer grein fyrir, að kirkja, sem beitir sjer af alvöru fyrir hug- sjónum Guðsríkis, örmagnast ekki af geig fyrir því, að það sje að vinna fyrir gíg. Aftur á móti verð ur sú kirkja, ,er hættir að beita sjer fyrir málefni hins góða, ætíð vonlaus um sigur þess. Dauja og Muggur Nú á 50 ára afmæli Guðmund- ar bróður míns rifjast upp fyrir mjer svo margar myndir og endurmiuningar um indælar sam verustundir. en frá bernskuárun- um verður einna skýrust endur- minningin um ógleymanlegar stundir hjá þessari góðu konu, sem sjest hjer á mynd með hon- um. Við börnin kölluðum hana Dauju, en hún hjet Þórunn Jóns dóttir og var frá smábýli í Tálkna firði. Ettir að hafa mist mann sinn og dóttur, druknaði líka einkasonur hennar, átján ára gamall, efnispiltur, sem verið hafði eina fyrirvinna hennar. Tóku þá foraldrar mínir hana til sín, og var hún á þeirra vegum til æfiloks. Jeg efast ekki um, að þetta var velgjörningur við hana, en dvöl hennar á heimilinu var um leið ómetanleg fvrir okkur börnin. Þórunn var gáfuð og góð — og kunni svo mikið af ævintýrum úr Þúsund og einni nótt, ævintýrum H. C- Andersens, þjóðsögum og rímum, að okkur börnunum fanst þetta ótæmandi uppsprettulind. Dauja bjó í næsta húsi við okk- ur og þangað vorum við börnin send alla vetrardaga, og vorum hjá henni frá kl. 4 til kvöldverð- ar. Okkur voru fengin ýms verk- efni í hendur eftir aldri og getu, t. d. að taka ofan af ull og tæja, greiða í sundur tjörukaðla, sem síðar voru notaðir til að þjetta þilskipin, prjóna sjóvetlinga o. fl. Faðir okkar vildi helst ekki láta verk úr hendi falla, og vildi líka altaf, að við krakkarnir vær um látin vinna eitthvað. Lögðum við vinnu okkar inn í Verslunina og fengum á hverjum laugardegi smáborgun fyrir. Jeg held, að þetta hafi líka verið gert til þess að örfa okkur og venju okkur á iðjusemi Það kom oft fyrir, að Muggur hafði unnið minna en við hin og var skýringin á því sú, að hann sat oftast auðum höndum, þegar gamla konan var að segja frá, eins og honum fyndist það eitt ekki nægilegt að hlusta á, heldur yrði hann líka að fá að sjá, með- an hún talaði Jeg efast ekki um, að margar af þeim mvndum, sem Muggur síðar teiknaði, hafa skapast í undirvitund hans, þegar hann var að hlusta á þessa góðu konu, sem var að reyna að fræða okkur og vekja hugmyndaflug okkar. Jeg vil óska börnum, að þau kynnist líkri manneskju og Dauja var, og jeg veit, að við öll, sem þektum hana, munum hana alla æfi. 5. sept. 1941. Gnðrún Egilson f. Thorsteinsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.