Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Blaðsíða 12
76 LESBÓK MORGUNBIiAÐSINS sem voru ekki stór, t. d. fjögra manna för, enda máttu þær varla vera minni ferjurnar, sem fara skyldi á yfir hana Faxabugt. Þá voru ferðir gufubátanna mjög strjálar, og þurfti því stundum að manna bát og senda suður, ef eitthvað nauðsynlegt vantaði. Ekki heyrði jeg getið um slys í þessum ferðum, en eitt sinn lá þó nærri að svo færi, þegar 5 menn fóru suður á fjögra manna fari. Voru það fjórir fullorðnir og einn unglingur. Fengu þeir blíðu- veður upp eftir, en fullorðnn mennirnir drukku sig svo ölvaða á leiðinni, að þeir urðu hjerum- bil ósjálfbjarga og má nærri geta, hvernig farið hefði, ef eitthvað hefði orðið að veðri. Fátt er mjer í föstu minni frá Kóranesi, fólk eða viðburðir, því jeg var svo kornungur, þegar for- eldrar mínir fluttu þaðan, yfir sundið í Straumfjörð. Byrjaði faðir minn þar verslun fyrir eigin reikning og bygði þar íbúðar- og verslunarhús milli bæjarhúsa og Höllubjargs, syðst á eynni. Þá var gufubátur, sem Reykjavík hjet, sem hjelt uppi strjálum ferðum um Faxaflóa, til Borgarness og Straumfjarðar. Þegar von var á bátnum gengum við elstu systkin- in oft upp á Höllubjarg, sem var hæsta leiti við sjóinn, að gá til skipsins, hvenær fyrst sæist til þess af hafi, því skipkoma var þá viðburður á þessum afskekta stað. Þá var ekki einungis föst versl- un í Straumfirði, heldur komu iíka tvímöstruð kaupför inn á fjörðinn og lágu þar og versluðu. Voru kaupförin og kaupmennirnir á þeim nefndir „spekúlantar" og höfðu þeir allmikil viðskifti. Ekki man jeg nöfn á öðrum þeirra en „Islandinu", sem mun hafa verið eign norsks stórkaupmanns. Var skipstjóri norskur. Skipið var bundið í sundinu inn af Straum- fjarðarröst, í streng, sem þaninn var milli lands og Suður-Búðar- eyjar. Var þar járnkengur mikill frá gamalli tíð í klöpp á eynni og krókur í og hafði sá útbúnaður verið þar lengi. Var talað um að skipin væru „svínbundin“. Föður mínum og hinum norska skipstjóra var vel til vina, enda þótt keppinautar væru um við- skiftin. Við börnin fengum að koma út í „Spekúlantinn“ og nið- ur í lestina, þar sem „verslunar- búðin“ var. Þar ægði öllum vör- um saman og þar þótti okkur krökkunum gott að koma, og ekki var sparað góðgætið við okkur, þegar við fengum að koma um borð. Og gömlu konurnar komu með lagðinn sinn, og tóku kaffi, sykur og síróp og hagldabrauð og efni í treyjur eða annað, sem þær gátu leyft sjer, og bundu klúta sína um þetta, þegar þær fóru í land. Víst voru þar líka vínföng á boðstólum og oft fóru sumir góðglaðir í land. Þarna lá „spekú- lantinn“ í hálfsmánaðartíma, en fór svo til Borgarness og lagðist á Brákarpoll og hjelt versluninni áfram þar. Er mjer minnisstætt, er norski skipstjórinn, sem okkur börnum þótti vænt um, kom í síð- asta sinn og fór þaðan til Borg- arness. Þar fór hann í útreiðar- túr, en datt af hestinum ofarlega í nesinu og dó af byltunni. Var ekki frítt við að þar þætti reimt síðan, því þá trúði fólk á, að ekki lægju allir kyrrir eftir hjeð- anför sína. Aldrei gleymi jeg því, hve fag- urt var í Straumfirði á vorin, enda er fjölbreytni og yndisleiki náttúrunnar óvíða meiri en á eyj- um við sjó, þar sem fuglalíf er mikið. Þá var skemtilegt þegar lundinu hafði tekið heima, æðar- fuglinn sest urp og þó einkum eftir að krían var komin. Austan við íbúðarhiisið í röstinni eru eyj- ar tvær, Hóltninn og Suður Búðar- ey. Er mjer einkum Suður Búðar- ey minnisstæð, því öll er hún grasi gróin og undur falleg. Þar sem grasið og grjótið í fjörunni mættust voru hellur reistar á rönd og æðurin gerði sjer hreiður í skjóli þeirra. Þá var víst tölu- vert æðarvarp í eynni. Voru þá oft tekin fá eggi úr hverju hreiðri, en altaf skilið eftir það sem þótti hæfilegt. Kollurnar voru svo spak- ar, að sumar varð að reka af hreiðrunum, þegar varpið var at- hugað, og einstöku kollu var lyft af með höndunum. Jeg fjekk að fara með út í eyna fyrsta vorið sem við vorum í Straumfirði. Fullorðna fólkið sem með var fór að ganga um varpið, en jeg fór einn míns liðs. En þegar það kom aftur var jeg búinn að taka öll egg úr nokkrum hreiðrum og hafði borið þau saman í eitt. Fjekk jeg enga þökk fyrir, þó jeg þættist hafa vel unnið, en eggin voru síðan látin aftur á sína staði og kollurnar tóku þeim feg- insamlega, því aðeins stutt stund var um liðin. Eyjan er ekki há og er allmjög sundurgrafin af lunda og kríuvarp var þar tölu- vert. í eynni var einnig nokk- ur heyskapur. — Mjög þótti mjer Suður Búðarey falleg, bæði um flóð og fjöru, með brúnu þangbelti neðst við sjóinn. Sagt er, að þar megi sjá gamlar búða- rústir, og eins í Vestri Búðarey, hinumegin Straumf jarðareyjar- innar. Munu það vera rústir gam- alla verbúða, því útræði var all- lengi frá Straumfirði. í Straumfirði hefir vafalaust verið kirkja eða bænhús, þó ekki viti jeg heimildir fyrir því, aðrar en örnefni á eynni. En þar er kirkjugarður, vafalaust gamall, því ekki sjest nú neitt fyrir leið- um í honum. En ytri takmörk hans mátti vel greina hjá gamla bænum. Ekki mátti slá hann, hann var bannblettur, eins og svo víða annarsstaðar hjer á landi. Og sunn an við kirkjugarðinn gamla var allmikil þústa, upphlaðin, meir en metershá og allstór um sig. Þetta var Ilölluleiði — kuml Straum- fjarðar-Höllu hinnar göldróttu, utan kirkjugarðs — og ekki mátti heldur við því hreyfa, því þá mjmdi ilt af hljótast. Enn eitt ör- nefni minti á kirkju, sem sje Kirkjusandur. Er það langur sand ur fyrir ofan breiða vík. Þar var mikið um allar tegundir skelja, kúskeljar, hestaskeljar, lamba- skeljar — og þá þóttumst við hróðug, ef við fundum hörpudisk, sem kom fyrir, en var sjaldgæft. Auk þess voru þarna gyltir smá- kuðungar, fyrir utan hina stóru hvítu. Alt voru þetta gersemar í augum barnanna, en hörpudisk- arnir og gyltu kuðungarnir þó dýr mætastir í augum okkar. Yið sjó- inn nálægt gamla bænum braut brimið bakka, þar sem gamall

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.