Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 69 bar sem áður voru fjárrjettir, við djúpan fjörð, eru nú skipa- smíðastöðvar, þar sem landið í kring er svo að segja óbygt. Tuttugu skotfæraverksmiðjur hafa verið settar á stofn á tveim- ur árum. essington lewis Þessi breyting, frá landbún- aði til iðnaðar, hefði ekki verið wöguleg, ef ekki hefði notið við framsýni eins manns, Essingtons Lewis, forstjóra hergagnaiðnað- arins. Hann lagði hornsteininn að hergagnaframleiðslu Ástra- Lu, þrátt fyrir áhugaleysi og Jafnvel beina andúð, meðan eng inn trúði því að stríð myndi skella á. Lewis er fæddur í Ástralíu og er námaverkfræðingur, forstjóri hins mikla fyrirtækis Broken Hill (silfurnámur, stáliðjuver, skipasmíðastöðvar). Hann fór í skemtiferðalag — eða að minsta kosti kallaði hann svo ferðalag sitt — árið 1936. Sannleikurinn Var sá, að honum var ekki um hv.e ástandið var ískyggilegt í heiminum, og fór því af stað sjálfur til að rannsaka málið. Hann fór til Singapore, Kína, Japan, Hollensku Austur-Ind- landseyja. Eftir tveggja mánaða dvöl í Evrópu kom hann til New York. Er hjer var komið var grunur hans orðinn að vissu. Hann bauð forstjórum hins niikla Bethlehems stálfjelags til niiðdegisverðar. I tvær klukku- stundir reyndi hann að gera Þeim ljóst, að Þjóðverjar væru 1 þann veg að hefja nýtt, ægi- legt stríð. Hann kvatti þá til að hefjast handa um hergagna- Hamleiðslu. — Jeg er viss um, að þeir hafa haldið að jeg væri ekki með öllum mjalla, hefir hann síðar sagt. MÓTLÆTI Ekki gekk honum betur, er heim kom. Forsætisráðherrann °S ríkisstjórnin sögðu hreint út, »,ekki væri til neins að fara að tala um stríð“, og þegar at- hngað var, hvernig kjósendurn- lr Htu á málið, þá var ekki hægt a^ gera neinar tillögur um land- Va,rnir. Löngu síðar ræddi ríkis- stjórnin við bresku stjórnina um málið, og fjekk þá það svar, að Lewis væri öfgamaður. En eftir að Japanar höfðu ráðist á Kína, fjekk hann held- ur betri áheyrn. Árið 1938 var lögð til hliðar upphæð, sem svar ar til rúmlega 30,000,000 króna, ,til þess að hefja undirbúning að landvarnaiðnr.ekstri. Sjálfur bætti Lewis álitlegri upphæð við úr eigin vasa. Hann stofn- setti þegar eins leynilega og hon um var unt 27 verksmiðjur, af ýmsum tegundum, sem hægt var að breyta með lítilli fyrirhöfn í hergagnaverksmiðjur. Sjaldan hefir framsýni verið betur rjettlætanleg, en í þetta skifti. Þegar stríðið braust út var öllum 27 verksmiðjum breytt til að vinna hárfína framleiðslu, sem ekki hefði ver- ið hægt að vinna í neinum öðr- um verksmiðjum, nema með miklum tíma og fyrirhöfn. Við framleiðslu vjelbyssna þarf t. d. að smíða einn smáhlut, af 800, með svo mikilli nákvæmni, að ekki má muna 1/10,000 hluta þumlungs, til þess að rjett sje. Allar loftvarnabyssur, sem Ástralía þarfnast, eru framleidd ar í landinu sjálfu. Meira að segja eru loftvarnabyssur flutt- ar út frá Ástralíu. Rúmlega 50 fyrirtæki í Ástralíu framleiða fallbyssur, sem notaðar eru í viðureignum við skriðdreka. Þar voru einnig framleiddar fallbyss ur á 200 verslunarskip. Þegar ófriðurinn braust út var ein skipasmíðastöð í Ástra- líu, nú eru þær sjö, þar sem bygðir eru tundurspillar, smærri herskip og verslunarskip. Þeg- ar jeg var þar var verið að byggja 50 korvettur. Það er einnig Lewis að þakka, að stálframleiðsla Ástralíu hef- ir verið aukin úr 1,000,000 smá- lestum 1939 í 1,800,000 smálest- ir í ársbyrjun 1942. Það var hann, sem bygði fyrstu stóru stálverksmiðjuna í Ástralíu — Hina miklu Newcastle stálverk- smiðju. Hún var reist fyrir ágóða Broken Hill námanna. Fram til miðsumars 1939 var ekki ein einasta flugvjelaverk- smiðja til í Ástralíu. Nú fram- leiða Ástralíumenn allar æfinga flugvjelar, sem þeir þurfa, og hafa afgang handa öðrum flug- mannaefnum breska heimsveld- isins. Nýlega er hafin fram- leiðsla á sprengjuflugvjelum, og ekki mun líða á löngu þar til farið verður að framleiða or- ustuflugvjelar. Langt inni í landi í Victoria- hjeraði eru 1000 byggingar, dreifðar yfir allstórt svæði, þar sem áður var beitarland. Þarna er nú framleidd skotfærabaðm- ull. Verksmiðjur þessar kostuðu 28 miljónir dollarar og þar vinna 11 þúsund karlar og konur. — önnur álíka verksmiðja er í byggingu í Queensland og sú þriðja í Tasmaníu. Fjórar verksmiðjur, sem áður framleiddu járnbrautarvagna og bifreiðar, framleiða nú bren- byssuvagna og brynvarðar bif- reiðar, sem hafa reynst vel í bar- dögum í Norður-Afríku og Sýr- landi. Þessi farartæki voru smíð uð úr skotheldu stáli, sem fund- ið er upp í verksmiðjum Lewis. Bandaríkin og Bretar hafa nú fengið hina leynilegu samsetn- ingu þessa nýja stáls. En það er fleira, sem fram- leitt er í Ástralíu til ófriðar- þarfa: Linsur og sjónaukar, miðunartæki á byssur, loft- skeytatæki, gasgrímur, fallhlíf- ar og margt fleira. 1 sannleika sagt: Ástralíumenn eru að und- irbúa sig til að verða hergagna- forðabúr í Kyrrahafi. En meðan á þessu stendur er framleitt í Ástralíu og sent til Bretlands nauta- og kindakjöt, smjör og ostur, hveiti og ull. Alt þetta er sent í stórsendingum til Bretlands. Á þeim tveimur mán- uðum, sem jeg var í Ástralíu, fengu ástralskar verksmiðjur pantanir á 3,000,000 teppum, 7,000,000 pörum af ullarsokk- um, 7,200,000 settum af nærföt- um, 3,000,000 ullarvestum, 1,000,000 hermannastígvjelum, auk annara birgða í sama hlut- falli. Þetta eru þær tölur, sem jeg fjekk hjá Lewis á skrifstofu hans í Melbourne. Hann talaði um hergagnaframleiðslu Ástra- líu og hina ótryggu framtíð landsins í fullri einlægni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.