Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11 öskuhaugur var. Þar kom fyrir að v>ð fyndum ganJa peninga, skild- lnga, en ekki man jeg frekar frá heim að segja. Oft fórum við fram á Höllu- bjarg, þaðan var útsýnið best til lands og sjávar. í brúninni á bjarginu áttu nokkrar lundafjöl- skyldur holur og var altaf gam- an að sjá og hlusta á blessaðan >,prófastinn“ og mjer finst hann enn einn af sjerkennilegustu og skemtilegustu fuglum. Aldrei var lundinn veiddur á bjarginu, því þar voru þeir fáir, en í hinum eyjunum var nóg um hann og þar var hann veiddur í háf. Feng- ust þar stundum mörg hundruð á skammri stundu. í urðinni fyr- ir neðan bjargið áttu tvö eða þrjú teistuhjón hreiður sín, horfði jeg oft á teistuna, kolsvarta, með hvítan blettinn á vængnum og blóðrauða fæturna, þar sem hún trítlaði um svartar klappirnar eða synti fyrir neðan þær. Til hafsins braut á boðum og skerjum og þar ber Þormóðssker yst og hæst, en nöfn man jeg fá á hinum. í austri sást til Hafnar- °g Akrafjalls, en í vestri til Snæ- fellsjökuls, sem er hvergi fegurri tilsýndar en af Mýrunum. Fjall- garðurinn allur er einnig hinn fegursti, með Fagraskógarfjalli °g Grímsstaðamúla. Næstu bæir fyrir austan Straumfjörð munu þá hafa verið Nauthóll og Álfta- nes — og er hinn fyrnefndi mi föngu kominn í eyði. En fyrir vestan var Knarrarnes næsti bær. Það dregur nafn sitt af skipi Skahagríms, er hann setti upp þar í niðurnesinu og mun þar enn mega sjá fyrir hrófinu. Heitir þar Skallagrímshróf. En Álftanes gaf Skallagrímur Ingvari tengdaföður sinum, og þangað segir sagan Egil hafa riðið ])revetran. Svo þetta unnti alt á fornar sögur og hina gomlu Mýramenn. Lengra burtu í vestrinu sjer til Hjörseyjar og b.vgg jeg þá upp talda þá bæi, sem til sjest frá Straumfirði. t úttina til lands sjer til lítils höfða, sem teygir sig rjett aðeins yfir þá sem eru enn lægri. Hann ber uafnið Meingishöfði og man jeg ekki eftir því orði í örnefni ann- ursstaðar og ekki veit jeg hví hann heitir svo. í Mengishöfða var farið til berja, því ekki var berja- land nær Straumfirði en þar. Þá er að minnast á það af fólk- inu, sem jeg man af Mýrunum fyrir og um aldp,mótin. í Straurn- firði mun þá hafa verið tvíbýlt. Þar var þá gömul kona, Herdís Sigurðardóttir, sem bjó í gamla bænum og man jeg hana mjög vel. Var hún sjerlega barngóð og vöndum við krakkarnir því kom- ur okkar mjög til hennar. Það man jeg glögt, að þegar jeg kom inn í gamla bæinn til Herdísar, þá tók hún oft flatköku og drap smjöri á með þumalfingrinum og gaf mjer. Man jeg enn hver krás mjer þótti þetta, enda eru glóð- arbakaðar flatkökur ljúffengar og þetta með þumalinn setti jeg ekki fyrir mig þá. Og kandísmola rjetti Herdís oft að mjer og tók úr pilsvasanum. Börn Herdísar voru þá fullorðin og voru þau okkur einnig mjög góð og hjelst trygð þeirra við foreldra mína á meðan þau lifðu og við okkur fram á þennan dag. Þar bjó þá einnig Bergþór Berg- þórsson, sem fyrrum hafði búið á Ánabrekku og Langárfossi og var þá orðinn gamall. Hefi jeg heyrt talað um Bergþór sem mikinn sæ- garp, er hafði marga svaðilförina farið um dagana. Á jeg enn ljós- mynd af honum, standandi í skinnklæðum undir stafni Sæ- bjargar sinnar, en svo hjet skip hans. Bergþór var smiður, eink- um á trje, en oft var hann með tvö, þrjú tröf á fingrum eftir hin beittu verkfæri. Mjög góður var hann við okkur bræður og míðaði göngustafi með rendum húni og broddi neðan í handa okkiar, og þótti mjer mikið til þeirra koma, enda voru þeir skafnir með gleri og fægðir með háfsroði. Altaf var hann góður við okkur og því kom- um við oft í smiðjuna til hans og í bæinn til Guðrúnar konu hans. En svo var það einn dag snemma í febrúar 1901 að róið var til fiskjar og farið út undir Hrafngrímssker. Þar hvolfdi bátn- um. Þrír bátsverjar komust í sker- ið, en gamli maðurinn Bergþór drukknaði. Mönnunum tókst þó að ná í bátinn og koma honum á rjettan kjöl og einnig náðu þeir líki gamla mannsins og reru svo heimleiðis. Býst jeg við að það hafi verið í fyrsta sinn sem jeg stóð augliti til auglitis við alvöru lífsins, þegar komið var til lands úr þessari slysaför og sá hrygð aðstandenda, er slysið varð kunn- ugt. . Fleiri voru í Straumfirði þá, t. d. börn Jónasar bónda, er þar hafði búið, en var þá fallinn frá. Þá var mannmargt á heimilum og miklu fleira fólk í sveitinni en nú er. Margt af nágrannafólkinu er mjer ógleymanlegt frá þessum tímum, enda hefir vinátta við það flest haldist fram á þennan dag. Á Álftanesi bjó þá frú Martha Níelsdóttir, en maður hennar J6n Oddsson var nýlega látinn frá sex börnum þeirra ltornungum. í Knarrarnesi bjó Ásgeir Bjarnason og var heimili hans og Ragnheiðar konu hans víðkunnugt fyrir rausn og snyrtimensku. Ásgeir í Knarr- arnesi var veiði- og aflamaður mikill, enda hverjum manni kunn- ugri á sjávarslóðum. Þarf og mik- inn kunnugleika um sker og strauma, blindsker og boða til að geta farið þar um. En aldrei hefi jeg heyrt þess getið, að Ásgeiri hafi hlekst á í sjóferð. Bú þeirra hjóna stóð með miklum blóma, enda var Ragnheiður mikilhæf húsmóðir og búsýslukona. Heyrt hefi jeg kunnuga menn segja, að heil sumur hafi stundum liðið án þess að húsbóndinn í Knarrarnesi hafi snert á orfi. Hans svið var þá umhirða varps og aflabrögð, því mikils þurfti við til hins fjölmenna heimilis. Auk þess mun víst hvergi hafa verið gestkvæmara á Mýrúnum en í Knarrarnesi um þessar mund- ir. Marga flyðruna stóra kom Ás- geir með- af miðunum og annan fisk og margan útselinn dró hann að búinu. Þá skaut hann út við ystu skerin, þar lijeldu þeir sig m'est. Eggjatekja var þá mikil og fugla. Lundi var mikið tekinn í háf og lundakofur voru teknar svo þúsundum skifti, þegar þær voru tækar, venjulega um og eftir miðj- an ágúst. Þótti það skemtilegt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.