Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Side 6
70 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smásaga: Á AFVEGUM WILLIAM Wentford, stakk skrifborðslyklinum í vas- ann. Nú var dagsverkinu lokið og hann gat farið. En hann fór ekki, heldur hneig hann ofan í stólinn eins og slytti, andvarp- aði og tók báðum höndum fyrir andlitið. Hvað mundu næstu dagamir bera í skauti? Honum fanst hann heyra þungt þramm lögregluþjóna, — finna þunga hönd á öxlinni á sjer og heyra þessi orð: — Þjer eruð tekinn fastur, William Wentford! Við höfum sannanir og yðar eigin játningu. Hvert orð, sem þjer segið, verð- ur notað gegn yður. Hann stundi aftur. Það vissi sá, sem alt veit, að hann hafði liðið nóg fyrir það að hann lenti á afvegum forðum. Upphæðin, sem um var að ræða, var greidd aftur með vöxtum. En hitt var verra, að játningin, sem hann hafði gert, hafði komist í hend- ur annars manns, og Flaherty var maður, sem þekti enga misk unn. William hafði ekki sjeð þetta þetta nábleika þorpara- andlit með ísköldu, bláu augun- um í mörg ár, en hann heyrði rödd hans öðru hverju í síman- um. Og þá varð hann að borga nýja fúlgu í hvert sinn. Seinast hafði Flaherty fengið tvö þús- und. Og nú heimtaði hann fimm þúsund — og það á morgun. Að öðrum kosti hótaði hann því að fara til lögreglunnar. Hvar átti hann að fá þessa peninga? Hann vissi engin úr- ræði. Hann átti ekki annað eftir en fasteign sína, og að vísu gæti hann lánað peninga út á hana, en ekki á morgun klukkan tíu. Þá var öll dýrðin úti. Skrifstofu- fólkið mundi góna á hann eins og hvert annað úrhrak. En þó væri hitt enn sárara, er John fengi að vita að faðir hans væri Eftir A. DRONTE glæpamaður. John, góði dreng- urinn, sem hann hafði máske verið of eftirlátssamur við, og fjekk allar sínar óskir uppfylt- ar. Nú var úti um framtíðarvon- ir hans. Engin háskólavist í Cambridge framar. Kanske væri eins gott að segja honum eins og var undireins í kvöld? John var staddur í borginni núna. William Wentford tók á sig rögg, stóð upp og fór. í sömu svifum og hann kom út á götuna ók lítil bifreið að dyrunum og ungur maður hljóp út og kallaði: — Það var gott að jeg náði í þig. Ljómandi er þetta góður bíll. Það leggur svartaþoku upp frá ánni, en þjer skal nú samt verða óhætt heim í þessum bíl, pabbi. Komdu upp í! — Hver á þennan bíl? spurði Wentford um leið og hann sett- ist' inn hjá piltinum. — Jeg skal segja þjer það seinna, sagði hann og steig á bensíngjafann. — Auðvitað er það einn af kunningjum mínum, sem á hann. Næstbesti vinur minn, er mjer óhætt að segja, — þá lýg jeg engu. — Jæja, Douglas! sagði Went ford rólegri. — Já, það amar ekkert að honum. Er þetta nýr bíll? — Já, alveg spánnýr, sagði John og vjek úr vegi fyrir vagni, sem kom að óvörum út úr þver- götu. — Manni veitir ekki af að vera á verði. Jeg hefði varla trúað, að þokan gæti komið svona fljótt og svona þjett. En bíllinn er þing, finst þjer það ekki, pabbi? — Jú, þetta er viðurkend teg- und, svaraði Wentford. — Hve margra hestafla er hann? — Hundrað og tuttugu, sagði John. — Átta sylindra, með út- varpi. Fyrsta flokks vagn. — Farðu varlega, drengur, gatan er hál eins og ís, sagði Wentford og varð á að grípa í bríkina og halda sjer. — Vertu óhræddur, pabbi, svaraði John. — í þessum bíl er hægt að aka á heimsenda. — Það er nú líklega fulldjúpt tekið í árinni, sagði Wentford. — Áttu ekki að skila honum aftur á morgun? — Nei, jeg hafði hugsað mjer að halda honum, sagði John og starði beint fram. Faðir hans hrökk við. Svo hrópaði hann: — Þú munt þó ekki hafa keypt hann? 1 mínu nafni . . . ? — Þetta voru bestu kaup, skal jeg segja þjer. Það er eng- in ástæða til að gera sjer rellu út af þeim. — Rellu . . . nei, jeg kemst í örvæntingu, hrópaði Wentford. — Svona byrjaði það líka hjá mjer. Þeir . . . þú mátt aldrei hætta þjer út á afvegu, drengur minn, það segi jeg þjer í alvöru. Þú verður að skila bílnum aftur undireins. — Það er ómögulegt, pabbi, svaraði drengurinn. — Kaup- samningurinn er undirskrifaður og peningarnir eiga að borgast við fyrsta tækifæri. John lagði á stýrið. Hann ætl- aði að beygja fyrir götuhorn. — Peningarnir! hrópaði fað- ir hans. — Peningarnir . . . ef þú vissir . . . Nei, þetta . . . Hann gat ekki lokið setning- unni. Manni hafði alt í einu skot ið upp í þokunni rjett fyrir fram an bílinn. Hann varð flumósa og hljóp í flaustrinu í öfuga átt. John reyndi að víkja hjá hon- um — en það var ekki hægt — og nú datt maðurinn kylliflatur. Bíllinn staðnæmdist á næsta augnabliki og nú stóðu feðgarn- ir yfir manninum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.