Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 71 John skimaði niður götuna Hann ætlaði að segja eitthvað, en gat ekki komið upp nokkru orði. Hvað var að honum föður hans? William Wentford gerði ekk- ert til þess að reyna að reisa r^anninn á fætur. Hann lá þarna hattlaus og John sá fölt andlit með hörkulegum dráttum kring- um munninn — þunnar varir. William þreifaði á innri vasa mannsins, tók þaðan vasabók. Með titrandi fingrum tók hann blað úr bókinni — og reif það í tætlur. Svo tók hann á öðrum vasa og það var eins og hann galdraði þaðan seðla — stóra seðla. Hann tók þá og stakk þeim í vasa sinn. Svo rjetti hann Ur sjer og varp öndinni. — Hann hefir bara fengið að- svif, þorparinn, sagði Wentford. Við skulum setja hann þarna UPP við gafðinn — hann nær sjer von bráðar aftur. — Heyrðu, pabbi -r- hver var þetta? sagði John þegar þeir voru komnir inn í bílinn aftur °g hjeldu áfram. Þokan var eins °S þykkur, grár veggur bak við há, og enginn hafði sjeð þetta atvik. — Hver var þetta, pabbi? spurði John aftur. ■— Það var þorpari, sem lifði a fólki, sem hafði lent á afveg- um, sagði Wentford, og röddin vajr hás. ■— Þá er kanske eins gott að hafa bifreið, sem hægt er að koma úr sporunum, sagði John °g hló uppgerðarhlátur. Sagði íeg ekki áðan, að jeg skyldi úbyrgjast að þjer væri óhætt heim í þessum bíl. Mjer finst að jeg muni hafa haft rjett fyrir fnjer . . . Ástralíumaður einn, sem dvaldi 1 Englandi um tíma, sem var frek- ar rigningasamur, var. spurður að ar votviðrasamur, var spurður að Jð. Hann leit út um glugga á loft,- Varnabelgina, sem hjengu við fest- ar sínar, og rigningaskýin. Síðan svaraði hann: Hversvegna skera þeir ekki a strengina og láta alt saman sökkva? MARGIR spilamenn eru ófús ir að binda sig við viður- kend kerfi. Þeir segja, að þeir kjósi heldur „eðlilegar sagnir“, en mjög oft eiga þeir þá við það, að þeir vilji vera lausir við gagn rýni, ef sagnir þeirra eru hæpn- ar. Nú á tímum eru sagnkerfin það fullkomin, að venjulega borgar sig ekki þegar til lengd- ar lætur að víkja mikið frá þeim, þó að það hepnist stundum. Á síðustu árum ber þó meir á því en áður, að menn vilji hafa nokkurt frjálsræði gagnvart kerfi því, sem þeir spila annars eftir. Tilgangurinn með sögnun- um er auðvitað sá, að tryggja þeim spilamönnunum, sem betri spil hafa á hendi, vinning í spil- inu, og til þess þurfa þeir að veita hvor öðrum eins mikla vitneskju um spilin með sögn- um sínum og auðið er. Því marki verður ekki altaf best náð með því að fara bókstaflega eftir kerfinu. Oft er heppilegt að láta heilbrigða dómgreind ráða, og segja þá stundum í lit, sem ann- ars er ekki talinn sagnfær. Góður spilamaður getur vel leyft sjer þetta, því að hann beitir ekki þessum brögðum nema þegar það á við og þegar það gefur rjettari mynd af styrk leika hans en unt hefði verið að veita með venjulegri sögn. Þetta skyldu þó þeir einir gera, sem mikla leikni hafa í því að spila bridge, og geta því betur en aðr- ir dæmt um, hvenær rjett eða óhætt sje að víkja frá kerfinu. Það verður aldrei lögð of rík áhersla á það, að hefja ekki sögn, þegar litirnir eru nokkurn veginn jafnlangir, nema nægi- lega mörg háspil sjeu á hend- inni til þess að stöðva liti þá, sem mótspilararnir eru sterkastir í. Kröfurnar til upphafssagnar eru bygðar á langri reynslu og hafa reynst vel. Það getur stund- um hepnast að leggja á tæpt vað, en til lengdar borgar það sig aldrei. Þó að rangt sje að eggja menn á að byrja sögn án nægi- legs styrkleika, annaðhvort í háspilum eða í tromplengd, ber því ekki að neita, að það eykur á fjölbreytnina í spilinu og ánægju spilamannanna — þeg- ar það hepnast vel. Hjer eru tvö dæmi. Hið fyrra sýnir, að röng loka- sögn getur unnist, þegar sú sögn, sem virðist hárrjett, hlýtur að tapast. Suður hafði: S. xx, H. Áx, T. ÁDxx, L. KDGlOx, og sagði eitt lauf. Vestur 1 spaða á S. Á- KGxx, H. Dxxx, T. x, L. xxx. Norður hafði S. xxx, H. KGxxx, T. Kxxx, L. Ás, og sagði 2 hjörtu. Austur hafði S. Dxx, H. xx, T. GlOxx, L. xxxx, og sagði pass. S. sagði 3 tígla, N. 4 tígla og S. 5 lauf. Eftir öllum spilareglum hefði átt að spila tígul á þessi spil, en í þeim lit vinnast ekki nema 10 slagir, en í laufi unnust 11 slagir. Hitt dæmið sýnir, hvernig al- röng sögn getur hepnast og gef- ið mikinn gróða: Norður: S. Dxx, H. xxx, T. xxx, L. ÁDG10 og sagði eitt lauf. Austur segir pass. Suður segir einn tígul á S. 10, H. Áx, T. ÁDGxxxx, L. xxx. Vestur hafði S. ÁKxxx, H. KDxx, T. K, L. Kxx og sagði einn spaða. Norður, sem ekki hafði spil til að byrja á sögn, segir 2 lauf, suður 2 tígla, vestur 2 spaða. Norður segir enn 3 lauf, suður 3 tígla og norður 3 grönd. Vest- ur doblar og suður doblar aft- ur. Austur spilar út spaðagosa, vestur lætur hann fara og norð- ur tekur á drotninguna, vinnur síðan 7 slagi á tígul, 4 á lauf og hjartaás, alslemm, 4 yfirslagir tvídoblaðir. Ráðning á bridge-þraut í 3. tbl. Suður ætti að segja þrjá spaða. Ef norður segir nú þrjú grönd, ætti suður að segja fjóra spaða og norður að segja pass við því.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.